Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 30
Einbýlishúsið við Mávanes 10, nýlega gert upp og er allt hið vandaðasta. Tilboða var óskað í auglýsingu en tekið fram að ekki þýddi að bjóða undir 50 milljónir króna. Fáheyrt er að einbýlishús fari á svo háu verði á Islandi. Mynd: Geir Olafsson Verðmúrinn rofinn Fasteignaverð hefur verið í hámarki að undanförnu og vakti athygli ný- lega þegar einbýlishús að Mávanesi 10 á Arnarnesi í Garðabæ var auglýst til sölu, óskað var eftir tilboðum en jafn- framt var tekið fram að ekki yrði tekið á móti tilboðum undir 50 milljónum króna. Um svipað leyti var annað einbýl- ishús auglýst til sölu fyrir um 40 milljón- ir króna. I samtölum Fijálsrar verslunar við nokkra fasteignasala kemur fram að myndast hefur markaður lýrir dýrar fast- eignir og ijársterka kaupendur að undanförnu. Ekki eru margir kaupendur að svo dýrum húseignum og þegar komið er upp í ákveðið hámark fara kaupendur að velta týrir sér hvað þeir geti byggt fýrir sömu upphæð. Kaupendur að svo dýru húsnæði eru þvi einna helst sendiráð og svo hugsanlega eíhaðir Islendingar sem eru að flytjast aftur til landsins. En markaðurinn er vissulega fyrir hendi! Raunlækkun í ársbyrjun „Hæsta verð sem ég hef heyrt um er 80 milljónir og ég held að það sé hægt að finna hús á 40 milljónir ef við förum aftur í tímann þvi að það hafa selst dýr hús hérna án þess að þau hafi endilega farið á sölu. Oft eru þessi hús ekki sýnd. En jú, jú, auðvitað er að vissu leyti verið að ijúfa þarna ákveðinn múr og auðvitað er það sögulegt. Fasteignaverð var í sögulegu há- marki í desember, síðan varð örlítil raunlækkun í janúar og aftur í febrúar, að vísu aðeins um 1-2%, þannig að þetta er auðvitað brejd- ing,“ segir Guðrún Arnadóttir, formaður Félags fasteignasala. Ekki offramboð ennþá Gangverð á stórum og myndarlegum einbýlishús- um er í dag á bilinu 25-33 milljónir króna og gangverð á raðhúsum er 17- 25 milljónir. Verðið fer eftír stærð, stað- setningu, innréttingum og ástandi. Ef mikið er lagt í húsin, lýsingu, garð, inn- réttingar o.s.frv. fer húsið á hærra verði. Hvað raðhúsin varðar þá er með- alraðhús á 21-23 milljónir króna en lítið raðhús á einni hæð er í lægri verðkant- inum. Gert er ráð fýrir að meðalverð á fokheldu húsi nemi 90-110 þúsundum króna á hvern fermetra, t.d.í Grafarholtinu þar sem lóðir hafa verið mjög eftírsóttar, og að fullbúinn kostí fermetrinn allt að 200 þúsund krónur. Við- skiptin á fasteignamarkaðnum hafa verið afar lífleg undanfarin misseri en Guðrún býst við að ákveðinn stöðugleiki verði á þessu ári og að fasteignaverðið nái jafnvægi. „Markaðurinn er rólegri en hann var þegar eftirspurnin var hvað mest en ætli það megi ekki segja að hann sé í leit að jafn- vægi. Það er ekki offramboð á eignum ennþá en menn eiga frekar von á að jafnvægi náist einhvern tímann á þessu ári,“ segir hún. Spár um efnahagslægð hafa áhrif á fasteignamarkaðinn og sama gildir um háa vexti. „Það er erfiðara að fá lánaiýrir- greiðslu í bönkum nú en undanfarin misseri," segir Guðrún. „Sala í atvinnuhúsnæði er minni nú en sl. 2-3 ár. Við finnum einnig fýrir því að almenningur er farinn að bogna undan vaxta- okrinu." S3 Verðmúr var rofmn þegar auglýst var nýlega eftir tilboðum yfir 50 milljónum króna í einbýlishús í Mávanesi í Garðabæ. Gangverð á myndarlegum einbýlishúsum er á bilinu 25-33 milljónir króna. Efiir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Gangverð á stórum og myndarlegum einbýlishúsum er í dag á bilinu 25-33 milljónir króna og gangverð á raðhúsum er 17-25 milljónir. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.