Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Síða 81

Morgunn - 01.06.1949, Síða 81
MORGUNN 75 eftir að hann kom í húsið, fór hann að verða var við undarleg hljóð í húsinu, sem smám saman urðu svo há- vær, að — svo ég noti eigin orð hans — ,,það var eins og gufuvél væri að fnæsa og smella í herberginu, sem var niðri undir herbergi minu.“ Ekkert sást í sambandi við þetta, en hávaðinn heyrðist stöðugt og tveir af gestunum, sem komu, heyrðu þetta alveg eins vel og presturinn sjálfur. Sjálfur var presturinn óvenjulega næmur maður fyrir sál- rænum áhrifum, og eina nóttina bar það fyrir hann í vöku eða draumi, sem var svo ljóst, að hann ákvað að fara eftir því. Þegar hann kom niður morguninn eftir, spurði hann gömlu konuna, hvort ekki væri eitthvert her- bergi niðri í húsinu, sem ekki væri notað. Hún sagði, að svo væri. Hann fór nú inn í þetta herbergi, og hann sá þar nákvæmlega það, sem hann hafði séð í draumi sínum: lítið, rykfallið herbergi, fullt af köngulóarvefjum, með smáhrúgum af gömlum guðsorðabókum í hornunum. Hann gekk rakleiðis að einni af þessum bókahrúgum, tók þar eina bókina, alveg eins og hann þóttist hafa gert í draumi sínum, opnaði hana, tók út úr henni skrifaða pappírsörk, leit á hana til þess að ganga úr skugga um, að það væri sama örkin, sem hann þóttist hafa tekið um nóttina, fór með hana fram í eldhús og hreinsaði rykið af henni á grind- inni í eldavélinni. Nú gat hann lesið það, sem skrifað hafði verið á örkina. Þetta var uppkast að skriftamáli, skrifað af einhverjum, sem áður hafði búið í húsinu. Skriftamálið var sjúklega nákvæmt og syndaupptalningin slík, að þar var margt sagt, sem ekki er hægt að birta opinberlega. Sennilega hefur maðurinn dáið skömmu eftir að hann skrifaði þetta skriftamál, endurminningin um þetta skjal, sem hann hafði látið eftir sig, hefur kvalið hann, og hann valdið þessum reimleikum til þess að fá skjalið eyðilagt. Eftir þetta varð slíkra hluta ekki vart í þessu húsi. Þetta er saga, sem er tvímælalaust sönn, en saga, sem enginn efasemdamaður getur skýrt. Ef undirvitund sögu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.