Morgunn


Morgunn - 01.06.1949, Side 86

Morgunn - 01.06.1949, Side 86
80 MORGUNN annað hitt, að Árni bróðir minn var stálhraustur maður, á hádegi lífsins, og lífið sýndist brosa við. Nei, þetta var rugl. Svo er það nótt eina nokkru síðar. Þá dreymir mig, að við bræður og fleira heimilsfólk erum að færa upp mó. Þegar við erum búin að taka upp úr gröfinni, setzt fólkið til að hvíla sig, en við Árni förum að hlaupa yfir gamlar grafir, fullar af vatni, en þetta höfðum við oft leikið, meðan við vorum drengir. Við hröpum báðir ofan í, Árni á undan og hverfur. Ég á eftir og veð í háls, en hef mig upp og kalla: Árni, — svo hátt, að fólkið vaknaði allt í baðstofunni. Eftir þetta var ég ekki í vafa um, hvað ætti að ske, enda kom ráðningin fljótlega. Árni veiktist af lungnabólgu og andaðist eftir fimm daga legu á afmælisdaginn sinn, 9. marz, 35 ára gamall. Ég var fenginn til að vaka yfir honum, en smitaðist og lagðist óðara og ég kom heim. Jarðarförin fór svo fram, að þar kom fram hvert ein- asta atriði eins og ég hafði áður séð það. Þar vantaði engan mann og enginn hafði bætzt í hópinn, snjór var og norðan harðviðri. Bleikur gamli dró líkkerruna. Sjálfur gat ég ekki verið við jarðarförina, því að ég lá veikur. ✓

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.