Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 29

Faxi - 01.12.1983, Síða 29
OLAFUR ODDUR JONSSON: MINNIKVENNA Virðulegu konur, — ágætu Rot- aryfélagar og gestir. Samuel Clemens, - öðru nafni Mark Twain, - talaði fyrir minni kvenna þann 22. desember 1881 í New York. - Þá gat hann þess, að þegar við hugleiðum lífshætti kvenna, verðum við fyrst að víkja að fötum og fatnaði. - Hann bar síðan saman, - fyrir réttri öld, - blökkukonuna í Afríku, - „dóttur villimennskunnar“, - eins og hann kallaði hana, og hina menntuðu dóttur nútíma menningar. - Mér sýnist lítið hafa breyst síð- an. - Stærsta áfallið, sem gæti átt sér stað hér í kvöld, væri ef tvær komur kæmu hingað í eins kjólum. - Eitt sinn gerðist þetta í sam- kvæmi og eiginmaður annarrar konunnar bauð henni strax að kaupa nýjan kjót. - Frúin tók því fegins hendi og sagði, að það væri alla vega ódýrara en að flytja úr byggðarlaginu. - - Hjá mörgum ættflokkum Af- ríku er blökkukonan, bæði heima við, - og eins þegar hún fer að versla, - aðeins í Evuklæðum. - Það er allt og sumt. - Það er léttasti búningur í heimi, en úr dekksta efni. - Mark Twain segir að sumir hafi ruglað þeim Evuklæðum sam- an við sorgarbúning. - En þessi klæðnaður passar alltaf og er alltaf í tísku. - Þegar þú sækir blökku- konu heim og sendir henni nafn- spjaldið þitt með þjónustustúlk- unni, - þá er aldrei sagt við þig um hæl: - „Gjörðu svo vel að bíða, - frúin er að kæða sig og kemur nið- ur eftir þrjá stundarfjórðunga". - Nei, - nei, - frúin er alltaf klædd og tilbúin til móttöku. - Hún fer aldrei í kirkju til þess að sjá hvern- ig aðrar konur eru búnar og flýtir sér aldrei heim til þess að tala um hvernig stöllur hennar hafi verið klæddar. - - Það gegnir öðru máli um dótt- ur menningarinnar og tískunnar, - sem hefur aldrei neitt til að fara í. Hinar siðmenntuðu konur, segir Mark Twain, myndu missa helm- inginn af þokka sínum hefðu þær ekkert til að fara í og sumar myndu missa hann allan. - Lín þeirra kemur frá Belfast, - sloppurinn frá París, - skóreimamar frá Feneyj- um, - fjaðrirnar úr afskekktustu héruðum Afríku, - loðfeldirnir frá íshafslöndum, - demantamir frá Brasilíu, - armböndin frá Cali- forníu og perlurnar frá Ceylon. - En Mark Twain sagðist aldrei hafa komist að því hvaðan hárið kæmi, - það er að segja sunnu- dagshárið, - ekki það hár sem þær fara með í rúmið. Allir virðast sem sé sammála um, að þótt konan væri á leið til aftöku sinnar, mundi hún krefjast örlítils tíma til þess að snyrta sig. - Það væri hennar síðasta ósk. - Við hjónin fórum nýverið til London. - Þá var okkur sagt frá því í skoðunarferð, að enskar kon- ur legðu metnað sinn í að versla hjá Harrods, - dýmstu tískuversl- uninni, og þær gættu þess vel að geyma innkaupapokann sem merktur er versluninnni. - Pokinn væri orðinn að stöðutákni hjá enskum konum. - Þegar heim kom og ég ætlaði að fara að henda rusli, - eins og gerist og gengur, - fékk ég spark í legginn frá konunni. - Jú, - viti menn pokinn var merktur Harrods og átti ekkert erindi í Sorpeyðingarstöðina. - - Þið sjáið því að lítið hefur breyst bæði heima og erlendis frá því Mark Twain talaði fyrir minni kvenna fyrir öld. - Þið getið vel borið saman nú og gert ykkur í hugarlund hvernig dóttir menn- ingarinnar er þegar hún er klædd og hvernir dóttir villimennskunnar er þegar hún er það ekki. - Við gætum vissulega hugleitt göfugri hliðar konunnar sem móð- ir, - eiginkona, - ekkja, - tengda- móðir, - amma, útivinnandi hús- móðir eða einstæð móðir, - en lát- um það vera í kvöld. - Ég veit ekki hvort Fontenelle hefur haft ummæh Mark Twain í huga, þegar hann sagði, ,,að fögur kona væri víti sálarinnar, - hreins- unareldur buddunnar og paradís fyrir augað“. - Alla