Straumar - 01.04.1930, Síða 38
STRAUMAE
82
kærleiksríkir, en einn ekki, og- hann hefir þjóðfélagsleg*a
afstöðu, með yfii’ráðum yfir atvinnutækjunum, til þess
að kúga hina níu, þá getur það ekki leitt af sér bræðra-
lag mamxanna. Þessvegna þarf að bi’eyta skipulaginu svo
að þessi eini geti ekki í skjóli eignarréttarins og lögvei'nd-
ar hans kúgað hina níu.
Takmarkinu hygst hún því að ná með þjóðnýtingunni,
yfirráðum heildarinnar yfir auðsuppsprettum og fram-
leiðslutækjum, svo vinna manna stefni að því að fram-
leiða fyrir þarfir mannanna. Eg get ekki séð, að hér rek-
ist neitt á, ef í’étt er skilið.
Niðurstaðan er því sú, að kristindómur og jafnaðar-
stefna séu hvorttveggja hugsjónir um göfugt þjóðfélag
og að leiðir þeii’ra að mai’kinu liggja samsíða.
En kristindónxurinn nær lengra en jafnaðarstefnan. Hin
siðferðilega ábyrgð, sem fylgir trúnni á framhaldslíf er
nxönnum sterkari hvöt til siðfei’ðilegs lífs í kærleika, en
réttlætiskrafa og rökrétt hugsun jafnaðai'stefnunnar.
Trúnni á annað líf og stai’f kristinna manna að eilífri vel-
fei’ð mannanna, er því ekki jafnaðarstefnunni hindrun,
heldur hjálp.
Krafa jafnaðarstefnunnar á hendur kristnum mönn-
um, kirkjunni og þjónum hennar.er því sú,að þeir bregðist
ekki því hlutverki í þjóðfélagsmálunum, sem kristindóm-
urinn leggur þeim á hei’ðai’, að þeir styðji forvígismenn
jafnaðai’manna í öllu starfi þeirra að bættum kjörum ör-
eiganna, sem núverandi þjóðskipulag níðist á, standi með
þeim í ki’öfum lxinna fátækustu, sem varla eiga málungi
matar, um hærra kaup fyrir vinnu sína, berjist fyi’ir
stytti'i vinnutíma og að hvíldardagurinn sé helgur hald-
inn, bei’jist fyrir rétti þeirra, sem órétt þola í þjóðfélag-
inu, svo sem þeiiTa, er fá verða framfærslustyrk frá hálfu
hins opinbera, berjist fyrir aukinni og síaukinni menn-
ingu þeirra, sem fyrir fátæktar sakir og langs vinnutíma
hafa ekki fé eða. tíma til að auðga anda sinn á þeim menn-
ingaiverðmætum, sem gera lífið bjartara, og berjist yfir-
leitt í hvívetna fyi’ir mannúðai’- og menningarmálum.
En þess getur j afnaðai’stefnan ekki krafizt, að kirkj-