Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 44

Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 44
BORGARTÚN ' ■ - . Lyfjaverslun Islands. Þar er margt ígangi. Lyjjaverslunin keypti fyrirtœkid A. Karlsson hf. á síðasta ári og á dögunum voru Thorarensen lyfinnlimuð. KflUP JÓHANNS ÓLfl í DELTfl með bréfum í Lyfjaversluninni sem og með reiðufé. Kaupverðið á A. Karlssyni hf. var í kringum 800 milljónir króna. Hlutur Jóhanns Ola í Lyfjaversluninni fer við þetta úr um 14% niður í um 7% og Aðalsteinn Karlsson verður stærsti einstaki hluthafinn með um 24% hlut. Þess má geta að allt að ijórar tilraunir hafa verið gerðar á undanförnum tveimur árum til að sameina Lyíjaverslun Islands og Thorarensen ljd. Það var fyrst reynt fyrir tveimur árum en ekki hefur gengið saman. Þannig er fullyrt að í byrjun desember sl., eða skömmu áður en Thorarensen lyf hófu form- legar viðræður við Austurbakka, sem upp úr slitnaði í byijun þessa árs, hafi verið gerð til- raun til að sameina Lyijaverslunina og Thorarensen lyf. Nafnverð hlutaijár Lyijaverslunar íslands er 300 milljónir króna. A hluthafafundi, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík, þriðju- daginn 23. janúar sl., var samþykkt tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félags- ins um allt að 300 milljónir að nafnverði. Með öðrum orðum; að tvöfalda hlutaféð. Þegar dagskrá hluthafafundarins var send út kom fram að af 300 milljóna króna aukningu væru 160 milljónir vegna kaupa á öllu hlutafé í A. Karlssyni hf. og til viðbótar væru allt að 140 milljónir til frekari vaxtar félagsins. Thorarensen lyf. Ekkert varð af sameiningunni við Austurbakka í byrjun ársins. Núna hefur Lyfjaverslunin hins vegar keypt fyrirtækið. Delta og eignaðist bréf í Delta í staðinn hefur margoft verið rætt innan stjórnar Lyijaverslunar hvort fyrirtækið eigi að selja þessi bréf eða eiga þau. Taki menn eftir því að Pharmaco er ekki lengur bara Pharmaco heldur framleiðir það lyf í gegnum dótturfélag sitt, Balkanpharma í Búlgaríu. Litháíska lyfjafyrirtækið llsanta í ljósi þess að Delta keypti ný- lega lyijafyrirtæki á Möltu velta sumir þvi fyrir sér hvort í spákúl- unni megi sjá fyrir sér frekari kaup Delta á erlendum fyrirtækj- um, t.d. á litháíska lytjafyrirtækinu Ilsanta, en Jóhann Oli á hlut í því fyrirtæki. Það eru þó sænskir ijárfestar, Swedfund og EKN, sem eiga meirihlutann í Ilsanta, eða um 52%, og Lyijaverslun Is- lands á um 26%. Afganginn, 22%, eiga Jóhann Oli, Islenska heilsufélagið (en í því er Jóhann Oli meirihlutaeigandi) og Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins. Það eru eitthvað um tíu ár síðan Islenska heilsufélagið, Lyfjaverslun ríkisins og fleiri fóru af stað með lyfjafyrirtæki Ilsanta í Iitháen en rekstur þess hefur geng- ið brösuglega þar til á síðustu árum að það hefur rofað til. Aðalsteinn Karlsson verður stærsti hluthafinn Hlutur jóhanns Óla í Lyfjaverslun Islands minnkar um helming með kaupum Lyijaverslunar Islands á Thorarensen lyíjurn og þegar búið verður að ganga frá hlutabréfaskiptum vegna kaupa Lyijaversl- unar íslands á A Karlssyni á síðasta ári. Aðalsteinn Karlsson, aðaleigandi A Karlssonar, mun bæði fá greitt fyrir fyrirtæki sitt A. Karlsson metinn á um 800 mllljónir Lítum betur á 160 milljóna króna hlutaijáraukning- una vegna kaupa á A Karlssyni. Eftir því sem næst verður komist mun Aðalsteinn Karlsson, fyrrum aðaleigandi A Karlssonar, fá hlutabréf í Lyfjaverslun íslands að andvirði 72 milljóna að nafnverði og aðrir hluthafar í A Karlssyni fyrir um 8 milljónir að nafnverði. Samtals eru þetta um 80 milljónir og gengið í þessum viðskipt- um er 5. Þá er ætlunin að fagfjárfestar kaupi 80 milljónir að nafn- verði í Lyfjaversluninni og verði það fé þá notað til að greiða Að- alsteini og öðrum eigendum A Karlssonar fyrir afganginn af bréfunum í reiðufé. Thorarensen lyf metin á um 900 milljónir Lítum þá á hluta ijáraukninguna fyrir allt að 140 milljónir að nafnverði sem mið- að við gengið 5 gerir um 700 milljónir á markaðsvirði. Þetta fé mun Lyfjaverslunin nota til að greiða eigendum Thorarensen lyija sem munu að mestu fá greitt í reiðufé en einnig að hluta með bréfum í Lyfjaversluninni. I viðræðum Thorarensen lyija við Austurbakka, sem upp úr slitnaði eftir áramótin, voru Thorarensen lyf metin á um 900 milljónir króna. Veðjar á heilsugeirann Með kaupum sínum á 19,9% hlut í Delta og sölunni á Securitas hefur Jóhann Óli Guðmundsson enn einu sinni veðjað á heilsugeirann. Afskipti hans af heilsu- geiranum hófust fyrir meira en tíu árum er hann ijárfesti í lík- amsræktar- og sjúkrastöðinni Mætti og Islenska heilsufélaginu (en í því á hann núna um 60%). Þá má minna á að Securitas setti upp neyðarþjónustu fyrir aldraða og sjúka á níunda áratugnum sem vakti mikla athygli. Þetta var fjarskiptabúnaður sem settur 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.