Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Page 82

Morgunn - 01.06.1949, Page 82
76 MORGUNN manns míns — og undirvitundinni er alltaf verið að hampa sem skýringu á öllum sálrænum fyrirbrigðum, — þótt undirvitund hans hefði getað sagt honum, að þetta skjal með skriftamálinu væri falið barna í bókinni, hefði hún aldrei getað gert allan þennan hávaða, sem leiddi athygli hans að skjalinu. Þetta er staðreynd, sem krefst þess, að hún sé athuguð. Hinn óhamingjusami andi framliðna mannsins, sem skilið hafði skjalið eftir sig, hefur annað tveggja fengið kraft til fyrirbrigðanna frá gömlu þjónustu- konunni í húsinu, eða það, sem líklegra er, fengið kraft sinn frá unga prestinum, sem er mjög sálrænn, eins og áður segir, en það er eftirtektarvert, að þennan kraft getur hinn framliðni alls ekki notað til þess að eyðileggja skjalið sjálfur, eins og hann hefði vafalaust helzt kosið, heldur verður hann að fara þessa krókaleið til að fá þessum vilja sínum framgengt. Þessi staðreynd er merkileg, en hún er alveg vafalaus. Allar áreiðanlegar sögur, sem vér höfum af öndum, sem reika um jarðbundnir vegna þess, að þeir hafa áhyggjur af einhverju á jörðunni, fjársjóðum, skjölum eða öðru þessháttar, sýna einmitt þetta, sem hér er um að ræða, og það er eðlilegt, að vér spyrjum: Hvers- vegna geta þeir ekki fengið vilja sínum framgengt sjálfir? Hversvegna þurfa þeir annarra manna hjálp til þess? Og svarið hlýtur að vera þetta: Þeir hafa ekki kraft til þess. það væri andstætt lögmálinu. Ég er sannfærður um, að öll þessi fyrirbrigði eru ekki send oss til þess að skemmta oss með sögum, sem gaman er að heyra sagðar, en gleymast síðan. Ég er sannfærður um, að þessi fyrirbrigði eru send oss til þess, að þau séu uppistaða og ívaf að nýjum andlegum klæðnaði, sem vér eigum að vefa fyrir nútímakynslóðina. Vér lifum á öld, sem raunar hefur krafizt tákna, en sem reynist blind a táknin, þegar búið er að gefa henni þau. Ég fæ ekki skilið hugarástand þeirra manna, sem telja sannanirnar fyrir framhaldslífinu, sem fram koma í Ritningunni, stór- miklis virði, en reynast bæði blindir og heyrnarlausir,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.