Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 56

Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 56
„Hugvitið er mesta auðlind Islendinga," segir Jónas sem fyrst og fremst hefur unnið fyrir erlend sjón- varps- og netfyrirtæki síðustu sjö árin. leitaði fyrst vinnu. „Þegar heim kom talaði ég við Viðar Vík- ingsson, sem var þá settur dagskrárstjóri um tíma. Hann hafði lært í Frakklandi og var fullur af frönskum hortugheit- um svo ég ákvað að hringja í þessa þrjá þarna á Stöð 2. Eg hitti þá, eftir klukkustund var ég ráðinn og byrjaði að vinna daginn eftir. Eg var fyrsti starfsmaður Stöðvar 2.“ Þarna vann Jónas í tvö ár, eða þar til að allt fór í loft upp á milli hans og Jóns Ottars. „Við vorum eins og olía og vatn,“ segir Jónas. „Það var stórskemmtilegt að vinna þarna til að byrja með, en svo varð þetta æ súrrealískara. Jón Ottar er frumkvöðull, sem er frábær að koma hlutunum af stað, en hefði svo átt að draga sig í hlé. Hann bar ekki minnsta skyn á peninga og rekstur og það er synd að hann skyldi fara með svo litla peninga út úr Stöð 2. Hann er klár og þegar hann kveikir á sjarmanum á hann auðvelt með að komast upp með það sem hann vill.“ Jónas var áfram við ftjálsu miðlana, sem voru að verða til á þessum tíma. Hann fór að vinna hjá Bylgjunni, sem setti upp Ljósvakann 1989. „Það varð því miður ekki langlíf stöð frekar en aðrar útvarpsstöðvar heima.“ En þegar urðu mannaskiptí á Stöð 2 í kjölfar þess að Jón Ottar hættí var Jónas aftur ráð- inn í sitt gamla starf sem dagskrárstóri þar. „Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, tók að sér að reka Stöð 2 í eitt ár fyrir þá sem keyptu Jón Óttar út. Þorvarður er frábær maður, einn af þeim sem maður er ríkari eftir að hafa kynnst. Jón Óttar hafði spilað á Verslunarbank- ann og það var ólestur á ýmsum málum. Það þurfti að byija á að endursemja um rétt á kvikmyndum og þar náðum við verð- inu niður um 40-50 prósent því það hafði vantað allt aðhald í peningamálunum.“ Undir stjórn Þorvarðar tókst að rétta reksturinn af, stöðin gekk vel og Páll Magnússon, nú- verandi talsmaður Islenskrar erfðagreiningar, tók við rekstr- inum. „Þetta gekk allt vel og samstarfsfólkið var gott, en eftír að stöðin var komin á réttan kjöl var „stímúlasjónin" búin hvað mig varðaði og það hvarflaði að mér að finna mér starf í útlönd- um.“ Þrátt fyrir góðan rekstur voru þetta óöryggir tímar því þarna börðust tveir eigendahóp- ar. Annars vegar Jón Ólafsson, Siguijón Sighvatsson og Jóhann J. Ólafsson. Hins vegar Bolli Kristinsson, Ingimundur Sigfús- son og Jóhann Óli Guðmunds- son í Securitas. „Það var slagur milli þessara tveggja arma,“ segir Jónas. „Páll Magnússon var eins og milli steins og sleggju í rekstrinum. Einn daginn kom hann inn á skrifstofuna til mín og sagði að nú væri komin ný fyrirskipun: Ef þið þurfið að ferðast á „busi- ness class“ þá eigið þið samt að sitja aftur í. Ég sagði nú bros- andi við hann að ef ég væri með miða á „business class“ þá sæti ég þar.“ Uppsögn og Út í heim En Jónas fékk brátt að finna að nýja tilskipunin var alvara. „Nokkrum mánuðum síðar hafði ég verið á ferð milli nokkurra staða í Evrópu á opnum miða og kom því heim á Saga class. Daginn eftir var ég kallaður fyrir Palla sem spurði hvort það væri rétt að ég hefði setíð fram í. Þegar ég játaði því sagðist hann verða að reka mig. Nokkrum mínútum síðar var uppsagnarbréf á skrifborðinu mínu. í gegnum starfið hafði ég kynnst ágætum manni í Hollandi, sem starfaði hjá alþjóðlegri sjónvarpsstöð og hafði nefnt við hann sex mánuðum áður að ég hefði með tímanum hugsan- lega áhuga á vinnu erlendis. Ég hringdi því í hann og sagði honum hvað hefði gerst. Hann bað mig um að taka ekki nein- ar ákvarðanir um nýtt starf, hringdi svo í mig daginn eftir og sagðist vera með spennandi, vel borgaða vinnu sem byði upp á margvísleg tækifæri. Það dró úr höfnunartilfinningunni, sem fylgir því óhjákvæmilega að vera sagt upp. Ég skildi að Palli var í ómögulegri stöðu og að uppsögnin stafaði ekki af illkvittni." Jónas dregur ekki úr að uppsögn sé óhjákvæmilega erfið reynsla sem aldrei gleymist og hafi áhrif á fjölskyldu, vini og samstarfsmenn. „Sálfræðingar líkja uppsögn við barnsmissi." Það gafst þó ekki mikill tími til að grufla, því nokkrum dög- um seinna var Jónas kominn út tíl viðræðna við væntanlegan „Vistvæni markaðurinn í Bretlandi er gott dæmi um tækifæri sem gætu verið innan seilingar fyrir okkur íslendinga. Sá markaður óx um 40 prósent árið 1999 og aftur um 40 prósent árið 2000 og 75 prósent af öllum barnamat í Bretlandi er vistvænn. Gin- og klaufaveikin hefur heldur ekki dregið úr þessum möguleikum okkar.“ 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.