Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1983, Side 29

Faxi - 01.12.1983, Side 29
OLAFUR ODDUR JONSSON: MINNIKVENNA Virðulegu konur, — ágætu Rot- aryfélagar og gestir. Samuel Clemens, - öðru nafni Mark Twain, - talaði fyrir minni kvenna þann 22. desember 1881 í New York. - Þá gat hann þess, að þegar við hugleiðum lífshætti kvenna, verðum við fyrst að víkja að fötum og fatnaði. - Hann bar síðan saman, - fyrir réttri öld, - blökkukonuna í Afríku, - „dóttur villimennskunnar“, - eins og hann kallaði hana, og hina menntuðu dóttur nútíma menningar. - Mér sýnist lítið hafa breyst síð- an. - Stærsta áfallið, sem gæti átt sér stað hér í kvöld, væri ef tvær komur kæmu hingað í eins kjólum. - Eitt sinn gerðist þetta í sam- kvæmi og eiginmaður annarrar konunnar bauð henni strax að kaupa nýjan kjót. - Frúin tók því fegins hendi og sagði, að það væri alla vega ódýrara en að flytja úr byggðarlaginu. - - Hjá mörgum ættflokkum Af- ríku er blökkukonan, bæði heima við, - og eins þegar hún fer að versla, - aðeins í Evuklæðum. - Það er allt og sumt. - Það er léttasti búningur í heimi, en úr dekksta efni. - Mark Twain segir að sumir hafi ruglað þeim Evuklæðum sam- an við sorgarbúning. - En þessi klæðnaður passar alltaf og er alltaf í tísku. - Þegar þú sækir blökku- konu heim og sendir henni nafn- spjaldið þitt með þjónustustúlk- unni, - þá er aldrei sagt við þig um hæl: - „Gjörðu svo vel að bíða, - frúin er að kæða sig og kemur nið- ur eftir þrjá stundarfjórðunga". - Nei, - nei, - frúin er alltaf klædd og tilbúin til móttöku. - Hún fer aldrei í kirkju til þess að sjá hvern- ig aðrar konur eru búnar og flýtir sér aldrei heim til þess að tala um hvernig stöllur hennar hafi verið klæddar. - - Það gegnir öðru máli um dótt- ur menningarinnar og tískunnar, - sem hefur aldrei neitt til að fara í. Hinar siðmenntuðu konur, segir Mark Twain, myndu missa helm- inginn af þokka sínum hefðu þær ekkert til að fara í og sumar myndu missa hann allan. - Lín þeirra kemur frá Belfast, - sloppurinn frá París, - skóreimamar frá Feneyj- um, - fjaðrirnar úr afskekktustu héruðum Afríku, - loðfeldirnir frá íshafslöndum, - demantamir frá Brasilíu, - armböndin frá Cali- forníu og perlurnar frá Ceylon. - En Mark Twain sagðist aldrei hafa komist að því hvaðan hárið kæmi, - það er að segja sunnu- dagshárið, - ekki það hár sem þær fara með í rúmið. Allir virðast sem sé sammála um, að þótt konan væri á leið til aftöku sinnar, mundi hún krefjast örlítils tíma til þess að snyrta sig. - Það væri hennar síðasta ósk. - Við hjónin fórum nýverið til London. - Þá var okkur sagt frá því í skoðunarferð, að enskar kon- ur legðu metnað sinn í að versla hjá Harrods, - dýmstu tískuversl- uninni, og þær gættu þess vel að geyma innkaupapokann sem merktur er versluninnni. - Pokinn væri orðinn að stöðutákni hjá enskum konum. - Þegar heim kom og ég ætlaði að fara að henda rusli, - eins og gerist og gengur, - fékk ég spark í legginn frá konunni. - Jú, - viti menn pokinn var merktur Harrods og átti ekkert erindi í Sorpeyðingarstöðina. - - Þið sjáið því að lítið hefur breyst bæði heima og erlendis frá því Mark Twain talaði fyrir minni kvenna fyrir öld. - Þið getið vel borið saman nú og gert ykkur í hugarlund hvernig dóttir menn- ingarinnar er þegar hún er klædd og hvernir dóttir villimennskunnar er þegar hún er það ekki. - Við gætum vissulega hugleitt göfugri hliðar konunnar sem móð- ir, - eiginkona, - ekkja, - tengda- móðir, - amma, útivinnandi hús- móðir eða einstæð móðir, - en lát- um það vera í kvöld. - Ég veit ekki hvort Fontenelle hefur haft ummæh Mark Twain í huga, þegar hann sagði, ,,að fögur kona væri víti sálarinnar, - hreins- unareldur buddunnar og paradís fyrir