Morgunn - 01.06.1949, Síða 85
MORGUNN
79
bölvandi hinum ósýnilega óvini, sem fylgdi honum. Eng-
inn hundur þreifst í návist hans, og jafnvel ættingjum hans
var svo ógnað, að hann varð að flýja heimili sitt af ótta
við, að móðir hans og systir myndu annars verða að fara
í geðveikrahæli. „Þetta er þung refsing," sagði hann við
frú Carter Hall, „en vera má, að ég hafi til hennar unnið.“
Það kann að vera, að þessi játning hans hafi verið eins og
bjarmi af nýjum og betra degi fyrir hann.
Jón Auðuns þýddi.
Ákveðinn fyrirboði um útför og andlát.
Eftir Einar Jónsson frá Gunnarsholti.
Það mun hafa verið í febrúarmánuði 1924, að ég var
á heimleið frá beitarhúsunum í Gunnarsholti, í mjög góðu
veðri og á auðri jörð um miðjan dag. Vegalengdin er um
20 mínútna gangur. Þegar ég hafði gengið í svo sem
6—8 mínútur, verður mér litið heim til bæjar. Sé ég þá
að líkfylgd kemur vestan Geldingalækjargötur og stað-
næmist á Gunnarsholtshlaði, en heldur síðan áfram austur
grundirnar, sem leið liggur að kirkjustaðnum á Keldum.
Ég sé glöggt, að það er Árni bróðir minn, sem þarna er
fluttur til grafar. Hann var þá til heimilis að Geldingalæk
hinum vestri.
Ég sá, að líkfylgdin var ekki stór, en þótti það eðlilegt,
því að snjór var mikill og norðan harðviðri í sýn minni. Ég
þekkti allt fólkið og þótti mér þar engan vanta, miðað við
veðurfarið, nema sjálfan mig, og þótti það alleinkennilegt.
Ég sá þá að Bleikur minn dró líkkerruna. Þá hvarf þessi sýn.
Nú líður timinn og ég gat ekki gleymt þessu, en hafði
þó sterkan hug á að losna við þessar hugsanir, því bæði
var það, að ég taldi mig enga dulræna hæfileika hafa, og