Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 21

Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 21
FORSÍÐUGREIN TVÍKEPPNI í VIÐSKIPTALÍFINU Eftir tídar sameiningar fyrirtœkja á undanfórnum árum finnst mörgum sem íslenskt viðskiptalíf ein- kennist nú aftvíkeppni á mörgum mörkuðum; að markaðsöflin leitist við að hafa aðeins tvö stór og ráðandi fyrirtæki á hverjum markaði og að pað skorti fyrir vikið samkeppni. En ríkir tvíkeppni eða alpjóðleg samkeppni á mörkuðum? Lítumyfir skylmingar viðskiptalíjsins, skoðum nýjar viðskipta- blokkir og riddarana á hverjum markaði fyrirsig! Eftir Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson Hefði verið spurt um það fyrir tuttugu til þrjátíu árum hvort tvíkeppni væri í íslensku atvinnulífi hefði spurningin líkleg- ast verið túlkuð út frá svonefndri helmingaskiptareglu Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks (í mörgum tilvikum skipta- reglu allra flokkanna) sem var þá hvað sýnilegust í bankakerfinu og sjávarútvegi. Og svarið hefði eflaust orðið ,já“. Nú er öldin önnur. í hugum langflestra snýst tvíkeppni nú um það hvernig markaðsöflin á íslandi leitast við að hafa aðeins tvö stór og ráðandi fyrirtæki, ásamt kannski nokkrum smáum, á hverjum markaði fyrir sig. Þótt orðið tvíkeppni sé hér notað um þetta fyrirbæri merkir tvíkeppni í raun tvíokun (duopoly). En það er ekki allt sem sýnist Eftír að allur heimurinn varð eitt markaðssvæði er mun erfiðara að skilgreina heimamarkaði, eins og þann íslenska, mjög þröngt. Þótt tvö fyrirtæki séu stærst og ráðandi á sínu sviði búa þau langflest við erlenda samkeppni, eða a.m.k. sterka hótun um innrás ef slakað er á. En er þá frjáls samkeppni fremur í orði en á borði við þessar aðstæður? Sitt sýnist hverjum. En hver á að svara þessu svo rétt sé annar en markaðurinn sjálfur? Því verður ekki mótmælt að hér ríkir frjáls samkeppni og að ný fyrirtæki hafa frjálsan aðgang að nánast öllum mörkuðum. Margir þeirra eru á hinn bóginn svo smáir að markaðsöflin sjálf telja ekki rými á þeim fyrir fleiri en tvö til þrjú stór fyrirtæki eigi þau að geta gert allt í senn: Iifað af, skilað hlut- höfum sínum viðunandi ávöxtun, fært launþegum vinnu og sam- keppnishæf laun og síðast, en ekki sist, skilað neytendum lágu verði í gegnum stórinnkaup og hagræðingu fyrirtækja. Er ekki Virk frjáls samkeppni? Ef fyrirtæki sameinast og eftir standa tvö til þrjú stór og ráðandi fyrirtæki á sínu sviði er þá ekki lengur um virka frjálsa samkeppni að ræða? Nei, kynnu einhverj- ir að segja. Á móti kynnu aðrir að álykta sem svo: Jú, það er einmitt samkeppnin sem sameinar fyrirtæki og ræður því hversu mörg lifa af á sama markaði. Virk samkeppni er einföld og hún finnur lausnir, oftast þær bestu. Það er hún sem finnur jafnvægis- punktana; verðið á vörunni, vinnuaflinu og fjármagninu og sömu- leiðis hvaða vörur eru framleiddar, hversu mikið af þeim og hve margir framleiða þær, þ.e. hversu mörg fyrirtæki lifa af í sam- keppninni; eitt, tvö, þijú, tjögur eða fleiri. Ekki er til betri leið til að finna þessa jafnvægispunkta en með frjálsri samkeppni og að gefa markaðsöflunum lausan tauminn. Erfitt að streitast á móti sameiningum Eftír að Samkeppnisráð varð áberandi spyrja margir sig að því hvort krukka eigi í mark- aðsöflin. Á nokkurra manna opinbert ráð, eins og Samkeppnis- ráð, að stýra samkeppninni? Er hægt að banna fyrirtækjum á ís- landi að sameinast á meðan allir hamast í ræðu og riti við að tala um heiminn sem eitt markaðssvæði? Flestir telja erfitt að streit- ast á móti því í þjóðfélagi einkaeignaréttar að eigendur sameini fyrirtæki sín í von um hagræðingu og bætta afkomu - og að tjár- magn þjappist þar af leiðandi saman. Á að banna eiganda lítils fyr- irtækis, sem hefur sett ailt sitt fé í fyrirtækið, að selja það þótt kaupandinn sé markaðsráðandi fyrirtæki á sama markaði? Eiga stjórnvöld að segja honum hvort og hveijum hann eigi að selja fyrirtækið? Á að banna honum yfir höfuð að selja fyrirtækið? Er eðlilegt að halda honum í gíslingu með eign sína og neyða hann til að leysa fyrirtækið upp vilji hann hætta í greininni? Varla! Á hinn bóginn má líka spyija hvers vegna hafðar eru Sam- keppnisstofnanir víða um heim og hörð samkeppnislög sett, eins og í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hættan er auðvitað sú sem menn sjá að stór og ráðandi fyrirtæki á markaði misnoti aðstöðu sína og semji við einn viðskiptavin sinn gegn því að henda út vörum keppinautar hans. Tökum t.d. Baug á Islandi sem er markaðsráðandi á matvörumarkaðnum. Hvernig gætu framleiðendur og heildsalar brugðist við myndi Baugur ákveða að semja við einn framleiðanda gegn því að henda út vörum frá öðrum framleiðendum, keppinautum hans? Vöruval minnkaði og nánast væri skrúfað fyrir aðgengi annarra fram- leiðenda að neytendum. Enn má svo velta vöngum yfir því hvort hægt sé að ákveða það fyrir einhvern kaupmann frá hveijum hann selji og svo fram eftir götunum. Neytendur og framleiðendur Mörgum finnst sem fijáls samkeppni snúi eingöngu að neyhendum, kaupendum vöru og þjónustu. Að það sé ekki virk samkeppni nema helst tugir fyrirtækja séu að keppa sín á tnilli og gera sitt besta, bjóða sem besL Þannig er sam- keppnin auðvitað virkust og viðskiptalífið ferskast og skemmtileg- ast En neytendahliðin er bara önnur hliðin á málinu. Hin hliðin er sú að fijáls samkeppni snýr ekkert síður að framleiðsluöflunum, vinnuafli og fjármagnseigendum, sem í sívaxandi mæli eru laun- þegar. Launþegar reyna að hámarka hag sinn með því að bindast í stéttarfélög og knýja þannig fram hærri laun og forgang að vinn- unni. í æ ríkari mæli er mönnum að skiljast að hagsmunir starfs- manna og fyrirtækja fara saman og að verðmæti fyrirtækja felst í verðmætu vinnuafli. En auðvitað reyna fyrirtæki að hámarka hag sinn - út á það gengur allt bröltið. Hvort heldur með sameiningu við önnur fyrirtæki, kaup á ódýrari tækjum og vörum, bættri nýtingu vinnuafls, eða með því að hækka vöruverðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.