Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 65

Morgunn - 01.06.1949, Side 65
MORGUNN 59 og spyr ég þá, hvaða fólk þetta sé, en maðurinn segir: þetta eru andar, sem koma til þess að fæðast inn í heiminn. Svo þykir mér við komast upp á þennan klett og ganga austur brún hans. Þar eru þá sömu stallar og að vestan, og allt iðandi af mönnum. Ég spyr, hvaða fólk þetta sé og hvert það sé að halda, en fylgdarmaður minn segir: Þetta eru andar, sem koma frá jörðunni eftir líkamsdauða sinn. Svona er lífið, eilífur hringur eða keðja, sem aldrei slitnar. Menn koma og menn fara og þróunin heldur áfram. Þá vaknaði ég. Góðir lesendur, minnist þess, að þetta er aðeins draum- ur, sem ekki getur sannast á þann hátt, að hann komi nú fram. En framtíðin geymir í skauti sínu margt, sem mönn- um er hulið nú. Og ef hið andlega líf mannsins tekur fram- förum, er von um, að okkur verði birt meira og fleira um ráðgátur lífsins en enn er orðið. Enga ósk á ég heitari en þá, að þjóð mín, já, allur heim- urinn vildi skilja það, að án guðstrúar og blessunar hans og friðar geta þjóðirnar ekki lifað. Þetta eru mín síðustu orð til ykkar, lesendur mínir, sögð af hálfníræðum manni. Lárus Thórarensen frá Akureyri.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.