Morgunn - 01.06.1949, Blaðsíða 70
64
MORGUNN
en bíða ekki þess, að einhver dæi og kista hans yrði þangað
flutt. Combermere lávarður, með ægilegan flokk opinberra
starfsmanna og sterkan liðsmann, þar sem var séra T.
Orderson, sóknarpresturinn, hélt nú til grafhvelfingar-
innar. Þeir komu að dyrunum og allt var í stökustu reglu
og innsigli landsstjórans fyrir dyrunum. Nú var steypan
brotin upp, og tíu svertingjar áttu fullt í fangi með, aö
opna innganginn að hvelfingunni. Þegar inn var komið,
sáu menn, sér til skelfingar, að orsök þess, hve erfiðlega
svertingjunum hafði veitzt að opna hvelfinguna, var sú,
að ein blýkistan, sem var svo þung, að nokkrir menn áttu
fullt í fangi með að þoka henni, hafði verið reist upp að
dyrunum að innanverðu. Allt var á tjá og tundri inni í
hvelfingunni, en engin merki sáust í sandinum, sem stráð
hafði verið á gólfið. Svo urðu menn lostnir skelfingu af
þessari aðkomu, að nú voru kisturnar fluttar burt og
grafnar annarsstaðar. Nú er gamla hvelfingin á þessum
afskekkta höfða, sem horfir eins og vörður út yfir Atlants-
hafið, tóm að öðru en því, að hún er hæli fyrir snáka og
önnur skordýr, og mun svo sennilega verða á næstu kom-
andi öldum.
Hvað eigum vér að segja um aðra eins sögu og þessa?
Áreiðanlek hennar sýnist ekki unnt að draga í efa. ErU
nokkur einstök atriði í henni, sem sérstaklega er vert
að gefa gaum og athuga frá sálrænum sjónarmiðum, í
þeirri von, að finna, hver lögmál ráða þessum fyrirbærum?
Eitt slíkt atriði er það, að hin ósýnilegu öfl, sem þarna
hafa verið að verki, sýnast hafa haft sérstakt ógeð á
blýkistunum. Meðan trélíkkistan var þarna ein, kom ekkert
fyrir. Að hún skemmdist, sýnist hafa verið alveg eðlilegt,
og þegar búið var að binda hana aftur saman, var hún
ekki hreyfð. Ef hún hefur eitthvað skemmzt getur það
hafa stafað af því, þegar verið var að umturna blýkistun-
um í kring um hana. Þetta er eitt atriði, sem vert er að
gefa gaum. Annað slíkt atriði er það, að öll sálræn fyrir-