Straumar - 01.04.1930, Síða 28

Straumar - 01.04.1930, Síða 28
22 S T II A II M A II verkamenn þóttust sjá, að kirkjan væri þeini að minsta kosti ekki til styrktar, og- róðust því í móti henni. Svo kom styrjöldin, og svo má segja, að í henni hafi kirkjan mist alt það vald og þá virðingu, sem hún enn naut hjá þeim hluta verkamannanna, sem trúaðir voru. Eins og öllum er kunnugt lagði kirkjan í hverju stríðs- landi blessun sína á styrjöldina. Prestarnir þrumuðu hernaðarprédikanir í hverri kirkju, hvöttu menn til „drengilegra“ dáða á vígvellinum og lofuðu guð fyrir náð hans, þegar mestu hafði verið slátrað af „óvinunum". Hernaðarpredikunum hafa öreigarnir ekki gleymt ennþá. Um það ber bók dr. Pichowskis vitni. Einn segir: „sönn trú getur ekki predikað og látið sér vel líka miljónamorð, eins og prestamir gerðu þá“. Og viðburðir stríðsins námu burt hjá mörgum öreiganum það sem eítir var af trú. „Stríðið með öllum þess ógnum hefir fært mér heim sanninn um að það getur ekki verið til almáttugur og al- góður guð“, segir annar. Málum er því þannig komið í Þýzkalandi og flestum löndum Miðevrópu, og Rússlandi, að kirkjan og kristin- dómurinn eru álitin fjandsamleg jafnaðarstefnunni. Or- sakirnar eru þær, að jafnaðarmenn hafa aðhylzt efnis- hyggjuna og neitað þannig grundvallarsannindum allrar trúar og kirkjan hefir stutt auðvaldið í atvinnudeilunum, eða að minsta kosti látið þær afskiftalausar, með örfáum undantekningum. Og þeir prestar, sem hafa alhylzt kenn- ingar jafnaðarmanna, hafa átt heldur óvíst sæti í ríkis- kirkjunni. Þegar nú svo er komið, að öreigamir hafa mist alla guðstrú, hver eru þá þau andlegu verðmæti, sem öreiginn byggir líf sitt á? Hver er lífsskoðun hans? Við þessum spurningum fáum við ótvíræð svör í bók dr. Pichowskis. Náttúrufegurðin, listirnar og einkum jafnaðarstefnan og félagslíf jafnaðarmanna og starf þeirra að þjóðfélags- byltingu eru honum full bót fyrir kristindóm, fullnægir sömu sálarþörfum, sem hinn trúaði fær fullnægingu á í trúnni.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.