Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 11

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 11
í svartasta skammdegi síðasta vetrar var tendrað lít- ið Ijós við háborð Rotarykklúbbs Keflavíkur. Tilefnið var að minnast látins félaga, Helga S. Jónssonar, sem oft hafði á táknrænan hátt verið Ijósvaki frá sama há- borði þar sem ,,kveikt var Ijós af Ijósi og skapað Ijós- kerfi milíi félaga og gesta þeirra í von um aukin innri tengsl — aukinn skilning, samhug og aukna vináttu. Rotaryfélagar og margir eldri Suðumesjamenn sem voru gestir á jólafundum Rotaryklúbbs Keflavíkur hafa oft haft orð á því hve mikil hátíðarstemning var yfir þessum samkomum. Helgi S. Jónsson, einn af stofn- endum klúbbsins, átti veg og vanda að sköpun þeirrar hefðar sem gerði þessar hátíðarstundir svo eftirminni- legar. Höfundur eftirfarandi frásagriar, Kristinn Reyr, skáíd, átti um langt árabil menningarlegt samstarf við Helga í ýmsum félögum og að margvíslegum verkefn- um, hann þekkti manna best fjölþætt áhugamál Helga og fjölhæfni hans, skapgerð hans og lífsmáta. Kristinn var því sjátfkjörinn til að annast þá minningarstund er fram fór í klúbbnum okkar 30. desember 1982, daginn eftir að Helgi hafði fengið hinsta hvílubeð hjá móður- jörð. Þegar forseti klúbbsins hafði tendrað Ijós á kerti við háborðið, rifjaði Kristinn upp kynni sín við Helga, svo og helstu æviatriði hins látna og umsvif hans ífélags- og menningarmálum. — eins og fram kemur að stofni tit i eftirfarandi orðum. JT. BLIKAR MÉR STJARNA STÖK Þjóðkunnur Keflvíkingur, Helgi S. Jónsson - lést á Landspítalanum 18. desember sl. efti stutta dvöl þar, aðallega til rannsóknar. Til stóð, að hann fengi jólaleyfi frá sjúkrahúsinu yfir komandi hátíðar - en þá kom sá gesturinn í heim- sókn, sem hvorki fer í manngrein- arálit né gerir boð á undan sér. Og ævin var öll. Dögum áður, staldra ég við á stofunni hjá Helga. Og eins og fyrri daginn, er við finnumst, getur svo sem allt borið á góma - allt nema sjúkleiki hans sjálfs. - Mér líður vel, svarar hann að- eins, aðspurður. Samt veit ég, að hann hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár. Og oftar en einu sinni verið lagður inn á sjúkrahús. En vol og víl framgekk ekki af hans munni, hvorki við sína nánustu né aðra. Handtakið er að venju hlýtt og létt yfir kveðjuorð- um. Eg kveðst koma bráðlega aft- ur. En þá er hann, skátaforinginn, ekki lengur í tjaldstað. Farinn heim. Helgi Sigurgeir Jónsson, fæddist 21. ágúst 1910 í Hattardal í Álfta- firði vestur og hafði því tvo um sjötugt er hann lést. Foreldrar hans voru þau Hattardalshjón, Sigríður Sigurgeirsdóttir og Jón Helgi Ásgeirsson, bóndi og tré- smiður. Bræður Helga voru, Olgeir skrifstofumaður, Frið- steinn veitingastjóri og Bjöm verkstjóri, allir látnir. Uppeldis- systur þeirra voru, Guðrún Helga- dóttir, sem er látin, en á lífi er Sigríður Benjamínsdóttir. Á bemskuárunum í Hattardal varð skólaganga Helga aðeins tíu vikur einn veturinn. En því betur lærði hann á bók náttúmnnar og kom að góðu haldi síðar, er hann gerðist meðal annars skáti og fjall- göngugarpur. En til Reykjavíkur fluttist Helgi með foreldrum sínum 1925. Um það leyti veiktist hann af liðagigt og lá rúmfastur á annað ár. Nam hann þá af bókum þau fræð- in, sem hugurinn stóð helst til, en framhaldsnámið var í