Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1983, Side 83

Faxi - 01.12.1983, Side 83
7. Ekkjubætur fengu 87 kr. 1.191.331.- 8. Fæðingarorlof kr. 3.418.001.- Bætur samtals greiddar til Keflavík- ur 1981 voru því alls kr. 32.688.276.- Þá voru barnsmeðlög greidd 501 móður með 595 bömum kr. 4.960.752,- Framfærslukostnaður 4 þroskaheftra barnavar kr. 313.006.- 241 ellilífeyrisþegi fékk kr. 2.362.132.- í uppbót 448 ellilífeyrisþegar fengu kr. 6.782.737.- í tekjutryggingu 129 ellilífeyrisþegar fengu kr. 716.954.- í heimilisuppbót. Á sama hátt fengu örorkulífeyrisþegar aukna aðstoð: 32 bótaþegar fengu kr. 213.446,- í upp- bót 82 bótaþegar fengu kr. 1.352.900,- í tekjutryggingu 20 bótaþegar fengu kr. 116.111,- í heimilisuppbót. t>á má að lokum geta þess að í um- boðinu voru veittir ökutækjastyrkir að upphæð kr. 64.800.-. Af þessari upptalningu má sjá að margir njóta góðs af þjónustu Al- mannatrygginganna og það er jafn ljóst að óhemju mikil vinna liggur að baki öllum þessum bótagreiðslum. Afmaelishóf Kvenfélags Grindavíkur. Laugardaginn 26. nóvember s.l. var haldin í Félagsheimilinu Festi í Grindavík hátíðarsamkoma í tilefni af 60 ára afmæli Kvenfélags Grindavíkur. Formaður félagsins frú Jóhanna Sig- urðardóttir setti samkomuna með ávarpi og rakti sögu félagsins í stórum dráttum. Hún fól Hildi Júlíusdóttur veislu- stjórn. Síðan hófst borðhald. Margar ræður voru fluttar og gjafir færðar frá kven- félögunum í sýslunni. Olína Ragnarsdóttir forseti bæjar- stjórnar Grindavíkur afhenti félaginu f.h. bæjarbúa stóran hátíðarfána. Bær- inn gaf einnig 50 borðfána. Olína er formaður Kvenfélagasambands Gull- bringusýslu og kom fram einnig fyrir þess hönd. Fáninn er merki félagsins og er hannaður af Evelín Adolfsdótt- ur, sem er félagi í K.G. Þá var gerður afmælisplatti í Glit, einnig hannaður af félagskonu, Margréti Gísladóttur. Fimm félagskonur (kvintett) sungu nokkur lög undir stjóm Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar, en hann er sonarson- ur stofnanda og fyrsta formanns félags- ins Guðrúnar Þorvðarardóttur frá Ási. Guðbjörg Ásgeirsdóttir flutti gaman- mál um hinn fullkomna eiginmann - sem mun vera samið af annarri félags- konu. Einnig flutti séra Jón Á. Sigurðsson skemmtimál og Einar Kr. Einarsson f.v. skólastjóri rifjaði upp sitt hvað úr sögu félagsins - einkum frá fyrri tíð. Fimm félagskonur voru heiðraðar: Helga Þórarinsdóttir, Guðbjörg Pét- ursdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Sólrún Guðmundsdóttir og Matthildur Sig- urðardóttir. Allar hafa þær verið í fé- laginu mjög lengi og unnið því vel. háttur Matthildar er sennilega ein- stæður í íslandssögunni, en hann er sá að 10 dætur hennar og 2 tengdadætur eru allar starfandi í félaginu. Aðkeyptir skemmtikraftar voru ekki umtalsverðir - nema hvað hljóm- sveit Grettis Bjömssonar spilaði bæði dinner músik og síðar undir dansi með ágætum. Ráðstefna um heilsustöð við Svartsengi. Samband sveitarfélaga á Suðurnesj- um, Hitaveita Suðumesja og Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga boðuðu til ráðstefnu um heilsustöð í Svartsengi. Ráðstefnan fór fram á Hótel Loftleið- um 26. nóvember sl. Boðaðir vom sveitarstjórparmenn á Suðumesjum, stjóm hitaveitunnar, fomstumenn psoriasis- og exemsjúklinga, þing- menn kjördæmisins, landeigendur, fulltrúar heilbrigðismála í landinu (t.d. var landlæknir á ráðstefnunni), full- trúar ferðamála, fulltrúi Loftleiða o.fl. Alls sátu milli 60 - 70 manns ráðstefn- una. Margir fyrirlestrar vom fluttir um sérfærðileg efni er mál þetta varða. Verður nánar gerð grein fyrir þeim í næsta blaði þar