Morgunn


Morgunn - 01.06.1972, Side 44

Morgunn - 01.06.1972, Side 44
42 MORGUNN ástand eða viðhorf sem skapaðist þegar maðurinn gleymdi hinni Guðlegu forsjón, og færi að þakka sér og eigin snilli allt, er homnn hlotnaðist. Þá héldi hið illa innreið sína í líf mannsins. Hann hætti að virða ábyrgð sina gagnvart Guði og mönnum, því hann væri, samkvæmt eigin skilningi, sinn eigin örlaga- smiður og ætti rétt á að drottna yfir jörðinni, fyrir yfirburði sína og gáfur, — eftir eigin geðþótta. Hann teldi sig geta gert allt, sem hugur hans girntist, og engan liemil þurfa að hafa á sjálfselsku sinni, en þannig hætti hann að virða nokkurs rétt annara. Kærleikurinn hyrfi þá úr lífi hans og hið illa réði þar ríkjum. Adam segir hann vera tákn skynseminnar í eðli mannsins, en Evu tákn tilfinninganna, og að þessi öfl væru það, sem ávallt og eiliflega berðist um yfirráðin í lífi mannsins. — Aldingarðurinn Eden hafi þannig aldrei verið til á jarðríki. Hann tilheyrði ríki andans; og ef lifað sé eftir lögmálum and- ans, þá lifum vér í þessum aldingarði kærleikans bæði þessa lífs og annars. Spekingar Austurlanda benda á það sem vizkuleiðina, að læra að temja tilfinningar, eða tilhneigingar og ilanganir sín- ar —- girndirnar. —— Til þess kenna þeir aðferðir, sem i sjálfu sér þarfnast langra og nákvæmra útskýringa, en sem þó er hægt að setja fram í fáum orðum, og jafnvel að þjappa saman í eitt einasta orð; en að læra að færa anda þessara hugtaka, eða hugtaks, inn í hið daglega líf sitt, er örðugt og vandasamt, og jafnvel hættulegt, án persónulegrar leiðsagnar. — Lykil- orðið er að vera óháZur. Það lætur ekki mikið yfir sér, en hvernig á að útfæra eða innleiða slíkt hugarástand innra með sjálfum sér, án þess að rata í villu; en slik villa er óhóf í út- færslunni til annarar hvorrar áttarinnar: of mikill strangleiki annars vegar, eða kæruleysi hins vegar. Kemur hér til hinn vandrataði, mjói vegur meðalhófsins. Þótt einfalt virðist við fyrstu sýn, þá er það hinn vandamesti galdur að rata hann í gegnum þokugöngu hins daglega lífs, og útheimtir mikið þol- gæði og árvekni. Á þeim vegi faila flestir, en engir komast hjá að hnjóta. — Stöðug viðleitni, einlægur ásetningur og staðfesta gegn hvers konar freistingum er það, sem til þarf. — í Faðir-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.