Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 91

Frjáls verslun - 01.02.2001, Page 91
REKSTRARLEIGfl fl TÖLVUBÚNflÐI því fyrir tölvubúnaðinn með virðisauka- skatti en samningsupphæðin á milli leigusala og leigutaka er án virðisauka- skatts. Því þarf leigutaki ekki að leggja út fyrir virðisaukaskattinum í upphafi samnings, heldur er hann greiddur af hverri leigugreiðslu. Aðilar sem stunda virðisaukaskattskylda starfsemi fá hann síðan endurgreiddan sem innskatt. Leigugreiðslurnar eru svo gjaldfærðar að fullu á samningstímanum í bókhaldi leigutaka. Leigugreiðslurnar eru að öðru leyti samsettar af tveimur breytum, gjaldi vegna afskriftar búnaðarins og þóknunar til handa leigusala. Dæmi um útreikning á rekstrarleigu Ef tekið er dæmi um að leigutaki leigi tölvubúnað til 36 mánaða fyr- ir 1 milljón íslenskra króna og greiðslur eru fastar upphæðir mán- aðarlega 3% af heildarsamningsupphæð, þá verður föst mánaðar- leg greiðsla 30 þús. krónur. Aætlað hrakvirði búnaðar er síðan virði hans í lok samningstíma. Því hærra sem það er, því meira virði er búnaðurinn í lokin og þvi lægri eru leigugreiðslurnar. Kostir rekstrarleigu á tölvubúnaði Kostírnir við að taka tölvubún- að á rekstrarleigu eru margir og felast fyrst og fremst í sveigjan- leika fyrir leigutaka: • Fjármagnaður búnaður er oft staðgreiddur af leigusala og í þeim tílvikum getur leigusali mögulega notið hagstæðari kjara hjá seljanda og getur það endurspeglast í leiguverði tíl leigutaka. • Um enga útborgun er að ræða og er tjármögnunin því 100%. • Raunkostnaður er þekkt stærð fyrir leigutaka og hann greiðir fasta upphæð yfir ákveðið tímabil. • Hægt er að velja um leigutímabil frá 12 mánuðum tíl 60 mán- aða. • Ekki þarf að binda rekstrarfé við kaup á búnaðinum, út- strejnni á íjármagni í fyrirtækinu nýtist í annað og aðrir lána- möguleikar skerðast ekki. Að sama skapi er lausafjárstaðan óskert, enda gert ráð fyrir að fyrirtækið skili tekjum tíl að mæta leigugreiðslum sem síðar falla til. • Leigutaki þarf ekki að ganga á fyrirgreiðslur í viðskiptabanka sínum. Bankarnir hljóta því að vera farnir að finna fyrir sam- drættí í lánsfyrirspurnum varðandi Jjárfestíngar fyrirtækja í ýmiss konar tækjum og búnaði. Vextír af leigu- greiðslum hjá rekstrarleigufyrirtækjum eru í flest- um tilvikum hagstæðari en lán hjá bönkum, þá sér- staklega ef um erlenda mynt eða myntkörfu er að ræða. Hjá bönkum er lánsform aðallega yfirdráttur á tékkareikningi, vixlar, skuldabréf, erlend lán og lán á mótí kröfúm og birgðum. • Ef rekstrarleigufyrirtækið er erlent er ljóst að vext- ir í viðkomandi landi geta verið lægri en hérlendis, en íslensk rekstrarleigufyrirtæki eru hins vegar farin að bjóða upp á myntkörfulán við samnings- gerð rekstrarleigusamninga og minnkar það vaxta- áhættuna verulega. • í bókhaldi leigutaka er búnaðurinn ekki eignfærð- ur í efnahagsreikningi heldur eru leigugreiðslurn- ar af honum gjaldfærðar að fullu á samningstíman- um. Hins vegar, ef tölvubúnaður væri keyptur, myndi hann eignfærast í efna- hagsreikningi og afskrifast þar. Kostur við að leiga búnaðinn fr ekar en að kaupa hann er því töluverður þar sem leigan er færð sem rekstrarkostnaður í rekstrarreikningi og arðsemi eigna lækkar ekki. Rekstrar- leigan gerir leigutaka líka kleift að leigja búnaðinn þar tíl líftíma er lokið, en eins og áður kom fram afskrifast tölvur og ýmis tölvubúnaður á þremur árum. Ef fyrir- tæki afskrifar búnaðinn á fimm árum þá er hann ranglega ofinetinn í efnahags- reikningi. • Engin skuldbinding er á leigutaka við lok samningstíma. •HP Finance hefur boðið upp á samn- inga þar sem hægt er að leigja allan tölvubúnað, hugbúnað, þjónustu og jafnvel sérfræðiráðgjöf ef því er að skipta. Þar sem búnaðurinn afskrifast mjög hratt, sérstaklega á fyrsta árinu hafa þeir einnig boðið viðskiptavinum sínum upp á þrjá mögu- leika: 1. Að skila búnaðinum að leigutíma loknum. 2. Að kaupa búnaðinn fyrir fyrirfram ákveðið verð að leigutíma loknum. Kaupverðið er þá orðið lægra en samningsverð, að teknu tíllití tíl afskrifta og hrakvirðis, sem er þá fyrirfram áætl- uð stærð. 3. Að skipta út búnaðinum fyrir nýrri búnað án aukaþóknunar hvenær sem er á samningstímanum og endurreiknast þá leigugreiðslur í samræmi við það. Slíkt hefiir ótvfræða kosti í för með sér þar sem leigutaki getur þannig tryggt að hann ráði yfir nýjasta og tæknilega fulikomnasta tölvubúnaðinum á hveijum tíma. Þannig er áhættu vegna tæknilegrar úrelding- ar eytt, sem hlýtur að teljast ómetanlegur kostur í hröðu rekstrarumhverfi nútímans. Við útskiptí búnaðar er verð mið- að við eftirstöðvar samnings og ganga þær leigugreiðslur sem áður hafa verið inntar af hendi upp í nýja búnaðinn samkvæmt fyrirfram gefnum reiknireglum. flð lOkum Með rekstrarleiguforminu og útskiptimöguleikanum er alltaf hægt að vera með nýjasta og besta tölvubúnaðinn sem hentar fyrirtækinu á hveijum tíma. B!i Rekstrarleiga tryggir að ekki þarf að binda rekstrarfé í tölvubúnaði. Tæknistig Tæknistig Fjárstreymi Fjárstreymi Kaupa búnað og láta hann úreldast Kaupa búnað og endurnýja reglulega Tæknistig lllll Fjárstreymi Rekstrarleiga á tölvubúnaði með föstum greiðslum og útskiptimöguleika. Rekstrarleiga tryggir bætta lausafjárstöðu og leggur grunninn að raunhœfari rekstraráœtlun. Leigugreiðslur Upphæð fjárfestingar urnar. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.