Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 91

Faxi - 01.12.1983, Qupperneq 91
treysta á þá, - aö okkar eigin skuggi falli einmitt þar á, sem ljós Drottins ætti aö lýsa allra skærast. Við eigum erfitt með aö skilja þetta, - og þó ef til vill ennþá erfið- ara með, - oft og tíðum - að sætta okkur við það. Og stundum þurfa margar þrengingar að verða á veg- inum, - áður en augun opnast fyrir þeim sannleika að auðmjúkt og sundurmarið hjarta getur orðið hið dýrðlegasta verkfæri í Drottins föðurhendi. Sem dæmi þessari staðhæfingu til stuðnings, kemur fram í huga minn lífsreynsla Bodelsehwings hins fræga, þýska prests og mannvinar, sem uppi var á síðari hluta seinustu aldar. Hann var ungur og hamingjusamur faðir fjögurra barna, - og þau hjónin áttu dásamlegt heimili. Allt var svo unaðslega bjart, - hvergi skuggi á lofti. En svo syrti skyndi- lega að. - Þegar elsta bamið var 7 ára - og það yngsta eins árs, - veiktust þau öll af landfarsótt, sem geisaði um þær mundir. - Allt var reynt til bjargar, sem í mannlegu valdi stóð. Foreldrarnir ungu vöktu og báðu, en að því er virtist - án árangurs. - Innan hálfs mán- aðar voru öll börnin látin. Litlu rúmin 4 stóðu nú auð. - Þessi ægi- þunga reynsla varð móðurhjart- anu slík ofraun að innan fárra mánaða varð það hlutskipti eigin- mannsins - að flytja konu sína til lífstíðar dvalar - á geðveikrahæli. Nú stóð ungi presturinn aleinn uppi. Hvað gat hann gert? Hann beindi huga sínum til hæða, - horfði upp í ljósið og bað: ,,Hér er ég, Drottinn minn og Guð, - reiðubúinn til þess að þjóna þér, - ef þú finnur mig ennþá til einhvers nýtan.“ Bodelsehwing lést í hárri elli árið 1910. Þá hafði honum auðnast að setja á stofn fjölmörg hæli fyrir munaðarlaus börn, -og böm, sem vegna líkamlegrar fötlunar áttu ekki samleið með fjöldanum. Þessar stofnanir bera allar nafnið ,,Betel“. En Betel þýðir ,,Guðs hús“. Þannig sneri Guð böli þessa manns í blessun fyrir þúsundirnar af því að hann bar gæfu til þess að horfa upp, - en ekki niður, - og leggja allt sitt í Guðs föður hendur. Hróp mannvinarins mikla barst til hans hvaðanæva að. „Lát þitt eig- ið böl verða öðrum, sem böli em slegnir, til blessunar. Ég skal blessa þig - og h jálpa þér til þess að breyta sorgarskuggum sálar í gleðigeisla til handa þeim, sem þurfa mest á mínu kærleiksljósi að halda.“ Ég átti því láni að fagna, þegar ég dvaldist í Þýskalandi 1956 - 1957, að heimsækja eitt af þessum heimilum sem bera nafnið Betel og kennd eru við Bodelsehwing. Þar dvöldu drengir, sem voru lamaðir að meira eða minna leyti. Þessari heimsókn gleymi ég aldrei. Áhrifunum, sem ég þar varð fyrir, get ég á engan hátt bet- ur lýst en með því að segja, að mér fannst, sem væri ég staddur í dýr- legum helgidórni. Kæru vinir mínir og áheyrend- ur. Getum við þá ekki látið dæmi þessa raunabams vera okkur leið- arljós, þegar á móti blæs og yfir skyggir í okkar eigin h'fi? - Eigum við ekki, - eins og hann, - að geyma mynd Frelsarans, bjarta og skíra í hjörtum okkar, svo að hún megi lýsa, þegar leiðin gerist grýtt og myrk, - ekki aðeins okkur sjálf- um, - heldur og öllum