Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 62

Frjáls verslun - 01.02.2001, Side 62
FYRIRTÆKIN Á NETINU Sigurður Jónsson, framkvœmdastjóri SVÞ, stundar siglingar og notar Netið til að sinna því áhugamáli sínu. Hann fer ígegnum vefRoyal Yacht Association í Bretlandi til að leigja sérskútu er- lendis ogsigla meðfram ströndum Króatíu í sumarfríinu. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ-Sam- taka verslunar og þjónustu, notar Netið til að fylgjast með og leita að upplýsingum um málefni verslunar og þjónustu. WWW.nrf.com Vefur um bandaríska smásölu. www.eurocommerce.be Við erum í Evrópusamtök- um verslunarinnar en sækjum aðeins fundi í félags- málanefnd. Fáum annars upplýsingar um baráttuna á vettvangi Evrópusambandsins. Einnig er gott að fara inn á þennan vef til að fylgjast með. WWW.dagenshandel.com Systursamtök okkar í Sví- þjóð halda úti lifandi vef sem forvitnilegt er að fylgjast með. Hann Ijallar ekki aðeins um málefni í Svíþjóð heldur líka annars staðar í Evrópu. WWW.retailSOUrce.com Margvíslegar upplýsingar um smásöluverslunina í Bandaríkjunum. WWW.tandf.C0.uk Öflugt útgáfufyrirtæki í Bretlandi heldur úti þessari miklu upplýsingaveitu. Við fáum vefrit sem fjallar um allt sem lýtur að vörudreifingu. Einnig er hægt að kaupa alls kyns skýrslur og bækur. WWW.rya.org.uk Ég er í Royal Yacht Association í Bretlandi og á þessum vef er fróðleikur varðandi sigl- ingabúnað og reglur um siglingar. Einnig tilvísanir í aðra vefi þar sem hægt er að leigja báta, kaupa o.þ.h. WWW.btChallenge.com Á þessum vef fylgist ég með heimskeppninni í siglingum. Siglt er á tólf 72ja feta skútum í kringum hnöttinn. Þetta er ein erfiðasta íþróttakeppni sem hægt er að taka þátt í. H3 www.toyota.is Vefur P. Samúels- sonar-Toyota er notendavænn vef- ur, hreinlegur og sæmi- lega fallegur, yfirleitt í rauðum og hvítum lit. Myndir eru íjölmargar og ágætlega notaðar. Vefurinn er vel skipu- lagður, upplýsingarnar eru ríkulegar og vel fram settar og sem rauður þráður í gegnum vefinn eru spurningar og svör við ýmsum vandamálum bíleigand- ans. Á forsíðunni eru fallegar bílamyndir og til vinstri eru hnapp- ar fyrir fréttir, sýningarsali, notaða bíla, verðlista, fjármögnun, spjall, þjónustu, fyrirtækið o.s.frv. Saga fyrirtækisins er rakin, skipurit birt og greint frá stefnu fyrirtækisins, bæði í umhverfis- málum og starfsmannamálum, svo að eitthvað sé nefnt. Leitar- hnappurinn er ágætur. Góð þjónusta virðist vera veitt á vefnum, t.d. við leit að rétta bílnum, fyrir þá viðskiptavini sem það vilja. www.thorarensenlyf.is Af forsíðunni að dæma er vefur Thorarensen lyfja hf. lofandi, jafnvel at- hyglisverður og spenn- andi, en hrynur í áliti þegar betur er að gáð. Forsíðan er framandi, dulúðleg og listræn með myndum af nökt- um líkömum sem eru á mörkum þess að breytast í sandöldur og íjarlægt landslag - fallegt á yfirborðinu en versnar þegar dýpra er kafað. Hvítur punktur ferðast um forsíðuna án nokkurs tilgangs annars en að fanga augað. Djúpt er á allar upplýsingar. Þegar búið er að velja tungumál birtast valmöguleikar í krossgátuformi og þarf að smella nokkrum sinnum þangað til upplýsingar um myndir af umbeðnum vörum birtast. Hönnuður veijarins hefur gleymt sér í „stælum“. Hægt er að senda helstu starfsmönnum tölvupóst, að öðru leyti virðist þjónustan takmörkuð nema hvað upplýsingar varðar. ★ Lélegur ★ ★ Sæmilegur ★★★ Góður ★★★★ Frábær Miðað er við framsetningu og útlit, upplýsinga- og fræðslugildi, myndefni og þjónustu. Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@talnakonnun.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.