Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 35
Búðir
/Breið5K_
i ( vík
/Arnarstapi
Wellnar
SVILARNIR I KflLIFORNIU
til dauðadags. Síðar tók Utvegsbankinn við því og var útibú
bankans starfrækt í því fram til 1981 að Landsbankinn eignaðist
það. A Seyðisfirði er verið að stofna hlutafélag og hrinda í gang
verkefninu Aldamótabærinn Seyðisíjörðui'. Hluti af því
verkefni verða svokölluð húsahótel, sem Sigur-
jón hefúr stutt í verki með því að leggja til
Landsbankahúsið. Hótel verður þó ekki opn-
að í húsinu fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári því
að fyrst þarf að breyta húsinu að innan. Að
auki á Siguijón 10 prósenta hlut í félag-
inu.
Af öðrum þekktum fasteignum í
eigu Sigurjóns má nefna húsnæði Tals
við Síðumúla 28 og Síðumúla 32, fyrr-
um húsnæði Vöku-Helgafells við Síðumúla 6-8 í
Reykjavík, en það var sett í sölu eftir samrunann við Mál og
menningu í fyrravor, og sama gildir um húsnæði Máls og
menningar við Síðumúla 7-9 skáhallt á móti Vöku-Helgafelli. Af
öðrum eignum má nefna Armúla 40 en Sigurjón á stóran hluta
þess húss.
Huldufólk í Arney Jarðakaup Sigurjóns hafa vakið mikla at-
hygli. í ársbyrjun í fyrra keypti Sigurjón Hellisfjörð, afskekkt-
an íjörð sem liggur milli Reyðarljarðar og Norðijarðar.
Skömmu síðar keypti hann eyjuna Arney á Breiðafirði af Sig-
urði Halldórssyni sem búsettur er í Lúxemborg. Arney er
grösug og blómleg, nokkuð stór eyja um 1/2-1 kílómetri að
breidd með eggjavarpi og fuglatekju. Henni fylgja um ellefu
hólmar og eyjar auk helmings í Skjaldarey. Arney kom við
sögu sumarið 1243 þegar Kolbeinn ungi ætlaði með her
manna að Sturlu Þórðarsyni í Fagurey og komst með hluta
liðsins alla leiðina út í Arney en brjót er á milli hennar og
Fremri-Langeyjar. í Arney hefur löngum verið talsverður bú-
skapur og var búið þar fram á miðja þessa öld. Þar hefur fólk
dvalist á sumrin. Til eru frásagnir af viðskiptum huldufólks
við menn og skepnur í eyjunni.
Til gamans má geta þess að Siguijón á einnig stóra eyju rétt
fyrir utan Halifax í Nova Scotia. Samkvæmt heimildum Fijálsr-
ar verslunar var sú eyja keypt í fyrra þegar hann var þar við tök-
ur á kvikmynd. Heillaðist hann svo mikið af Nova Scotia að
hann keypti eyjuna í samvinnu við nokkra félaga sína í kvik-
myndaiðnaðinum.
Upphaf Grænlandsbyggðar Önnur jarðakaup Siguijóns ein-
kennast af því að þar er gjarnan um sögufrægar jarðir að ræða,
jarðir með einstaka náttúrufegurð. Frægust er sjálfsagt Laugar-
brekka við Hellnar á Snæfellsnesi. Siguijón keypti hana af
Efri-Langey
rri
Armey
o
STYKKISHOLMUR
Til eru frásagnir af viðskiptum huldufólks við menn og skepn-
ur á Arney á Breiðafirði. Arney fylgja um ellefu eyjar og hólm-
ar, þar afhelmingur í Skjaldarey. Sigurjón hefur keyþt Laugar-
brekku við Hellnar og Dranga á Skógarströnd. Dröngum fylgja
Gjarðeyjar með um 24 eyjum og hólmum. Hann á í viðræðum
um kauþ á Seljum á Mýrum.
Reyni Bragasyni bónda í fyrrahaust. Kostaði hún um 22
milljónir króna og var seld með húsum en án framleiðslu-
réttar. Jörðin er kostajörð og náttúrufegurð með eindæmum,
170-190 hektarar með tveimur íbúðarhúsum frá 1934 og 1976,
ijárhúsi fyrir 400 fjár og 170 fermetra vélageymslu. Laugar-
brekka telst vera landnámsjörð og er hið forna ból Bárðar Snæ-
fellsáss en á jörðinni er einmitt Bárðarlaug. Þar var lengi kirkju-
staður. Til viðbótar á Siguijón lítinn skika við sjóinn á jörðinni
Gíslabæ, næstu jörð við Laugarbrekku. Af öðrum jarðakaupum
í fyrra má nefha kaup Siguijóns á Dröngum á Skógarströnd af
Daníel Jónssyni bónda. Henni fylgja Gjarðeyjar með 24 eyjum
og hólmum. Að Dröngum féllu synir Þorgests á Breiðabólstað
fyrir Eiríki rauða en þau víg urðu upphaf Grænlandsbyggðar frá
Islandi. Siguijón á einnig hlut í landnámsjörðinni Asólfsstöðum
II í Þjórsárdal.
Þá hefur Fijáls verslun og heimildir fyrir því að Siguijón eigi
í viðræðum um kaup á eyðibýlinu Seljum á Mýrum.
Fyrir fjórum árum voru jarðir á Snæfellsnesi illseljanlegar,
ekki síst t.d. á Skógarströndinni, en það breyttist eftir að göng-
in komu undir Hvalfjörð og aksturinn styttist frá höfuðborgar-
svæðinu. Jarðir á Snæfellsnesi eru nú eftírsóttar og hefúr
verðið farið hækkandi í samræmi við það.
Þjóðgarður á næsta leyti Ekki er vitað hvað Siguijón Sig-
hvatsson hyggst fyrir með fasteigna- og jarðakaupum sínum en
35