Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 68
62
MORGUNN
veggirnir, og svo langt var frá grafhvelfingunni til manna-
byggða, að íbúar hennar sýndust nærri því eins öruggir
og Egyptalandskonungar, sem hvíla í hjarta pýramídanna.
Verkstjóra og heilan flokk verkamanna hefði þurft til
þess, að ryðja sér veg inn í þessa merkilegu byggingu,
og sízt hefði mennina, sem reistu hana í upphafi, grunað,
að þessi mikla einangrun myndi síðar reynast einskisvirði.
Þarna hafði lík konu nokkurrar, að ncifni frú Goddard,
verið búið til hvíldar í júlímánuði 1807, og allt reyndist
að hafa verið þama með kyrrum kjörum í febrúar 1808,
þegar barn, að nafni María Chase, var lögð þarna til
hvílu í blýkistu við hlið hennar. Eftir þetta var grafhvelf-
ingin lokuð í f jögur ár, en þá andaðist ungfrú Dorcas Chase
í júlímánuði 1812, en þá var hvelfingin opnuð til þess, að
leggja þar kistu hennar. Sér til skelfingar sáu verkamenn-
irnir, sem opnuðu hvelfinguna þá, að líkkista Maríu Chase,
barnsins, stóð upp á endann þar úti í horni. Menn gerðu
sér helzt í hugarlund, að einhver óguðlegur fantur hefði
verið þarna að verki með fáheyrðum óþokkaskap. Kistan
var aftur lögð á sinn stað og hvelfingunni aftur lokað
með marmarahellunni miklu. 1 næsta mánuði dó herra
Chase, hann var lagður til hvíldar í hvelfingunni, og þá
virðist ekki hafa borið á því, að nokkur hefði verið hreyft
þar inni.
Nú liðu aftlr fjögur ár, en í septembermánuði 1816
var grafhvelfingin opnuð að nýju, til þess að leggja þar
barnskistu, þegar andazt hafði drengur, að nafni Samúel
Arnes. En þá reyndist allt að vera í óskaplegu ástandi í
grafhvelfingunni. Líkkistunum var bókstaflega hnágað
hverri ofan á aðra. Nú var málið orðið að opinberu
henyksli og á allra vörum. Hvítu mennirnir kenndu um
svívirðilegum þorparaskap, en svertingjarnir kenndu um
draugum. Hvelfingunni var ennþá lokað, en hún opnuð
aftur tveim mánuðum síðar, þegar maður, að nafni Samúel
Brewster, andaðist. Mannfjöldi mikill fylgdi kistunni og
beið þess, að marmarahellunni miklu yrði þokað frá og