Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1983, Page 45

Faxi - 01.12.1983, Page 45
GISTIHÚSIÐ VIÐ BLÁALÓNIÐ Laugardaginn 12. nóvember s.l. opnaði Pórður Örn Stefánsson, veit- ingamaður, gistihús sitt við Bláalónið. Vinna við bygginguna hófst 20. júní í sumar, en þá var hafin undirbún- ingur að grunni hússins, sem er 400 fermetrar að flatarmáli. Timburhús frá Húsasmiðjunni í Reykjavík reis ótrúlega fljótt eftir að steyptur grunnur var tilbúinn. í húsinu eru 12 sérlega velbúin gistiherbergi - öll með sjónvarpi og videótækjum og góðum húsgögnum. Snyrtiherbergi eru öll með baði og nuddsturtu. Það er leitun að jafn velbúinni gistiaðstöðu hér á landi ef til er. Gönguleiðir við allra hæfi eru um næsta nágrenni og skíðabrekkur ef vel snjóar. Sundsprettur í Bláalóninu er heillandi og veitir bót við mörgum kvillum. Pess má því vænta að gestkvæmt verði á þessum hvíldar og hressingarstað. Nýr vígslubiskup Séra Ólafur Skúlason dómprófastur, höfundur jólahugvekj-. unnar í blaðinu, var vígður vígslubiskup í Skálholtsstifd, hinn 24. júlí s.l. Hann er sonur hjónanna Sigríðar Ágústsdóttur og Skúla Oddgeirssonar, fæddur í Birtingaholti í Hrunamannahreppi árið 1929. Tveggja ára gamall fluttist hann til Keflavíkur og ólst þar upp með foreldrum sínum og þrem systkinum.að Vallargötu 19. Á námsárum sínum var séra Ólafur, um eins árs skeið, ritstjóri Faxa. I_________________________________________________2 Orðsending! Par sem við undirrituð hœttum rekstri Brekku- húðarinnar að Tjarnargötu 31, Keflavík 1. sept- embers.l. viljum við óskaöllum viðskiptavinum vorum um 20 ára skeið, gleðilegra jóla og alls góðs á komandi árum. Um leið viljum við vona að þið takið nýja eig- andanum Gylfa Armannssyni vel og látið hann njóta sömu viðskipta og vinsemdar. Lifið öll heil. Ingibjörg Ingimundardóttir ogJakob Indriðason Tjarnargötu 31, Keflavík Gamli tíminn — Helgi Jensson Verktakastarfsem i - Vélaleiga Höfum ávallt með litlum fyrirvara til þjónustu fyrir yður afkastamiklar vinnuvélar, svo sem: Jarðýtur með riftönnum, D7E, D7F og D8H Hjólaskóflur Vökvagröfur, 12 til 52 tonn Vorubíla (grjótvagna) 10 til 25 tonn Kranabíla- Dráttarbíla Flutningavagna allt að 60 tonnum Stóra vatnsflutningavagna Borvagna, víbróvaltara, loftpressur o.fl. Önnumst alls konar jarðvinnu, svo sem sprengingar og efnisflutninga ítíma- og ákvæðisvinnu. Höfum á að skipa sérhæfðum mönnum. Ellert Skúlason hf. Skrifstofa sími 3580 Áhaldahús Ellerts, Sjávargötu 4, Njarðvík, sími 2515. FAXI-245

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.