Morgunn - 01.06.1972, Blaðsíða 24
22
MORGUNN
þrír vorum saman í fangelsinu. Nielsen sannfærði Pelle um
það, að einhvern daginn yrði hann einræðisherra Norðurlanda,
að hann yrði meiri en Hitler, að hann yrði leiðtogi allra Ger-
mana og norrænna manna. Nielsen hefur vald á dáleiðslu og
eftirsefjun. Pelle var auðvelt fórnardýr. Tímann sem við dvöld-
umst í fangelsinu var hann gangandi brúða, í trúar-pólitískum
transi. Eins konar uppvakningur, sem hlýddi Nielsen i blindni
án nokkurs sjálfstæðs vilja.
Ég sá hann gefa alla peninga sina, hringi og verðmæti meist-
ara sínum og húsbónda.
Þetta var mér dularfull ráðgáta og ég reyndi að fvlgjast með
því sem var að gerast. Þetta tók sinn tíma, en þessu tók ég eft-
ir: í hvert skipti sem Pelle sá merkið X þá féll hann í dásvefn
og hlýddi skipunum Nielsens út í yztu æsar. Þegar Pelle sá X
lamaðist hann, eins og stirðnaði upp — bara við að sjá tvö ská-
höll strik — X. Það brá slikju yfir augu hans og hann varð
þræll þessa manns.
Pelle hélt á byssunni og drap mennina tvo. En það var Niel-
sen, sem — í margra kílómetra fjarlægð — þrýsti á gikkinn.“
Christensen gætti þess að ihuga þessa frásögn og gefa henni
gaum. Annað hvort var maðurinn sem sat fyrir framan hann
geðsjúklingur eða sagði hér frá einhverju furðulegasta máli í
allri sögu dáleiðslunnar og glæpafræðinnar.
Þar sem hann vildi láta einskis ófreistað sneri hann að
samtalinu loknu aftur til skrifstofu sinnar og kallaði fyrir sig
þrjá geðlækna, til þess að ráðgast við þá um málið. Samkvæmt
ráðum þeirra var ákveðið að stefna Pelle ekki fyrir rétt fyrr en
hann hefði gengizt undir ítarlega læknis- og sálfræðirannsókn.
Og nú fóru aðrar staðreyndir að stinga upp kollinum. Eftir
að Bjöm Nelsen hafði afplánað fangelsisvist fyrir stjómmála-
starfsemi sína, var svo að sjá sem hann hefði reynt að lifa heið-
arlegu lífi. Eiginkona hans var virðingarverð löghlýðin kona,
sem bersýnilega elskaði manninn sinn. Vissulega drakk hann
of mikið gin í hafnarknæpunum og vingsaðist á milli kvenna,
en svona vfirleitt virtust athafnir hans saklausar.