Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 94

Frjáls verslun - 01.01.2001, Síða 94
JAPANSKIR DflGflR Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu: Japanir afar orðheldnir Viðskipti Heklu við Japan standa á gömlum merg en þau hófust fyrir um 30 árum þegar fyrir- tækið hóf að flytja inn bíla frá Mitsu- bishi fyrirtækinu. í viðbót við bíla- innflutninginn, sem er talsverður þar sem Mitshubishi er með um 20% markaðshlutdeild á íslandi, flyt- ur Hekla inn virkjanir frá Mitsubishi og einnig frystigáma. „Við seljum allar gerðir bíla frá Mitsubishi, allt frá litlum fólksbílum upp í rútur,“ segir Sigfús Sigfússon, for- stjóri Heklu. „Pajero jeppinn hefur einnig verið vinsælastur jeppa hér um árabil. Mitsubishi fyrirtækið er gríðarlega stórt í Japan. Það framleiðir allt mögulegt, rekur skipa- smíðastöðvar, smíðar flugvélar, framleiðir bjór og myndavél- ar og stendur fyrir banka- starfsemi auk þess sem það stundar olíu- vinnslu. Það er varla til það svið sem fyr- irtækjasamsteyp- Japönsku Mitsubishi bílarnir frá Heklu eru meö um 20% markaöshlutdeild á Islandi. En Mitsubishi er talsvert meira en bílar. Hekla hófvidskipti vib Japani fyrir um 30 árum. Efitir Vigdísi Stefánsdóttur Sigfús Sigfusson, forstjóri Heklu: „Japanir eru traustir og efpeir segja eitthvað þá stendur það eins og stafur á bók. I rauninni er engin þörf á pví að skrifa undir samninga við þá. Orð duga. “ FV-mynd: Geir Olafsson. an kemur ekki nálægt. Þess má svo geta til gamans, þó svo að við kom- um ekki nálægt því að neinu leyti, að Mitsubishi kaupir talsvert af loðnu hér á landi og flytur út til Japans.“ Vörumerki Mitshubishi eru þrír demantar og heitir „the three diamonds". Upphaflega táknaði það skrúfublöð á skipi og var hannað þegar Mitsubishi rak skipasmíða- stöð í Nagasaki en þróaðist smám saman í það sem það er í dag og má sjá það hvert sem litið er í Japan, Þótt Hekla sé í dag rótgróið bílainnflutningsfyrirtæki og fæstir sjái annað fyrir sér en bíla þegar hugsað er til þess, þá hóf það feril sinn með því að flytja inn ávexti frá Spáni. Eftir seinni heimsstyrjöldina breyttust áherslurnar og fyrirtækið tók að flytja inn vélar og bíla, fyrst og fremst frá Bandaríkj- unum og Evrópu, og hefur alla tíð verið leitast við að kaupa inn þekktasta og besta vörumerkið í hverjum geira fyrir sig. „Upp úr 1970 fórum við að líta í kring um okkur og þá lágu saman leiðir okkar og Mitsubishi," segir Sigfús. „Við það fórum við inn i allt annað viðskiptaumhverfi en við vor- um vanir því Japanir vinna á gjörólíkan máta. Þeir taka sér góðan tíma í ákvarðanatökur og vinna mikið í hópum. Þeir eru mjög nákvæmir og það er að mínu mati alveg einstak- lega gott að vinna með þeim. Þeir eru traustir og ef þeir segja eitthvað þá stendur það eins og stafur á bók og í rauninni er engin þörf á því að skrifa undir samninga við þá. Orðin duga. Því miður er ekki sömu sögu að segja um ýmsar aðrar Austurlandaþjóðir sem sumar hverjar eru ára- tugum á eftir Japönum. Þótt gengi jensins hafi á stundum leikið okkur grátt þá hafa þeir alltaf sýnt okkur skilning og komið til móts við okkur og þannig sýnt að þó svo að Island sé lítill markaður á þeirra mælikvarða þá skiptum við þá máli og þeir vilja gjarnan halda við þessum viðskiptasamböndum.“ Sigfús segir það mikið gæfuspor að opna sendi- ráð í Japan og japanskt sendiráð hér á landi. „Það er víst að viðskipti milli landanna eiga eftir að aukast í kjölfarið og líklegt að við munum sjá fleiri ferðamenn frá Japan hér á landi en þeir hafa mjög gaman af því að koma hingað. Þeir hafa líka mikla ánægju af því að borða góðan mat, t.d. hvalkjöt ef það fæst, og þar er vís veg- ur til að koma á góðum tengslum.“ H!i Heimasíða Mitsubishi er: http://www.mitsubishi- motors.co.jp/inter/entrance.html en þar er að finna mik- ið af upplýsingum, bæði varðandi sögu fyrirtækisins, upp- byggingu og annað. Og auðvitað er þar hægt að sjá nýjustu bílana og umsagnir um þá. Um að gera að notfæra sér nýj- ustu tækni og skoða það sem Netið býður upp á! 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.