Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 60

Morgunn - 01.06.1949, Side 60
54 MORGUNN ári, þegar mig dreymdi þann draum, er ég tók fyrst eftir að rættist bókstaflega. Ég þóttist úti staddur á hlaðinu í Naustum og líta til lofts. Sá ég þá, að norðvesturloftið var biksvart, en tveir menn koma gangandi norðan traðirnar. Mér fannst mér ekkert verða um þessa menn og ætla að flýta mér inn, en rétt í því heyri ég óskaplegan brest í norðvesturloftinu, og kallar þá um leið annar maðurinn: ,,Nú dó Pétur amt- maður.“ Við það vaknaði ég og sagði móður minni draum- inn. Þá bjó Pétur amtmaður Havsteen í Skjaldarvík og höfðum við ekki heyrt, að hann hefði legið. En klukkan tíu morguninn eftir komu einmitt tveir menn þessa sömu götu og ég hafði séð mennina í drauminum ganga, og sögðu okkur lát amtmanns. Hafði hann dáið á sömu klukkustundinni og mig dreymdi drauminn. Lífstréð. Þá kemur annar draumur, er mig dreymdi, er ég mun hafa verið á 16. ári. Þá var faðir minn dáinn og móðir mín flutt með okkur börnin að Hömrum við Akureyri. Þennan draum nefni ég Lífstréð, og tek það fram, að hann er enn ekki allur kominn fram, en hann hefur smám saman verið að koma fram og síðasta atriði hans rætist, er ég dreg andann í síðasta sinn. Ég þóttist enn úti staddur á hlaði og sá mann koma gangandi heim túngötuna. Þá sé ég, að hjá mér stendur á hlaðinu afarstórt tré og lágu ótal tröppur upp eftir trénu. Ég er að hugsa um, hvernig á þessu tré standi hér, og ber þá manninn að. Ég sný mér að honum og spyr hann, hvort hann geti frætt mig á því, hvemig á þessu tré standi hér, og hvort hann viti, hvernig það sé hingað komið. Það get ég, segir hann, þetta er lífstréð þitt. Ég þóttist þá fara að klifra upp tréð og taldi tröppurnar, sem ég gekk, en þær voru 18. En þegar ég ætla að stíga í þá 19., sé ég, að tréð er orðið svo grannt, að ég treysti mér

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.