Morgunn


Morgunn - 01.12.1962, Page 25

Morgunn - 01.12.1962, Page 25
MORGUNN 111 máls fyrir kaþólska guðíræði, trúfræði og siðfræði, og ekki sízt gildi þess fyrir kristilega heimspeki". Og hann segir ennfremur: „Ef réttum skilyrðum er fullnægt, eins og þeim að forvitnisleikur með ójarðneskar verur er útilokaður, hafa kirkjuleg (kaþ.) vísindi síður en svo neitt á móti vísindalegu rannsóknum hins dularfulla. Þau ættu miklu fremur að óska þess, að slíkar rannsókn- ir yrðu reknar af ábyrgum kaþólskum mönnum, því að í framtíðinni yrði það bæði hörmulegt og hættulegt að þessar rannsóknir yrðu reknar af andkristnum mönnum einurn". Rannsóknir dularfullra fyrirbæra og sálgæzlan. Próf. Hohenwarter heldur áfram sínu máli. „Sálgæzlustarf vorra tíma er í ríkara og ríkara mæli þjónusta við fólk, sem beðið hefir andlegt og líkamlegt. skipbrot. Tjón það, sem menn hafa beðið á trú sinni og siðgæði, er miklu alvarlegra en allur eignamissir. En nú- tímatækni Vesturlanda gefur fólki greiða leið að margs- konar nautna- og deyfilyfjum. Tvennt fer saman, af- kristnun geigvænlegs fjölda manna og þáð, að fólkið verður móttækilegt fyrir áróður sértrúarflokkanna. Það tvennt verður að fara hjá oss saman, að vér afhjúpum lygi-spámenn og leitum í sálgæzlu vorri hinna dýpri or- saka vandamálanna. Eigum vér þá að leggja stund á parapsychologíu ? Ég svara eindregið játandi. Ég svara út frá reynslu minni í sálgæzlustarfi og ég svara með efnishyggju vorra tíma í heimsskoðun og nautnalífi í huga. Þessi marghöfðaða óvættur rænir marga trúnni á líf eftir dauðann og eilífa ábyrgð mannsins. Hinn óheillavænlegi efi um framhald lífsins gengur nær og nær kristindóminum. Til margra nútímamanna náum vér ekki lengur með hinum gömlu prestaguðfræðilegu aðferðum. Þeir verða ekki sannfærð- ir með öðru en ómótmælanlegum staðreyndum. Menn með heilbrigðu hugsana- og tilfinningalífi krefjast sann-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.