Straumar - 01.04.1930, Síða 18

Straumar - 01.04.1930, Síða 18
12 STRaUMAR „andlegan“ ófögnuð, í frjálslyndisskinhelgi og allskonar upskrúfuðum „andlegleika“, í blóðlausu tildurlífi, kyn- ferðisbrellum og hégómaskap. Og alt er þetta jafnfiarri uppreisn æskunnar, menningarstefnu yngstu hugsandi þegna jarðarinnar, eins og samkepnisruddaskapur nýríkra burgeisa, alþjóða-þvaður íhaldsins um sjálfstæði og venju- leg hjálpræðishers góðgerðastarfsemi. Og það eru atburðir síðustu 15 ára, sem hafa leitt þetta í ljós. Þeir hafa hlutað heiminn sundur eins og log- andi egg. Öðru megin eru, ófriðurinn, hungursnevðin, hergróðavillimenskan, sjúkdómarnir, viðskiftastríðin, gróðabrallið, verðhrunið, fjársvikin, dómsmorðin, alt þetta, sem brennur eins og eitur í taugum hins gamla mannkyns. Hinum megin er yngsta æska mannkynsins, snauð og valdalaus. Hún hefir sagt sig úr lögum við þetta alt. Spakir menn hafa bent henni á leiðir út úr ógöngun- um. Þær eru lítt reyndar, en hún trúir á þær. Og þær eru miklu líklegri til hamingju, en neitt annað, sem hið dauða- dæmda skipulag getur boðið, að því skapi líklegri, sem vit er vænlegra til góðs, en vitfirring. Og þessi æska gengur ekki krók á leið sína. til þess að brjóta neitt af boðorðum þeirrar menningar, sem kom- in er á kné, hafa trú hennar í flimtingi, né hæðast að vesaldómi hennar og vindhöggum. En hún er sammála um að taka ekkert mark á neinu af þessu. Og hún telur sig hafa annað þarfara að gera, en bera völur í dys alls þess, sem tíminn sjálfur er að verpa auri. Hún vinnur. — VI. Lögreglustjórinn í Reykjavík skýrði nýlega frá því á opinberum fundi, að meira en helmingur allra óknytta, sem framdii' væri í bænum, væri af völdum bania og unglinga. Það virðist bera vott um fremur ískyggilegan árangur af því upeldi, sem vér veitum ungmennum vor- um. Það þýðir ekki að skjóta sér á bak við „tíðarand- ann“ þegar börnin eiga í hlut, því sá tíðarandi, sem þau nema, er andi sjálfra vor. Eg ætla ekki að fara langt út

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.