Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 18

Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 18
12 STRaUMAR „andlegan“ ófögnuð, í frjálslyndisskinhelgi og allskonar upskrúfuðum „andlegleika“, í blóðlausu tildurlífi, kyn- ferðisbrellum og hégómaskap. Og alt er þetta jafnfiarri uppreisn æskunnar, menningarstefnu yngstu hugsandi þegna jarðarinnar, eins og samkepnisruddaskapur nýríkra burgeisa, alþjóða-þvaður íhaldsins um sjálfstæði og venju- leg hjálpræðishers góðgerðastarfsemi. Og það eru atburðir síðustu 15 ára, sem hafa leitt þetta í ljós. Þeir hafa hlutað heiminn sundur eins og log- andi egg. Öðru megin eru, ófriðurinn, hungursnevðin, hergróðavillimenskan, sjúkdómarnir, viðskiftastríðin, gróðabrallið, verðhrunið, fjársvikin, dómsmorðin, alt þetta, sem brennur eins og eitur í taugum hins gamla mannkyns. Hinum megin er yngsta æska mannkynsins, snauð og valdalaus. Hún hefir sagt sig úr lögum við þetta alt. Spakir menn hafa bent henni á leiðir út úr ógöngun- um. Þær eru lítt reyndar, en hún trúir á þær. Og þær eru miklu líklegri til hamingju, en neitt annað, sem hið dauða- dæmda skipulag getur boðið, að því skapi líklegri, sem vit er vænlegra til góðs, en vitfirring. Og þessi æska gengur ekki krók á leið sína. til þess að brjóta neitt af boðorðum þeirrar menningar, sem kom- in er á kné, hafa trú hennar í flimtingi, né hæðast að vesaldómi hennar og vindhöggum. En hún er sammála um að taka ekkert mark á neinu af þessu. Og hún telur sig hafa annað þarfara að gera, en bera völur í dys alls þess, sem tíminn sjálfur er að verpa auri. Hún vinnur. — VI. Lögreglustjórinn í Reykjavík skýrði nýlega frá því á opinberum fundi, að meira en helmingur allra óknytta, sem framdii' væri í bænum, væri af völdum bania og unglinga. Það virðist bera vott um fremur ískyggilegan árangur af því upeldi, sem vér veitum ungmennum vor- um. Það þýðir ekki að skjóta sér á bak við „tíðarand- ann“ þegar börnin eiga í hlut, því sá tíðarandi, sem þau nema, er andi sjálfra vor. Eg ætla ekki að fara langt út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.