Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 50
Þórður er sagður vandvirkur maður, skapgóður og auðveldur
í umgengni, þægilegur og þrautseigur. Hann er ábyrgur í
störfum sínum og tekur ekkert að sér nema hann treysti sér
fullkomlega til þess og gefur sig þá allan.
Mynd: Geir Ólafsson
fyllist þá eldmóði og sinnir ekki öðru á með-
an. Þórður er góður félagi, vinamargur og
samviskusamur flölskyldumaður sem hefur
haldið vel utan um fjölskyklu sína og gætt
þess í erilsömum störfum að hafa tíma af-
gangs tyrir hana. Hann er vinur vina sinna
og á sama hátt andstæðingur andstæðinga
sinna.
Hann heldur þétt utan um sitt lið og kann
að hlusta en gerir hugsanlega ekki nóg af
því. Hann er sagður hafa þann galla að
gefa samstarfsmönnum sínum ekki nægiNi
lega lausan tauminn þegar það á við.
Hann getur tekið gagnrýni og er fljótur að
ná áttum ef hann verður ósáttur.
Stjórnandi Flutningageirinn er harður
heimur, návígi er mikið og því má segja að
þar sé spilaður harður bolti þar sem hraust-
legt keppnisskapið komi til góða. I þessu
umhverfi er Þórði lýst sem lýðræðislega
sinnuðum stjórnanda sem hafi reynslu af að
fást við fólk og erfiða stöðu. Hann er síleit-
andi að nýjum hugmyndum í stjórnun og
markaðsstarfi og reynir stöðugt að fmna nýj-
ar leiðir, t.d. við að nútímavæða reksturinn
og fýrirtækið. Miklar kröfur hafa verið gerð-
ar til hans í gegnum tíðina og því hefur hann
skilað áfram niður píramídann. Hann heldur
þétt utan um sitt lið og kann að hlusta en ger-
ir hugsanlega ekki nóg af því. Hann er
sagður hafa þann galla að gefa samstarfs-
mönnum sínum ekki nægilega lausan taum-
inn þegar það á við. Hann getur tekið gagn-
rýni og er fljótur að ná áttum ef hann verður
ósáttur. Hann er sagður „plottari" og geti
hugsað út leiki fram í tímann. Þórði hefur
aldrei verið um það gefið að tapa viðskiptum.
Þórður er „einn af strákunum hans Harð-
ar“ í Eimskip, eins og þeir stjórnendur
stundum eru kallaðir sem Hörður valdi á sín-
um tíma til samstarfs við sig, og telja sumir
að Þórður dragi að vissu leyti dám af Herði.
I samtali blaðamanns við ýmsa heimildar-
menn kemur fram að Þórði er ráðlagt að
sinna vel mannlegum samskiptum í Nýherja,
ekki bara viðskiptavinum, smáum sem stór-
um, heldur temja sér einnig að hlusta á hinn
almenna starfsmann, fýlgjast vel með líðan
fólksins og viðhorfum þess og læra að lesa í
þetta þannig að starfsmenn finni fýrir næmni
hans. Ekki er síður mikilvægt fýrir hann að
vera sýnilegur gagnvart starfsmönnum.
Þórður tekur við leiðtogahlutverki hjá Ný-
herja og þarf því að hvetja hópinn á annan
hátt en sem framkvæmdastjóri innan Eim-
skips. Hann þarf að mæta kröfum um fram-
tíðarsýn og forystu á annan hátt en áður.
Hann er að koma inn í nýtt umhverfi þar sem
breytingar gerast hratt og biðin getur orðið
dýrkeypt. Að þessu umhverfi þarf hann að
laga sig og því þarf hann að hella sér út í
starfið af miklum krafti og virkja þekkinguna
og hugsunarháttinn í félaginu strax frá upp-
hafi. Sumir telja að þetta muni koma af sjálfu
sér þegar nýjar aðstæður kalla á það.