Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 62
FYRIRTÆKIN Á NETINU
Sigurður Jónsson, framkvœmdastjóri SVÞ, stundar siglingar og
notar Netið til að sinna því áhugamáli sínu. Hann fer ígegnum
vefRoyal Yacht Association í Bretlandi til að leigja sérskútu er-
lendis ogsigla meðfram ströndum Króatíu í sumarfríinu.
Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ-Sam-
taka verslunar og þjónustu, notar Netið til að
fylgjast með og leita að upplýsingum um málefni
verslunar og þjónustu.
WWW.nrf.com Vefur um bandaríska smásölu.
www.eurocommerce.be Við erum í Evrópusamtök-
um verslunarinnar en sækjum aðeins fundi í félags-
málanefnd. Fáum annars upplýsingar um baráttuna á
vettvangi Evrópusambandsins. Einnig er gott að fara
inn á þennan vef til að fylgjast með.
WWW.dagenshandel.com Systursamtök okkar í Sví-
þjóð halda úti lifandi vef sem forvitnilegt er að fylgjast
með. Hann Ijallar ekki aðeins um málefni í Svíþjóð
heldur líka annars staðar í Evrópu.
WWW.retailSOUrce.com Margvíslegar upplýsingar
um smásöluverslunina í Bandaríkjunum.
WWW.tandf.C0.uk Öflugt útgáfufyrirtæki í Bretlandi
heldur úti þessari miklu upplýsingaveitu. Við fáum
vefrit sem fjallar um allt sem lýtur að vörudreifingu.
Einnig er hægt að kaupa alls kyns skýrslur og bækur.
WWW.rya.org.uk Ég er í Royal Yacht Association í
Bretlandi og á þessum vef er fróðleikur varðandi sigl-
ingabúnað og reglur um siglingar. Einnig tilvísanir í
aðra vefi þar sem hægt er að leigja báta, kaupa o.þ.h.
WWW.btChallenge.com Á þessum vef fylgist ég með
heimskeppninni í siglingum. Siglt er á tólf 72ja feta
skútum í kringum hnöttinn. Þetta er ein erfiðasta
íþróttakeppni sem hægt er að taka þátt í. H3
www.toyota.is
Vefur P. Samúels-
sonar-Toyota er
notendavænn vef-
ur, hreinlegur og sæmi-
lega fallegur, yfirleitt í
rauðum og hvítum lit.
Myndir eru íjölmargar
og ágætlega notaðar.
Vefurinn er vel skipu-
lagður, upplýsingarnar
eru ríkulegar og vel fram settar og sem rauður þráður í gegnum
vefinn eru spurningar og svör við ýmsum vandamálum bíleigand-
ans. Á forsíðunni eru fallegar bílamyndir og til vinstri eru hnapp-
ar fyrir fréttir, sýningarsali, notaða bíla, verðlista, fjármögnun,
spjall, þjónustu, fyrirtækið o.s.frv. Saga fyrirtækisins er rakin,
skipurit birt og greint frá stefnu fyrirtækisins, bæði í umhverfis-
málum og starfsmannamálum, svo að eitthvað sé nefnt. Leitar-
hnappurinn er ágætur. Góð þjónusta virðist vera veitt á vefnum,
t.d. við leit að rétta bílnum, fyrir þá viðskiptavini sem það vilja.
www.thorarensenlyf.is
Af forsíðunni að
dæma er vefur
Thorarensen lyfja
hf. lofandi, jafnvel at-
hyglisverður og spenn-
andi, en hrynur í áliti
þegar betur er að gáð.
Forsíðan er framandi,
dulúðleg og listræn
með myndum af nökt-
um líkömum sem eru á mörkum þess að breytast í sandöldur og
íjarlægt landslag - fallegt á yfirborðinu en versnar þegar dýpra er
kafað. Hvítur punktur ferðast um forsíðuna án nokkurs tilgangs
annars en að fanga augað. Djúpt er á allar upplýsingar. Þegar búið
er að velja tungumál birtast valmöguleikar í krossgátuformi og
þarf að smella nokkrum sinnum þangað til upplýsingar um
myndir af umbeðnum vörum birtast. Hönnuður veijarins hefur
gleymt sér í „stælum“. Hægt er að senda helstu starfsmönnum
tölvupóst, að öðru leyti virðist þjónustan takmörkuð nema hvað
upplýsingar varðar.
★ Lélegur
★ ★ Sæmilegur
★★★ Góður
★★★★ Frábær
Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
ghs@talnakonnun.is