Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 26

Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 26
FORSÍÐUGREIN TVÍKEPPNI í VIDSKIPTALÍFINU Edda og Fróði Á bókamarkaðnum hefur orðið veruleg sam- þjöppun undanfarin ár og náði hún hámarki snemma á síðasta ári þegar Vaka-Helgafell og Mál og menning voru sameinuð undir heitinu Edda og sömuleiðis með sameiningu Fróða og Iðunnar. Þótt nokkrar smærri bókaútgáfur komi að bókaútgáfu hérlendis þá bera þessi tvö forlög, Edda og Fróði, til samans ægishjálm yfir önnur í útgáfu bóka, sérstaklega Edda, en inn- an raða hennar er Iceland Review tímaritaútgáfan. Fróði er hins vegar stærstur í útgáfu tímarita hérlendis, en á þeim markaði koma raunar mörg smærri fyrirtæki við sögu. Lyfja/Apótekið og Lyf og heilsa Bylting hefur orðið á lyfsölu- markaðnum frá því ffelsi lyflafræðinga til að stofiia lyijabúðir var aukið árið 1996. Tvær lyijabúðakeðjur eru núna allsráðandi á þessum markaði og sameiginlega með markaðsráðandi stöðu, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Önnur keðjan er Lyija, sem er dótturfélag Baugs og rekur lyijaverslanir undir nafninu Apó- tekið og Lyija. Nýlega voru Lyfja og Lyijabúðir, þáverandi dótt- urfélag Baugs, sameinaðar undir heitinu I.yfja og er sú keðja nú í meirihlutaeign Baugs, sem á 55% hlut, en iyrrverandi eigendur Lyiju, þeir Róbert Melax og Ingi Guðjónsson, eiga 45% hlut. Hin keðjan heitir Hagræði og rekur sautján lyijaverslanir undir heit- inu Lyf og heilsa. Alls eru 56 lyfjaverslanir hérlendis. Pharmaco, Delta, Lyfjaverslun-Thorarensen lyf Veruleg samþjöpp- un hefur orðið í framleiðslu og innflutningi lyija hérlendis. Þar eru núna að myndast tvær fylkingar. Pharmaco, sem rekur dótturfélag sitt, Baikanpharma í Biilgaríu, hefur um árabil verið umfangsmikið á markaðnum hérlendis í innílutningi á lyijum til landsins. Pharmaco stofnaði lyflaframleiðslufyrirtæki Deltu á sínum tíma en hefur á undanförnum árum dregið sig smám saman út úr því fyrir- tæki. Það losaði sig nýlega að fullu við hlutabréf sín þar þegar það, ásamt Balkanpharma í Búlgaríu, seldi Jóhanni Óla Guðmundssyni 19,9% hlut í Deltu. Jóhann Óli er stór hluthaíi í Lyijaverslun íslands og saman eiga Jóhann Óli og Ly0averslunin um 35% hlut í Deltu og eru þar ráðandi afl. Nýjustu tíðindin eru svo kaup Lyflaverslunar- innar á Thorarensen-lyflum sem er rótgróið fyrirtæki í innflutningi á lyfjum. Áður hafði Lyflaverslunin keypti öll hlutabréf í A Karlssyni sem m.a. hefur flutt inn lyf og lækningatæki. Ef horft er út fyrir þess- ar tvær fylkingar á fyfjamarkaðnum ber lyflafyrirtækið Omega Farma einna hæst, svo og lyijadeild Austurbakka. En tilhneigingin á þessum markaði er augljós; tvíkeppni. fllgerðin og Vífilfell Á öl- og gosdrykkjamarkaðnum stefhir núna aðeins í tvö framleiðslufyrirtæki, Ölgerðina Egil Skalla- grímsson og Vífilfell, sem væntanlega verður sameinað Sól-Vík- Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, og Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells. ingi á næstunni, en sömu eigendur eru að báðum fyrirtækjun- um. Ölgerðin og Vífilfell hafa um árabil skipt með sér gos- drykkjamarkaðnum og Ölgerðin og Sól-Víking innlendri bjór- framleiðslu. í áratugi var þriðja gosdrykkjafyrirtækið á þessum markaði, Sanitas, en framleiðslueiningar þess voru Viking Brugg og gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas sem lengi vel fram- leiddi Pepsi hér á landi. Fyrir um áratug reyndi Smjörliki-Sól að beijast inn á þennan markað með kóladrykkinn Iscola, en hafði ekki erindi sem erfiði. Vörur Sanitas og Smjörlíkis-Sólar hafa farið á tvo staði. Ölgerðin er núna með Pepsi. Sól-Víking hefur tekið yfir starfsemi Smjörlikis-Sólar og Viking Brugg. Þótt tvi- keppni sé í gosinu keppa bæði Ölgerðin og Vífilfell/Sól-Víking af hörku við erlenda bjórframleiðendur í verslunum ÁTVR Plastprent og Ako-Plastos Veruleg samþjöppun hefur orðið á plastmarkaðnum á undanförnum árum. Haft hefiir verið eftír Sig- urði Braga Guðmundssyni, tramkvæmdastjóra Plastprents, að þetta sé ekki spurningin um eitt, tvö eða þijú fyrirtæki í plastiðn- aði á íslandi, heldur hvort yfirleitt verði rekið slíkt fyrirtæki í land- inu - slík sé samkeppnin við innflutning. Undir lok síðasta árs keypti Plastprent um 85% hlutatjár í Ako-Plastosi á Akureyri en það fyrirtæki varð til við samruna Plastos umbúða í Garðabæ og Akoplasts á Akureyri á árinu 1999. Um árabil voru Plastprent og Plastos hörðustu keppinautarnir á þessum markaði. Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents, og 13% eig- andi í fyrirtækinu, er jafnframtframkvæmdastjóri Sigurplasts. Það fyrirtæki framleiðir fyrst og fremst plastílát og plastdósir og er ekki í beinni samkeppni við Plastprent Fram heftír komið í fjöl- miðlum að bæði húsnæði Plastprents við Fossháls og húsnæði Ako-Plastos á Akureyri séu til sölu táist viðunandi verð. Sömuleið- is hefur verið gefið út að í framtíðinni komi vel til greina að sam- eina Plastprent Ako-Plastos og Sigurplast 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.