Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Síða 42

Morgunn - 01.06.1972, Síða 42
40 MORGUNN hversu honum beri að haga sinni lífsgöngu hér á jörðu til þess að vinna sér sálubót, og til að undirbúa þroska sinn á þeirri ei- lífðarbraut, er stefnir til sameiningar sálarinnar við hinn æðsta veruleika, — eða eins og það er orðað í Orðskviðum Sólómons: „Laun réttlátra er Drottinn11. Nú munu einhverjir eflaust hugsa, þetta er dularfullt tal og næsta lítið á þessum vangaveltum að græða. — Er ekki þetta allt svífandi í lausu lofti og beinlínis hugarflug út í bláinn? Við viljum gjarnan heyra eitthvað um frásagnirnar af þeim raun- veruleika að handan, sem þessar rituðu opinberanir eiga að birta þeim er vilja leita og rannsaka, eftir þvi sem við verður komið. — Þetta er mér einkar ljúft að gera, enda var það lil- gangurinn; að vísu verður að stikla á stóru vegna tímans, en vonandi tekst að leiða fram nokkur atriði, sem geta orðið efni til hugleiðinga og gefið innsýn í hvað menn geta átt von á að finna með leit og grannskoðun upplýsinganna, en á slíkri að- ferð er einmitt mikið að græða, eins og nánar skal vikið að. Brezki lávarðurinn og hershöfðinginn Dawding hefur ritað merka bók, er hann nefndi Margar vistarverur. Bók þessa rit- aði hann eftir að hafa lesið fjölda bóka um sálarrannsóknir og dularreynslu, en án þess að hafa sjálfur nokkru sinni kynnzt miðilsfyrirbærum af eigin raun. Hann sagðist hafa fengið þó köllun, er hann hætti störfum sem yfirforingi brezka flughers- ins í síðustu styrjöld, órið 1943, — en hann stjórnaði loftvörnum Lundúna gegn Þjóðverjum, — að hugga þær hrelldu sálir er átt höfðu syni, feður og aðra aðstandendur, sem tapað höfðu lífi sínu undir hans stjórn í hinum æðislega hildarleik. — Hann segir í formála bókarinnar að þrátt fyrir skort á eigin reynslu hafi hann við lesturinn á bókum þeim, er hann vísar til, öðlazt slíka vissu um framhaldslífið, að hann hafi aðems eitt um það að segja, en það er: „Ég get ekki annað en trúað“. Þessi bók var þýdd á íslenzku árið 1948, af Víglundi Möller og Krist- mundi Þorleifssyni. Það, sem merkast er þó við fræðslu af þessu lagi, er hin og í því eru fólgnir fjölþættir lærdómar. — Ef timinn leyfði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.