skóla lífsins. Par var margt prófið þreytt og sum hver með ágætum. í Reykjavík verður sveinninn úr Hattardal þekktur sem Helgi hjá Tómasi - að Laugavegi 2. Far reið- ir hann kjötöxina fimlega til höggs á skrokk eftir skrokk - í spað fyrir uppábúnar frúr með slegið sjal og skotthúfu. Fleira verður þó til að gera nafn hans munntamt um þess- ar mundir heldur en kjöt í pott: Litla leikfélagið - en Helgi var for- maður þess og lék í barnaleikritum Oskars Kjartanssonar við loflegan orðstír. Og svo var það pólitíkin. t>á var nú líf í þeim tuskunum - rauðum, bláum eða brúnum. Marsérað á Lækjartorg eða austur að kola- bing. Og talað allt að því tungum. Helgi var í fylkingarbrjósti - þá liðlega tvítugur, ritstýrði eldfimu, hápólitísku blaði og fór í framboð við bæjarstjórnarkosningar. En dag nokkurn 1934, er hann á burt úr bænum. Sagður kominn suður með sjó. í Keflavík hófst nýr og varanleg- ur kapítuli í lífi og starfi Helga S. Jónssonar. Hann kvæntist eftirlif- andi eiginkonu, Þórunni Ólafs- dóttur, þann 7. desember 1940. Dóttir þeirra er Guðrún Sigríður, búsett á Bermúda, en dóttir Helga Helgi S. Jónsson. frá fyrri tíð er Ingibjörg, búsett í Reykholti. Foreldrar Þórunnar voru Guðrún Einarsdóttir frá Sandgerði og Ólafur J. A. Ólafs- son, kaupmaður í Keflavík. En eftir lát hans, rak Guðrún verlsun- ina áfram í áratugi ásamt póstaf- greiðslu. Helgi gerðist skrifstofustjóri hjá hf. Keflavík, rak verslunina Vatnsnes 1941-’52, þá skrifstofu- maður, heilbrigðisfulltrúi og slökkviliðsstjóri, síðar heiðursfé- lagi þess. Hann gegndi og ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Keflavíkur- bæ og fleira mætti telja, svo sem fréttamennsku fyrir útvarp og Morgunblað. En félagsstörf og framfaramál Keflavíkur áttu jafn- framt hug hans óskiptan. Andi skátahreyfingarinnar heill- aði Helga sem ungan mann og fylgdi honum að endadægri. Skátafélagið Heiðabúa stofnaði hann 1938, ásamt sjö efnispiltum og var félagsforingi næsta aldar- fjórðung, þá heiðursfélagi. Hlaut einnig heiðursmerki skáta, ,,sva- stikka". Varða er merki Heiða- búa, en Helgi var ótrauður að varða ungmennum veg um sína daga. Ritari Ungmennafélags Kefla- víkur var hann í tíu ár - en í þann tíð lét félagið mjög að sér kveða, svo sem í íþróttamálum, byggingu sundlaugar, leikstarfsemi og stofn- un byggðasafns. Heiðursfélagi UMFK varð Helgi 1979. Hann var einn af stofnendum Rótaryklúbbs Keflavíkur 1945 og Hringfara 1964, en þeir lögðu jafnan öræfin undir fót og komst sá garpskapur á þrykk í bundnu sem óbundnu máli. Samstarf okkar Helga, á Kefla- víkurárum mínum, var bæði náið og víðtækt. Og batt okkur tryggða- böndum, sem brustu ekki þótt skylfu lönd. Báðir vorum við í fé- lögum, sem töldust hafa framfara- og menningarmál að leiðarljósi. Og báðir þeirrar náttúru að varpa fram hugdettum, sem þóttu frá- leitar og fóru beint í vaskinn. Sum- ar hverjar sáu þó dagsins ljós í framkvæmd, er frá leið. Dæmi um skelegga framgöngu og snör handtök Helga, þegar mik- ið lá við - er sögusýningin Mjall- hvíta móðir, á ársafmæli lýðveldis- stofnunar 17. júní 1945. Hrepps- nefndin fól okkur að velja bók- menntaefni, semja og æfa fjölda fólks - með einnar viku fyrirvara. Það tókst og varð tveggja tíma verk í flutningi. Svo sannarlega var FAXI-211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.