þeim, sem við eigum samleið með? En umfram allt skulum við þó láta ljós kærleikans og mannúðar- innar hvarvetna skína, og varpa birtu og yl inn í tilveru þeirra, sem bágast eiga, - og hörðustu bölinu eru slegnir í lífsbaráttunni, sem stundum verður svo óskiljanlega erfið, miskunnarlaus og sár. Fermingarhópurinn 1953 hefur líka mætt mótlæti í ýmsum myndu- m. - Þyngst voru höggin, þegar dánarklukkurnar hringdu á björtu æskuvori, - eða þegar ævisólin stóð í árdegisstað, - og sex eru skörðin orðin í hópinn fríða, - fimm drengir og ein stúlka fallin fyrir dauðans bitra brandi. - En í þeim röðum hefi ég séð ástvina- sorgina snúast og ummyndast í huggunargeisla til handa þeim, sem mest þurftu á þeim að halda. Þannig hefur Guð einnig verið að verki ykkar á meðal, vinir mínir, - og alltaf beint vegferðinni í bless- unarátt. - í fermingarræðunum, sem ég flutti ykkur, vinir, vorið 1953, komst ég m.a. svo að orði í niður- lagsbæn fyrir ykkur: ,,Ég bið þig, góði Jesús, að þú gefir, að þau verði eins góð öllum samferða- mönnum sínum á lífsleiðinni og þau hafa verið mér í vetur. Þá mun birta og gleði fylgja þeim, - og blóm vaxa í sporum þeirra.“ - Ég leyfi mér í dag, í allri auðmýkt, að þakka bænheyrslu þessarar bænar að svo miklu leyti sem séð verður frá mannlegu sjónarmiði. Og enn er mér hin sama bæn í huga, þegar ég af hrærðu hjarta þakka ykkur vinir, þann heiður sem þið sýnið mér með því að kveðja mig til þess- ara hátíðarstundar - í fermingar- kirkjunni ykkar. - í dag ætla ég að fela bæn mína í þessum orðum hins alkunna ljóðs Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar, er hann segir við litla drenginn sinn: „Allt hið góða í heimi haldi í hönd á þér og með þér sé.“ En allt hið besta hér í heimi og í eilífðinni líka, sameinist í kærleika Guðs, sem birtist okkur í Jesú Kristi, Frelsara okkar og Drottni, - ,,Vertu alltaf góður“. Þessi orð voru kjarninn í myndinni, sem ég minntist á í upphafi máls míns, - og um leið lokaniðurstaða hennar. Til þess að vera alltaf góð, - reynast öllum vel, - erum við köll- uð, eitt og sérhvert okkar til þess að varpa frá okkur ylgeislum kær- leikans, og skapa gleði úrgráti- og geisla úr skuggum.“ Til þess hlutverks ert þú kallað- ur af þeim kœrleika, sem á kross var negldur, vegna þín. Og það er hann, sem segir við okkur í dag. ,, Þetta er mitt hoðorð, að þér elsk- ið hver annan, eins og ég hefi elsk- að yður.“ ÚRVAL- GÆÐI- ÞJÓNUSTA “í Síðumúla 22 - Sími 31870 Keflavík - Sími 92-2061 S Gardínubmutir SKEMMUVEGI 10 KÓPAVOGI. SlMI 77900 ÚRVAL AF GLUGGATJALDAEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF STÓRESEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF ELDHÚSGLUGGATJÖLDUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF BLÓMASTÓRESUM í ÁLNABÆ Við tökum að okkur saum á gluggatjöldum. Við mælum og setjum upp ef óskað er. Við bjóðum greiðsluskilmála. Við sendum í póstkröfu um land allt. Verið velkomin eða hringið, því við höfum alltaf eitthvað við yðar hæfi. Tökum mál, smíðum og setjum upp Z gardínubrautir ef óskað er. FAXI-291
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.