Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 22
16
STRAUMAR
þeirra. Og' sá sem finnur sig ómáttugan þess að rökræða
hana, lætur það vera. Iiann vinnur fyrir hana — og deyr
fyrir hana, ef á þarf að halda. Og það má deila um
réttmæti slíkrar menningarstefnu. En um það tjáir ekki
að deila, að þeirri lífsstefnu verður ekki komið á kné,
sem æskan sjálf hefir gjört að sinni eigin.
Hér heima fær það ekki dulizt að langt er í land,
unz uppreisn æskunnar liefir fengið slíkt markmið og
innihald. Eg skal að gamni mínu segja eina „uppreistar-
sögu“ úr Reykjavík. Nemendum í einum opinberum skóla
hefir verið falið að halda skrá yfir fjarvistir í skólanum.
Sá bekkur, sem bezt hefir sótt skólann, fær einn frídag í
mánuði. Þegar til þess kemur að einn bekkur njóti þess-
ara fríðinda, neita nokkrir bekkir að koma í skóla og láta
ekki sjá sig þann dag. Þeiv neita að beygja sig undir
réttlætislög. Iíverju sem um er að kenna, eru þessi börn
óhæfar verur til félagsskapar. Og sannleikurinn er sá, að
hvorki þeir sjálfir né aðstandendur þeirra, ætla þeim það.
Þeir eiga að verða yfirstéttarborgarar. Tiltæki þeirra er
alveg í samræmi við þá hugsun.
Og þetta er ekkert einsdæmi. Nýlega hefir verið
stofnað nýtt stúdentafélag í Reykjavík. Ætla mætti, að
þar gæti að líta íslenzka uppreisnaræsku, djarfhuga börn
hins nýja tíma. En einhvernveginn var það nú svo, að á
stofnfundinum náðist ekki samkomulag um það, hvoit
félagið ætti að hafa það á stefnuskrá sinni, að vera á
móti flokkssamtökum íhaldsmanna. Slík röggsemi var of-
viða hugrekki hinna ungu menntamanna. Aðalhugsjón
þeirra virtist vera sú, að stríða formanni gamla félags-
ins. En það er hjákátleg rausn að stofna „róttækt" félag
til þess eins. Lífið á sennilega eftir að bióða honum alla þá
skapraun, sem hann er fær um að bera. Eg hefi verið á
fundum félagsins síðan. Þao er að koma kyrkingur í
fundarsóknina. Og aðalumræðuefnin hafa verið bollalegg-
ingar um uppsögn sambandslaganna og rekistefna og vað-
all í sambandi við einhverja smámuni viðvíkjandi vænt-
anlegu stúdentamóti á íslandi! Ekki verður nú sagt, að í
stórt sé ráðizt af hinu unga félagi.