augað“. - Alla vega er víst að buddur margra eiginmanna ganga gegnum þennan hreinsunareld öld fram af öld. - - Það var djarft hugsað hjá Guðna, að fá mig til að tala um betri helming Rotaryfélaga, - innra hjólið sem snýr ytra hjólinu, og láta mig mæla fyrir minni kvenna hér í kvöld. - eg gerði mér strax ljóst að það er nær útilokað að tala um konuna með fjórprófið í huga á stundum sem þessum. - Mér hefur aldrei verið falið þetta fyrr, - enginn þorað að taka áhætt- una, - þar sem menn búast aðeins við prédikunum af prestum. - - Ég minnist þess nú að Páll, sparisjóðsstjóri, talaði eitt sinn fyrir minni kvenna í Stapa og komst að þeirri niðurstöðu að kon- an væri aðeins vatn (H^O). - Það var allt og sumt. - En það var áður en hann kynntist Möggu sinni. - Ég ætla mér auðvitað ekki að tala um þá konu sem er mér kærust og hefur í 15 ár verið á leið með mig hingað í kvöld. - Ég er að tala um konuna almennt. Mér er farið eins og öðrum karlmönnum. - Við dáum þær allar, en elskum aðeins eina. - Sagt hefur verið að það sé eðli riddaramennskunnar. - Alla vega er það okkar æviráðning hvernig sem til tekst. - - Það má vera að Rotarystjórnin láti mig syngja messu eftir þessi ósköp, - líkt og Hinrik IV., lét hirðprest sinn gera, þegar hann sá hann sýna hirðmeyju ástaratlot í hallargarðinum. - Prestar hafa löngum verið undir smásjá og sálu- sorgun orðið að kvennafari. - Konungur lét þegar kalla prestinn upp í höllina og skipaði honum að syngja messu. - Prestur afsakaði sig og sagðist nýverið hafa neytt ávaxta. - Já, - einmitt svaraði kon- ungur. - Þér hölluðuð yður í það minnsta fast upp að trénu. - Það er hægt að tala lengi um yndislegasta málefni veraldar, enda er það engin tilviljun að sköpunarsaga Bibh'unnar hefst á þessu málefni, sem körlum hefur verið kærast. - Eitt er víst að kven- leg kona fer aldrei úr tísku, og hvað sem menn kunna að segja, - þá hefur réttilega verið á það bent, að Adam vissi harla lítt hvað Para- dís var fyrr en Eva kom til sögunn- ar. Fyrri sköpunarsaga Biblíunnar greinir frá því, að konan hafi verið sköpuð af rifi Adams, svo að hann yrði ekki einn. - Sú helgisögn tjáir þann sannleika að vfst yrðum við karlar einmana án kvenna. - - í síðari sköpunarfrásögunni, sem ég held meira upp á og er í anda nútímans, eru karl og kona sköpuð um leið í mynd Guðs, og hafa bæði jafnan rétt og skyldur fyrir Guði. - Það er eins og þeirri helgisögn hafi verið skotið inn í Biblíuna til þes að lækka rostann í Rauðsokkahreyfingunni og karl- rembusvínum. - En þið vitið ef- laust hver grafskrift Adams var á leiði Evu: „Hvar sem hún fór þar var Eden“. - Samkvæmt því erum við stödd í Eden í kvöld, - ekki Eden í Hveragerði, - heldur þess- um alþjóðlega Edenslundi, sem aðeins konur geta skapað með nærveru sinni. - Það er víða farið mörgum viður- kenningarorðum um konuna í Biblíunni, enda viðhalda þær mannkyninu. - Staða hennar í Gamla testamentinu mótaðist af ríkjandi ættfeðrasamfélagi, en það er nú almennt viðurkennt að Jesús hóf stöðu konunnar til vegs og virðingar. - Páll postuli talaði um jafnan rétt kvenna og karla, - allir væru eitt í Kristi, -enda þótt hann væri í takt við samtíð sína, þegar hann vildi að þær þegðu á safnað- arsamkomum. - Hann hefur verið hræddur um að þær töluðu yfir sig og ekki að ástæðulausu. - - Ef til vill hefur hann tekið þá afstöðu í arf frá Salómon konungi, sem sagði mörgum öldum áður „að betri væri vist í homi á hús- þaki, en sambúð við þrasgjama konu“. - Þetta er einn af orðskvið- um Salómons. - Þegar hann hafði skrifað hann, bætti hann 10 öðmm við, en á meðan hann var að því hefur eitthvað gerst, - því ellefti orðskviðurinn hljóðaði á þessa FAXI-229

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.