Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 6

Faxi - 01.12.1983, Síða 6
vita sér þar með, - fyrir hans verð- skuldan, - borgið - hér í tímans heimi - og í eih'fðinni líka. Við vitum áreiðanlega öll, - af eigin reynslu, hve mikils virði það er, mannlega talað, - að eiga góða og trausta vini á vegferðinni í gegn- um lífið, hve mikinn kraft og styrk kærleikur þeirra hefir oft og tíðum gefið okkur. Sjálfur hlýt ég - heils hugar - og með mikilli gleði að játa, að vinátta og kærleikur sam- ferðafólksins hefir skapað mér ómældar sólskins- og gleðistundir í liðinni tíð, - og allt til þessa dags. Það hefir verið mín gœfa að eiga samleið með góðu fólki. f»etta á ekki síst við um fyrstu árin mín hér í Keflavík, - á meðan ég enn var ungur, - og óreyndur við störf á þeim mannlífsakri, sem mér hafði hér verið trúað fyrir. Ég man, - hve oft ég fann mig umvafinn óverðskulduðum kær- leika - og einlægri fyrirbæn. Ekki halla ég á neinn - eða geri öðrum rangt, þótt ég segi, að fyrsti ferm- ingarárgangurinn minn - sem ég fermdi vorið 1953, 24., 25. og 31. maí - á hvítasunnu og trínitatis fyrir réttum 30 árum - hafi jafnan skipað sérstakan sess í huga mín- um. Okkar í milli skapaðist þegar í upphafi sérstakt samband gagn- kvæmrar vináttu, sem frekar hefir styrkst en rofnað á áranna rás. Þess kærleika, sem frá ykkur streymdi jafnan, vinir mínir, naut ég á ótalmargan hátt, - bæði beint og óbeint, - öll 23 árin, sem ég þjónaði hér syðra. Samskipti okk- ar verða mér sístætt dæmi um blessunaráhrif mannlegs kærleika. Og þegar ég svo einnig hugsa um það, - hversu dásamlega Guð hefir leitt okkur og blessað, - bæði í meðlæti og mótlæti, - þá fyllist hugurinn helgri þökk til hans, sem vissulega ,,er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti" eins og Jó- hannes postuli kemst að orði á ein- um stað, og það vil ég fullyrða, að hafi eitthvað áunnist - til gagns og blessunar í starfi mínu hér syðra, - þá er það, - næst Guðs náð, - kær- leika ykkar, - fyrstu fermingar- barnanna minna að þakka í langt- um ríkari mæli en þið sjálf getið gert ykkur grein fyrir. - Margar hugljúfar - og hjartfólgnar minn- ingamyndir á ég í barmi geymdar frá starfinu hér í kirkjunni, - og í prestakallinu yfirleitt. - Mér var það alveg sérstaklega mikil gleði, að eiga þess kost að skíra litla dótt- ur einnar af mínum fyrrverandi fermingardætrum hér í dag. Það minnti mig á skím lítils drengs, sem ég framkvæmdi hér í Keflavík fyrir mörgum árum - að vorlagi. - Ég hafði h'ka fermt þá móður á sínum tíma. En þegar skímin fór fram, hafði hún nýlokið stúdents- prófi. Ég spurði hana hvort hún hefði ekki átt erfiðara með að ein- beita sér að próflestri og prófum vegna umhugsunarinnar um litla frumburðinn, sem hún hlaut að dvelja í fjarlægð frá. - Hún kvað nei við því, og sagðist hafa talið það skyldu sína, ekki síst litla son- arins vegna, að ná eins góðu prófi og kostur var á. -, ,En“ - bætti hún við, um leið og hún brosti hlýju björtu móðurbrosi, ; ,,ég hafði myndina af honum með mér í öll prófin, -og ég fann, að í hvert sinn sem ég leit á hana, fór mér að ganga betur.“ Ég skildi hana vel. Það var kraftur móðurkærleikans FRAMHALD Á BLS. 290 GUBSQHD FERMINGARBÖRNIN í KEFLAVÍKURPRESTAKALLIVORIÐ 1953. FYRSTU FERMINGARBÖRN SÉRA BJÖRNS JÓNSSONAR. Fremst: Jóhanna Tyrfíngsdóttir, Ásmunda Sigrún Benediktsdóttir, Anna Þorgnmsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Sólveig G. Sigfúsdóttir, Kristjana Bjömsdóttir,séra Bjöm Jónsson, Birgir Guónason, Karl Steinar Gudnason, Konráð H. Júlíusson, Guðmundur Valur Ólafsson, Kristján A. Jónsson, Mar- geir Sigurbjörnsson, Brynjar Valdimarsson, Hannes Reynir Sigurðsson, Heiðar Þór Hallgrímsson. Önnur röð: Kolbrún Sigurðardóttir, Inga Kristín Guðmundsdóttir, Bára Erna Ólafsdóttir, Ingólfur Þ. Falsson, Gísli Grétar Ólafsson, Halldór G. Bárð- arson, Níels Jónsson, Stefán Þór Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Gylfi Arnar Pálsson, Heiðar Magnússon, Lýður Ámason. Þriðja röð: Lára Steinþórsdóttir,Jana Erla Ólafsdóttir,Júlíana Sigríður Elen- tínusdóttir, Vilborg Guðleifsdóttir, Ingunn Guðnadóttir, Eysteinn J. Jóseps- son, Júlíus Grétar Bjarnason, Sverrir Jóhannsson, Einar Jóhannsson, Bjöm Ósberg Helgason, Birgir Friðriksson, Ævar Guðmundsson, Þórður Þorsteins- son. Fjórða röð: Elsa Lilja Eyjólfsdóttir, Elísabet Lúðvíksdóttir, Sólveig Steinunn Jónsdóttir, Guðrún María Guðmundsdóttir, Sólveig Guðný Gunnarsdóttir, Alda Steinunn Jensdóttir, Einar Erlendsson, Sigurður B. Kristinsson ogjón Stefánsson. Ingibjörg Guðrún Sigurjónsdóttir og Kristinn Þór Guðmundsson voru einnig í fermingarhópnum, en þau em ekki á myndinni. 206-FAXI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.