Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 87

Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 87
Auglvsingahátíð ímarks Kransæðakíttiskirkjukaffimessa! „Ég auglýsti einu sinni: „Hafið tungurótar- sprengitöflurnar meðferðis í kransæðakíttis- kirkjukaffimessuna,“ en það fór fyrir brjóstið á sumum sem ekki þótti þetta við hæfi.“ Þessar unnu til verðlauna Kvikmyndaðar auglýsingar: Iifa, elska, óska, fá Auglýsandi: Húsasmiðjan Framleiðandi: Islenska auglýsingastofan/Hugsjón Auglýsing Óháða safnaðarins, ,Áttu erfitt með að sofna?“, vakti verðskuldaða athygli sem óvenjulegasta auglýsing ársins. Hún gekk ekki lengi, aðeins í þrjá daga, því Pétur gerir sérstakar auglýsingar fýrir messu í Óháða söfnuðinum aðeins tvisvar á ári, þ.e. þegar kvenfélagskonur í söfnuðinum eru með kirkjukaffi. „Það sem ég var að vekja athygli á er sú mýta að það sé svo leiðinlegt í kirkjunni að menn sofni undir prédik- uninni og ég vildi bara bjóða mönnum upp á það ef þeir vildu. Að sofa vært í kirkjunni hjá mér og njóta um leið nærverunnar sem þar er. Ég hef nú reyndar verið vænd- ur um vörusvik síðan af mönnum sem ekki tókst að sofna í messunni. Það þarf að vera ofurlítill broddur í auglýsingum, og svolítið grín líka, til þess að þær veki athygli. Annars er nú ekki algengt að fólk sofni undir messu, að minnsta kosti ekki hjá mér. Ég reyni að fara ekki langt yfir stundarsjöttunginn í ræðunum vegna þess að vitað er að fólk heldur athyglinni í hámark 8 mínútur samfellt áður en hún fer út í veður og vind. Því er betra að segja það sem maður ætlar að segja á þeim tíma sem maður hefur til umráða.“ Kransæðakíttiskirkjukaffimessa Pétur hefur áður kom- ið með óvenjulegar auglýsingar fýrir kirkjuna og hafa þær stundum farið fyrir brjóstið á fólki. Jafnvel svo að almættið Heimir heitinn Steinsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, sá ástæðu til að styðja bann á einstakar auglýsingar. Pétur leitaði til hans eftir samþykki þegar auglýsingadeildin neitaði að taka við auglýsingu hans og sagðist Heimir „standa með sínu fólki.“ „Ég auglýsti einu sinni: „Hafið tungurótarsprengitöfl- urnar meðferðis í kransæðakíttiskirkjukaffimessuna,“ en það fór fyrir brjóstið á sumum sem ekki þótti þetta við hæfi. Ég hef alltaf hálft ár til að undirbúa næstu aug- lýsingu - svo það hefur gengið vel. Maður reynir af veik- um mætti að fara ótroðnar slóðir, ekki þessar hefð- bundnu. Ég þoli illa að vera í jakkafötum og með bindi og finnst hinar settlegu: „Messa kl. 14.00, næsta sunnu- dag“, auglýsingar of hlédrægar, sérstaklega 1 ljósi þess að ég auglýsi svo sjaldan." Auglýsingar Péturs eru að- eins notaðar á föstudegi, laugardegi og sunnudegi fyrir kirkjukaffimessur og hafa þær því styttri líftíma en flest- ar auglýsingar. Pétur segist fá viðbrögð við þeim í heita pottinum í sundlaugunum eftir helgarnar og það sé gott. Útvarpsauglýsingar: Mamma Auglýsandi: Ingvar Helgason og FM957 Framleiðandi: Útvarpssvið Norðurljósa/Hvati Dagblaðaauglýsingar: Iifið er ekki þrautalaust Auglýsandi: Delta Framleiðandi: Hvíta húsið Tímaritaauglýsingar: Skafið hér Auglýsandi: Fíton Framleiðandi: Fíton Umhverfisgrafík: Nýtt útlit Stöðvar 2 Auglýsandi: Stöð 2 Framleiðandi: Hvíta húsið Veggspjöld: Iifa, elska, óska, fá Auglýsandi: Húsasmiðjan Framleiðandi: íslenska auglýsingastofan Vöru- og firmamerki: Þú færð meira á XY.IS Auglýsandi: Islandsbanki Framleiðandi: Hvíta húsið m Auglýsingaherferðir: Iifa, elska, óska, fá Auglýsandi: Húsasmiðjan Framleiðandi: Islenska Auglýsingastofan Markpóstur: Pútta, pútta, pútta Auglýsandi: Vátryggingafélag íslands Framleiðandi: Gott fólk McCann-Erickson Kynningarefni annað en markpóstur: Veiddirðu eitthvað elskan? Auglýsandi: Aco Framleiðandi: Fiton Vefir: Gottfolk.is Auglýsandi: Gott fólk McCann-Erickson Framleiðandi: Gott fólk McCann-Erickson Óvenjulegasta auglýsingin: Áttu erfitt með að sofiia? Auglýsandi: Prestur Óháða safnaðarins Framleiðandi: Prestur Óháða safnaðarins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.