sem Jólablaðið var nær full frá gengið er ráðstefnan fór fram. Valdimar Ólafsson, formaður SPOEX, setti ráðstefnuna með stuttri ræðu og fól síðan Ellert Eiríkssyni, sveitarstjóra í Garði að stjórna dag- skrá, sem var í 10 liðum og síðan ,,Panelumræðum“ eftir að þrír um- ræðuhópar höfðu skilað álitsgjörðum. f þeim umræðum kom fram átakan- leg lýsing á þeim líkams- og sálar- spjöllum er psoriasis veldur þeim er hafa þann sjúkdóm á háu stigi. Þá tók fjármögnunarþátturinn mikið rúm í þessum umræðum, enda kostar mikið fé að koma upp fullkominni aðstöðu af þeirri stærðargráðu er hér var rædd. Ráðstefnan var hin fróðlegasta og athyglisverðasta og fór í alla staði vel fram. Stjórnandinn gerði sér ogöðrum grein fyrir knöppum tíma og stjómaði skv. því. Hún hófst stundvíslega kl. 9 og var formlega slitið kl. 16.30, en þá var ekið að Bláa lóninu í Svartsengi. Þar var byrjað á að skoða hótelið sem þar var opnað í haust og þegnar góð- gerðir hjá Þórði Stefánssyni, hóteleig- anda. Þaðan var farið að Bláa lóninu og aðstaða psoriasis sjúklinga þar skoðuð. Síðan voru mannvirki Hita- veitunnar skoðuð undir leiðsögn Ing- ólfs Aðalsteinssonar og veitingar þegnar í boði Hitaveitu Suðumesja. -------------------------------- Hvað í ósköpunum ertu að gera um hánótt, kona? Þú ert að róta í vösunum mínum!" ,,Já, elskan, mig tlreymdi áðan að þú lofadir að gefa mér þúsund- kall og ég þorði ekki að hœtta á, að vekja þig.“ Hún var orðin 100 ára og af því tilefni spurði hlaðamaður hana hvernig heniti liði yfirleitt. ,, Ojú, />að er nú orðið heldur ró- legra núna, sérslaktega eftir að ég er húin að koma öllum börnunum mínum á elliheimili. “ v__________________________________/ TILKYNNING Kef lavík - N jarðvík - Grindavík - Gullbringusýsla Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt aó selja skotelda eða annað þeim skyltnema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögregluþjóns í Keflavík, eigi síðar en 22. desember 1983. Aó öðrum kosti verða umsóknir ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni á löreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn í Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Brunavarnir Suðurnesja. KJÖLUR s/F Olíusamlagshúsinu Víkurbraut 13 Keflavík Kjölur hefur meðal annars umboð fyrir og selur eftirtaldar vömr: THERMOR eldavélar, bökunarofna, með og án blásturs, helluborð, gufugleypa. THERMOR er orðið landsþekkt fyrir gæði og gott verð. THERMOR er framleitt i Frakklandi, af einni stærstu verksmiðju í Evrópu, í þessari grein. ARISTON kæliskápa, frystiskápa, þvottavélar, uppþvottavélar o.fl. ARISTON er orðið landsþekkt fyrir hina ágætu framleiðslu sína og verð. ARISTON er ítölsk verksmiðja, frekar stór og mjög vandlát í fram- leiðslu. Henni hefurtekist að halda verði í algjöru lágmarki. GIRMI framleiðir margs konar vömr s.s. ryksugur, alls konar grill, hár- þurrkur, hakkavélar, pressur, brauðhnífao.fl. GIRMI er líka orðið landsþekkt fyrir gæði og gott verð. GIRMI er stór ítölsk verksmiðja og framleiðir mjög vandaðar vömr. Við höfum alltaf verið vandlátir við val á framleiðendum enda tekist að hafa vandaðar og ódýrar vömr. Við kaupum allt beint frá framleiðsluverksmiðjum. KJÖLUR hefur til sölu og sýnis ofangreindar vömr, að Víkurbraut 13, Keflavík. Aðalbúðin er í Reykjavík, Hverfisgötu 37. Við viljum helst að fólk beri saman verð og gaeði. Þegar það er gert, kauþir fólk hjá okkur í KILI. Gott verð - Gæða vara - Góð kjör. KJÖLUR Víkurbraut 13, Keflavik - Simi 2121 Hverfisgötu 37, Reykjavík - Simar 21490 og 21846 FAXI-283

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.