Morgunn - 01.06.1949, Page 78
72
MORGUNN
geti ef heppileg skilyrði eru fyrir hendi, tekið á sig næsta
furðulegar og kynlegar myndir. Ég veit, að þetta er til-
gáta, sem enn er ekki hægt að slá fastri, en eftir ýtarlega
umhugsun kemst ég ekki fram hjá henni. Þessi tilgáta
kemst nokkuð áleiðis til þess að skýra, eða a. m. k. að
kasta nokkru ljósi á það, að frá ómunatíð hafa menn
orðið varir kynlegra hluta á þeim stöðum, þar sem of-
beldisverk eða morð hafa verið framin. Hugsum oss, að
hin ósýnilega vera mannsins sé tvískipt, skiptist í hina
æðri veru, sem heldur áfram sem andi, og í hina lægri-
sem er þá hinar lægri hvatir mannsins og hin ónotaða
lífsorka. En sé þessu þannig farið, verður auðsætt, að
það er hin lægri vera, lífsaflið, sem enn var ekki notað til
fulls vegna hins ofbráða, ótímabæra dauða, sem er að
verki á dánarstaðnum og lætur sig þar í ljós í allskonar
hálf vitigæddum kynjamyndum. 1 draumalífi voru verðum
vér óneitanlega stundum vör einhverrar slíkarar tvískipt-
ingar. Vér höfum stundum meðvitund um það, er vér
vöknum, að æðri hluti veru vorrar hafi verið í snertingu
við háan, andlegan veruleika. En svo getur aftur verið
reynsla vor sú, ef vér vöknum, að draumar vorir hafa
verið hreinasta rugl, skynsemdarlaust, þótt oss hafi virzt
í svefninum algerlega raunverulegt. Þarna hefir hinn
óæðri hluti veru vorrar verið að verki, skynsemdarlaus og
dómgreindarlaus. Þetta er raunar efni, sem enn er ekki
hægt að rökræða, en þeir tímar eru liðnir, að hægt sé að
komast fram hjá þessum hlutum með því einu að kalla
þá hleypidóma, hégóma og hjátrú. Einhver skynsamleg
rök hljóta að liggja til grundvallar fyrir þessum hlutum-
Með vaxandi þekkingu eigum vér að færast því nær, að
þekkja þessi rök.
Að lokum hlýtur þessi spurning að vakna með oss:
Hvert er markmiðið með þessum fyrirbrigðum, sem sÖg-
umar sögðu frá? Um a. m. k. tvær þeirra getum vér séð,
að markmiðið var það, að fá líkin grafin. Það er bersýni-
legt, að af einhverjum ástæðum hefur þess verið óskað,