vega er víst að buddur margra eiginmanna ganga gegnum þennan hreinsunareld öld fram af öld. - - Það var djarft hugsað hjá Guðna, að fá mig til að tala um betri helming Rotaryfélaga, - innra hjólið sem snýr ytra hjólinu, og láta mig mæla fyrir minni kvenna hér í kvöld. - eg gerði mér strax ljóst að það er nær útilokað að tala um konuna með fjórprófið í huga á stundum sem þessum. - Mér hefur aldrei verið falið þetta fyrr, - enginn þorað að taka áhætt- una, - þar sem menn búast aðeins við prédikunum af prestum. - - Ég minnist þess nú að Páll, sparisjóðsstjóri, talaði eitt sinn fyrir minni kvenna í Stapa og komst að þeirri niðurstöðu að kon- an væri aðeins vatn (H^O). - Það var allt og sumt. - En það var áður en hann kynntist Möggu sinni. - Ég ætla mér auðvitað ekki að tala um þá konu sem er mér kærust og hefur í 15 ár verið á leið með mig hingað í kvöld. - Ég er að tala um konuna almennt. Mér er farið eins og öðrum karlmönnum. - Við dáum þær allar, en elskum aðeins eina. - Sagt hefur verið að það sé eðli riddaramennskunnar. - Alla vega er það okkar æviráðning hvernig sem til tekst. - - Það má vera að Rotarystjórnin láti mig syngja messu eftir þessi ósköp, - líkt og Hinrik IV., lét hirðprest sinn gera, þegar hann sá hann sýna hirðmeyju ástaratlot í hallargarðinum. - Prestar hafa löngum verið undir smásjá og sálu- sorgun orðið að kvennafari. - Konungur lét þegar kalla prestinn upp í höllina og skipaði honum að syngja messu. - Prestur afsakaði sig og sagðist nýverið hafa neytt ávaxta. - Já, - einmitt svaraði kon- ungur. - Þér hölluðuð yður í það minnsta fast upp að trénu. - Það er hægt að tala lengi um yndislegasta málefni veraldar, enda er það engin tilviljun að sköpunarsaga Bibh'unnar hefst á þessu málefni, sem körlum hefur verið kærast. - Eitt er víst að kven- leg kona fer aldrei úr tísku, og hvað sem menn kunna að segja, - þá hefur réttilega verið á það bent, að Adam vissi harla lítt hvað Para- dís var fyrr en Eva kom til sögunn- ar. Fyrri sköpunarsaga Biblíunnar greinir frá því, að konan hafi verið sköpuð af rifi Adams, svo að hann yrði ekki einn. - Sú helgisögn tjáir þann sannleika að vfst yrðum við karlar einmana án kvenna. - - í síðari sköpunarfrásögunni, sem ég held meira upp á og er í anda nútímans, eru karl og kona sköpuð um leið í mynd Guðs, og hafa bæði jafnan rétt og skyldur fyrir Guði. - Það er eins og þeirri helgisögn hafi verið skotið inn í Biblíuna til þes að lækka rostann í Rauðsokkahreyfingunni og karl- rembusvínum. - En þið vitið ef- laust hver grafskrift Adams var á leiði Evu: „Hvar sem hún fór þar var Eden“. - Samkvæmt því erum við stödd í Eden í kvöld, - ekki Eden í Hveragerði, - heldur þess- um alþjóðlega Edenslundi, sem aðeins konur geta skapað með nærveru sinni. - Það er víða farið mörgum viður- kenningarorðum um konuna í Biblíunni, enda viðhalda þær mannkyninu. - Staða hennar í Gamla testamentinu mótaðist af ríkjandi ættfeðrasamfélagi, en það er nú almennt viðurkennt að Jesús hóf stöðu konunnar til vegs og virðingar. - Páll postuli talaði um jafnan rétt kvenna og karla, - allir væru eitt í Kristi, -enda þótt hann væri í takt við samtíð sína, þegar hann vildi að þær þegðu á safnað- arsamkomum. - Hann hefur verið hræddur um að þær töluðu yfir sig og ekki að ástæðulausu. - - Ef til vill hefur hann tekið þá afstöðu í arf frá Salómon konungi, sem sagði mörgum öldum áður „að betri væri vist í homi á hús- þaki, en sambúð við þrasgjama konu“. - Þetta er einn af orðskvið- um Salómons. - Þegar hann hafði skrifað hann, bætti hann 10 öðmm við, en á meðan hann var að því hefur eitthvað gerst, - því ellefti orðskviðurinn hljóðaði á þessa FAXI-229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.