Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1983, Page 85

Faxi - 01.12.1983, Page 85
Félag áfengisvamanefnda í Gullbringusýslu efndi til ritgerðasam- keppni á s.l. vori ineðal nemenda i áttundu og níundu bekkjum grunn- skólanna á félagssvæðinu. Ritgerðarefnið var: „Tjón af völdum vímugjafa". Ritgerðasam- keppninni var almennt mjög vel tekið jafnt af kennurum skólanna sem nemendum og margar vandaðar og athyglisverðar ritgerðir voru samd- ar. Alls voru veitt 10 peningaverðlaun auk tveggja b<>kaverðlauna. Meðal verðlaunaritgerðanna er ritgerð sú, sem hér birtist. Höfundur hennar, Þuríður Arnadóttir, var nemandi í níunda bekk Gagnfræða- skólans í Keflavík s.l. vetur og stundar bún nú nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Foreldrar Þuríðar eru hjónin Matthildur Oskarsdóttir og Arni Vigfús Árnason. Faxabraut 38 c, Keflavík. FAXI fagnar lofsverðu framtaki Félags áfengisvarnanefnda í Gull- bringusýslu og hinni góðu þátttöku í ritgerðasamkeppninni og óskar Þuríði sem og iiðrurn þeim nemendum, sem sköruðu fram úr í sam- keppninni til hainingju með árangurinn. ÞURÍÐUR ÁRNADÓTTIR: TJÓNAFVÖLDUM VÍMUGJAFA ÁVANA- OG FÍKNIEFNI INNGANGUR Ávana og fíknilyf eru hvers kon- ar efni, sem þannig verka á mið- taugakerfið, að menn geta með stöðugri neyslu þeirra, vanist þeim það mjög, að myndi fíkn. Fíkn er eins konar hástig ávan- ans og því er talað um ávana og fíknilyf og efni. Ávana og fíknilyf og fíkniefni eru því stundum einu heiti nefnd vímugjafar. Langal- gengasti og þekktasti vímugjafi hér á landi og víðar er alkóhól eða áfengi. Skoða má áfengi sem dæmigerðan vímugjafa, enda á það, sem hér fer á eftir einnig í stórum dráttum við um aðra vímu- gjafa. Tóbak er að sjálfsögðu einnig vímugjafi, en hefur annars konar verkan en hinir fyrrgreindu. í þessari heimifdaritgerð mun ég fyrst skrifa um fíkniefnin þ.e. hass, marijuana, L.S.D., englaryk, opíum, morfín, heroin o.fl., síðan mun ég skrifa í grófum dráttum um tóbakið og að lokum um áfengið. FÍKNIEFNI Kannabisefni (hass og marijuna) Hass er unnið úr indversku hampjurtinni, Cannabis sativa, sem vex víða, bæði villt og ræktuð, í hitabeltislöndunum og í heit- tempruðum löndum. Kannabino- iðar veldur því að fólk fer í vímu. Marijuna er talsvert veikara en hassið. Hassið er oftast reykt, en einnig stundum tuggið. Verkun þess er aðallega fólgin í skynvillu og mað- urinn upplifir umhverfið á óraun- verulegan hátt. Neytandanum finnst sem hann sé hafinn yfir allt daglegt amstur og leiðindi hvers- dagsh'fins. En við stærri skammta fara skyntruflanir vaxandi, allt frá minni háttar afbökun skynáhrifa til eiginlegra skyntruflana, sem í einstaka tilfellum endar á geðbil- un. Bráð geðtruflun getur komið í ljós vikum eða mánuðum eftir síð- ustu hass neyslu. Neysla kannabisefna byrjaði á íslandi upp úr 1970 en á síðustu fimm árum hefur hún færst mjög í aukana. Samt er neysla kannabis- efna minni á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Hass er ávanabindandi efni. Kannabisreykingum fylgja oft breytingar á persónuleika, nær- minni versnar, þ.e.a.s. kannabis- neytendum gengur illa í skóla. Kannabisneysla dregur úr kyn- hormónaframleiðslu, þ.e.a.s. kyn- geta minnkar og sæðisfrumufram- leiðsla hjá karlmönnum minnkar. Kannabisefni hafa mun meiri krabbameinsvaldandi efni en tóbaksreykur. Sumir unglingar halda því fram að það stafi ekki meiri hætta af kannabisreykingum heldur en af áfengisnotkun, en benda má les- anda á að fólk verður ekki áfengis- sjúklingur fyrr en eftir nokkurra ára neyslu en það tekur ekki nema nokkrar vikur að verða vananeyt- andi kannabisefna. L.S.D. L.S.D. (lysergsykudietylamid) eða ,,sýra“. L.S.D. er unnið úr sveppum sem vaxa á rúgi. L.S.D. er eitt af sterkustu skynvilluefnum sem menn þekkja. Neytandinn upplifir mikla sælutilfinningu og vellíðan. Áhrif eins skammts varir í 6 - 9 klukkustundir. L.S.D. veld- ur mjög miklurn heyrnar- og sjón- ofskynjunum ásamt afbökun á eðlilegum skynáhrifum. Neytand- inn lifir í öðrum heimi, missir alla tímaskynjun. Mörg dæmi eru um sjálfsmorð, manndráp og önnur óhæfuverk framin undir áhrifum L.S.D. Svokallað „Flash-back" er algengt hjá L.S.D. neytendum. ...OKKAR MAÐUR er i nágrenn; KEFLAVlK: Samvinnubankinn, Pétur Jóhannsson. GRINDAVlK: Maqnús Ingólfsson, Staoarhrauni 19. MOSFELLSSVEIT: Einar Kristiánsson, Markholti 13. REYKJANESKJÖRDÆMI. HAFNARFJÖRÐUR: Samvinnubankinn, Sigurður Gunnarsson. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT FAX1-285

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.