Straumar - 01.04.1930, Side 40
34
S T R A U M A R
Gagnvart þeim vandamálum dugir ekki til lengdar óákveð-
ið predikunarmas, sem enginn tekur mark á.
Og eg held að jafnaðarmönnum hér á landi sé holt
að yfirvega það, að í afstöðu sinni til kirkjunnar mega
þeir ekki fylgja í blindni þeim fordæmum, sem flokks-
bræður þeirra í öðrum löndum hafa gefið. Þeir vei’ða að
átta sig á því í tíma, að guðstrú og kristni eru ekki fjand-
samleg eðli jafnaðarstefnunnarheldur stefna að vissu leyti
að sama marki og hún. Og jafnvel þó að þeir sannfæríst
ekki um að þetta er rétt, og hyggi trúarbrögðin hindrun
á vegi þeirra, þá verða þeir þó að horfast í augu við þá
staðreynd, að þó að þeim takizt að ryðja um koll þjóð-
kirkju íslendinga, getur þeim aldrei tekizt að útrýma
trúarbrögðunum, því að sannindi þeirra eiga sér svo
djúpar rætur í trúarreynslu manna, að þau verða aldrei
upprætt hvorki með illu eða góðu. Sagan sýnir það svo
greinilega, að allar tilraunir í þá átt hafa haft öfugan
árangur. Þetta munu Rússar bráðlega sanna, og ekki þyk-
ir mér ólíklegt, að ofsókn þeirra á hendur trúarbrögðun-
um, ef þeim heldur áfram, verði fyrsta verkalýðsríki jarð-
arinnar að falli, og þykir mér það þó illa farið.
Eg vona þess fastlega, að íslenskir jafnaðarmenn láti
sig aldrei henda þá heimsku.
Einar Magnússon.
Trúmál og kirkja á Rússlandi.
Eftir að Sovjetstjórnin hófst til valda í fjörbrotum
rússneska keisaradæmísins 1917, tók brátt að blikna feg-
ursti fífill hinnar „heilögu rétt-trúuðu kirkjuu á Rússlandi.
Hafði sú kirkja, eins og grísk kaþólska kirkjan víðasthvar
er, verið einkum fræg fyrir þröngsýni og afturhaldsanda,
og því reynzt keisaravaldinu hin öflugasta hjálparhella
með því að viðhalda fáfræði og hjátrú lýðsir • innræta