Frjáls verslun - 01.02.2001, Blaðsíða 84
STJÓRNUNARBÆKUR
Brot úr bók
Brian Tracy er vœntanlegur til landsins í lok april en hann vakti óskipta athygli á námsstefnu sinni í
Borgarleikhúsinu i fyrra. Viö gluggum hér í bók Brians Tracy er nefnist Farsæld er ferbalag.
Eftir Vigdisi Stefánsdóttur
Leiðin til árangursfelstíþvíaðsetjaséreittmark-
mið, eitt lokatakmark og hafa viljann og kraftinn til að ná því
að komast yfir alla erfiðleika sem fylgja því að ná þessu tak-
marki - hvað sem tautar og raular. (bls. 14)
Þeir sem þora ekki að skilja eftir þjóðfélagsskyld-
ur sínar og öryggi hafa það alltaf á tilfinningunni að þeir hafi
misst af einhverju mikilvægu. (bls. 17)
umir eru fæddir til að dvelja heima við. Aðrir eru
fæddir til að ferðast. (bls. 23)
w
I g lærði síðar að öllum miklum ævintýrum fylgja
margar áhættur og það sem til þarf er kjarkur til að reyna það
sem aðrir hafa ekki reynt.
Stundum er það besta sem maður getur gert
við erfiðar aðstæður að gera nákvæmlega ekkert. Taka bara
aðstæðunum eins og þær eru og bíða síns tíma. Tækifærið
kemur um síðir. (bls. 65)
Góðu fréttirnar eru að stærstu vandamál manna í
dag eru til staðar til að kenna manni eitthvað sem maður
verður að læra til að öðlast meiri hamingju og velgengni í
framtíðinni. (bls 70)
Stundum verður maður að reyna aftur og aftur,
hvort heldur sem er í viðskiptum eða lífinu sjálfu - og reyna
síðan jafnvel eitthvað allt annað. Höfum hugfast að erfiðleik-
ar eru ekki til að hindra okkur heldur til að læra af. Best er að
vera ávallt tilbúinn til að laga sig að aðstæðum og bregðast
við með því að gera eitthvað annað. (bls. 74)
Líttu á stærsta vandamál þitt ogleitaðu að
gjöfinni sem það hefur að geyma. Gjöfin er alltaf til staðar.
(bls. 79)
Það sem einkennir það fólk sem nýtur farsældar
er að það horfir til framtíðar og einbeitir sér af öllum mætti að
því að finna lausnir þar sem aðrir sáu bara vandamál. (bls. 85)
Ein jákvæð frétt færir ijarlægt markmið nær, erfið-
leikarnir gleymast og skyndilega eru allir vegir færir. (bls. 88)
Mynd: Geir Ólafsson
vo lengi sem markmiðið og áætlunin eru ljós
og við erum undir það búin að vera sveigjanleg og takast á við
ólíkar aðstæður mun okkur ævinlega farnast vel. (bls. 97)
Það er ótrúlegt hversu margt gáfað og hæfileikaríkt
fólk nær ekki markmiðum sínum og mistekst vegna ónógs
undirbúnings. Þau tíu prósent heildartímans sem maður ver til
undirbúnings geta í raun verið jafnvirði níutíu prósenta allrar
vinnunnar. (bls. 100)
w
hvert skipti sem maður leggur sig fram, þarf maður
að glíma við margs konar lítil vandamál, smáatriði, óvæntar
skapraunir og ósveigjanlegt og óheiðarlegt fólk af öllum stærð-
um og gerðum. En það er hluti af þessu öllu saman og það er
hluti þess gjalds sem maður þarf að greiða fyrir ný afrek eða
hvað svo sem þykir ómaksins vert. (bls. 197)
Það var einfalt og gagnverkandi samkomulag sem
sijórnaði hegðun ökumanna á strjálbyggðum svæðum. Ef við
sáum einhvern sem átti í vandræðum námum við staðar og
gerðum okkar besta til að hjálpa honum og í staðinn höfðum
við gagn af þeim sem námu staðar fyrir okkur. (bls. 112)
Því meira sem þú gefur af sjálfum þér og styrk
þínum án þess að vænta nokkurs í staðinn, því meira kemur aft-
ur til þín úr óvæntustu átt og á ótrúlegasta hátt. (bls. 114)
Hiuti af þvf að búa yfir nauðsynlegri aðlögunar-
hæfni og því að vera sveigjanlegur er að hægja á sér, draga úr
hraðanum, þegar maður þarf á því að halda. Það er ekki gott að
leyfa streitunni eða kvíðanum að ná tökum á sér. (bls. 118)
Til að ná langt þarf maður að læra að gefa þeim nei-
kvæðu ekki gaum, þeir vita einfaldlega ekki betur. Maður þarf
að búa yfir því hugrekki sem þarf til að stíga skrefin í átt að
markmiðunum, án þess að árangurinn sé tryggður fyrirfram,
að komast yfir sérhverja hindrun og halda áfram hvað sem á
bjátar. (bls. 119)
Við tökum margar rangar ákvarðanir. í mörgum tilfell-
um er það skynsamlegasta sem við gerum að staldra við og
íhuga málin betur. Oft er nauðsynlegt að hægja aðeins á, hugsa
málið og velta fyrir sér öðrum kostum. (bls. 125.)
84