Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1983, Side 11

Faxi - 01.12.1983, Side 11
í svartasta skammdegi síðasta vetrar var tendrað lít- ið Ijós við háborð Rotarykklúbbs Keflavíkur. Tilefnið var að minnast látins félaga, Helga S. Jónssonar, sem oft hafði á táknrænan hátt verið Ijósvaki frá sama há- borði þar sem ,,kveikt var Ijós af Ijósi og skapað Ijós- kerfi milíi félaga og gesta þeirra í von um aukin innri tengsl — aukinn skilning, samhug og aukna vináttu. Rotaryfélagar og margir eldri Suðumesjamenn sem voru gestir á jólafundum Rotaryklúbbs Keflavíkur hafa oft haft orð á því hve mikil hátíðarstemning var yfir þessum samkomum. Helgi S. Jónsson, einn af stofn- endum klúbbsins, átti veg og vanda að sköpun þeirrar hefðar sem gerði þessar hátíðarstundir svo eftirminni- legar. Höfundur eftirfarandi frásagriar, Kristinn Reyr, skáíd, átti um langt árabil menningarlegt samstarf við Helga í ýmsum félögum og að margvíslegum verkefn- um, hann þekkti manna best fjölþætt áhugamál Helga og fjölhæfni hans, skapgerð hans og lífsmáta. Kristinn var því sjátfkjörinn til að annast þá minningarstund er fram fór í klúbbnum okkar 30. desember 1982, daginn eftir að Helgi hafði fengið hinsta hvílubeð hjá móður- jörð. Þegar forseti klúbbsins hafði tendrað Ijós á kerti við háborðið, rifjaði Kristinn upp kynni sín við Helga, svo og helstu æviatriði hins látna og umsvif hans ífélags- og menningarmálum. — eins og fram kemur að stofni tit i eftirfarandi orðum. JT. BLIKAR MÉR STJARNA STÖK Þjóðkunnur Keflvíkingur, Helgi S. Jónsson - lést á Landspítalanum 18. desember sl. efti stutta dvöl þar, aðallega til rannsóknar. Til stóð, að hann fengi jólaleyfi frá sjúkrahúsinu yfir komandi hátíðar - en þá kom sá gesturinn í heim- sókn, sem hvorki fer í manngrein- arálit né gerir boð á undan sér. Og ævin var öll. Dögum áður, staldra ég við á stofunni hjá Helga. Og eins og fyrri daginn, er við finnumst, getur svo sem allt borið á góma - allt nema sjúkleiki hans sjálfs. - Mér líður vel, svarar hann að- eins, aðspurður. Samt veit ég, að hann hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár. Og oftar en einu sinni verið lagður inn á sjúkrahús. En vol og víl framgekk ekki af hans munni, hvorki við sína nánustu né aðra. Handtakið er að venju hlýtt og létt yfir kveðjuorð- um. Eg kveðst koma bráðlega aft- ur. En þá er hann, skátaforinginn, ekki lengur í tjaldstað. Farinn heim. Helgi Sigurgeir Jónsson, fæddist 21. ágúst 1910 í Hattardal í Álfta- firði vestur og hafði því tvo um sjötugt er hann lést. Foreldrar hans voru þau Hattardalshjón, Sigríður Sigurgeirsdóttir og Jón Helgi Ásgeirsson, bóndi og tré- smiður. Bræður Helga voru, Olgeir skrifstofumaður, Frið- steinn veitingastjóri og Bjöm verkstjóri, allir látnir. Uppeldis- systur þeirra voru, Guðrún Helga- dóttir, sem er látin, en á lífi er Sigríður Benjamínsdóttir. Á bemskuárunum í Hattardal varð skólaganga Helga aðeins tíu vikur einn veturinn. En því betur lærði hann á bók náttúmnnar og kom að góðu haldi síðar, er hann gerðist meðal annars skáti og fjall- göngugarpur. En til Reykjavíkur fluttist Helgi með foreldrum sínum 1925. Um það leyti veiktist hann af liðagigt og lá rúmfastur á annað ár. Nam hann þá af bókum þau fræð- in, sem hugurinn stóð helst til, en framhaldsnámið var í skóla lífsins. Par var margt prófið þreytt og sum hver með ágætum. í Reykjavík verður sveinninn úr Hattardal þekktur sem Helgi hjá Tómasi - að Laugavegi 2. Far reið- ir hann kjötöxina fimlega til höggs á skrokk eftir skrokk - í spað fyrir uppábúnar frúr með slegið sjal og skotthúfu. Fleira verður þó til að gera nafn hans munntamt um þess- ar mundir heldur en kjöt í pott: Litla leikfélagið - en Helgi var for- maður þess og lék í barnaleikritum Oskars Kjartanssonar við loflegan orðstír. Og svo var það pólitíkin. t>á var nú líf í þeim tuskunum - rauðum, bláum eða brúnum. Marsérað á Lækjartorg eða austur að kola- bing. Og talað allt að því tungum. Helgi var í fylkingarbrjósti - þá liðlega tvítugur, ritstýrði eldfimu, hápólitísku blaði og fór í framboð við bæjarstjórnarkosningar. En dag nokkurn 1934, er hann á burt úr bænum. Sagður kominn suður með sjó. í Keflavík hófst nýr og varanleg- ur kapítuli í lífi og starfi Helga S. Jónssonar. Hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu, Þórunni Ólafs- dóttur, þann 7. desember 1940. Dóttir þeirra er Guðrún Sigríður, búsett á Bermúda, en dóttir Helga Helgi S. Jónsson. frá fyrri tíð er Ingibjörg, búsett í Reykholti. Foreldrar Þórunnar voru Guðrún Einarsdóttir frá Sandgerði og Ólafur J. A. Ólafs- son, kaupmaður í Keflavík. En eftir lát hans, rak Guðrún verlsun- ina áfram í áratugi ásamt póstaf- greiðslu. Helgi gerðist skrifstofustjóri hjá hf. Keflavík, rak verslunina Vatnsnes 1941-’52, þá skrifstofu- maður, heilbrigðisfulltrúi og slökkviliðsstjóri, síðar heiðursfé- lagi þess. Hann gegndi og ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Keflavíkur- bæ og fleira mætti telja, svo sem fréttamennsku fyrir útvarp og Morgunblað. En félagsstörf og framfaramál Keflavíkur áttu jafn- framt hug hans óskiptan. Andi skátahreyfingarinnar heill- aði Helga sem ungan mann og fylgdi honum að endadægri. Skátafélagið Heiðabúa stofnaði hann 1938, ásamt sjö efnispiltum og var félagsforingi næsta aldar- fjórðung, þá heiðursfélagi. Hlaut einnig heiðursmerki skáta, ,,sva- stikka". Varða er merki Heiða- búa, en Helgi var ótrauður að varða ungmennum veg um sína daga. Ritari Ungmennafélags Kefla- víkur var hann í tíu ár - en í þann tíð lét félagið mjög að sér kveða, svo sem í íþróttamálum, byggingu sundlaugar, leikstarfsemi og stofn- un byggðasafns. Heiðursfélagi UMFK varð Helgi 1979. Hann var einn af stofnendum Rótaryklúbbs Keflavíkur 1945 og Hringfara 1964, en þeir lögðu jafnan öræfin undir fót og komst sá garpskapur á þrykk í bundnu sem óbundnu máli. Samstarf okkar Helga, á Kefla- víkurárum mínum, var bæði náið og víðtækt. Og batt okkur tryggða- böndum, sem brustu ekki þótt skylfu lönd. Báðir vorum við í fé- lögum, sem töldust hafa framfara- og menningarmál að leiðarljósi. Og báðir þeirrar náttúru að varpa fram hugdettum, sem þóttu frá- leitar og fóru beint í vaskinn. Sum- ar hverjar sáu þó dagsins ljós í framkvæmd, er frá leið. Dæmi um skelegga framgöngu og snör handtök Helga, þegar mik- ið lá við - er sögusýningin Mjall- hvíta móðir, á ársafmæli lýðveldis- stofnunar 17. júní 1945. Hrepps- nefndin fól okkur að velja bók- menntaefni, semja og æfa fjölda fólks - með einnar viku fyrirvara. Það tókst og varð tveggja tíma verk í flutningi. Svo sannarlega var FAXI-211

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.