Frjáls verslun - 01.02.2001, Qupperneq 100
AÐ FANGA ATHYGUNA
Að flyfla erindi
Erindi á ensku. Magaverkur og kvíðakast? Auðvitað
eru allir með einhvern fiðring í maganum. En Alda
Sigmundsdóttir er með nokkurgóð ráð sem hjálpa.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Enska er alþjóðlegt
tungumál. Þegar
erindi er flutt á
ensku er ekki endi-
lega verið að flytja
það fyrir fólk sem
hefur ensku að
móðurmáli. Til að
geta flutt fyrir-
lestur eða góða
ræðu á ensku
skiptir því ekki
öllu máli að við-
komandi hafi
ensku fullkom-
„Ég get, ég get...“ Þegar erindi á ensku er und-
irbúið skiptir miklu máli að hafa skýrt markmið
með erindinu, þekkja áheyrendahóp sinn og vita
t.d. á hvaða aldri hann er, hvaða menntun hann hef-
ur, af hvaða hvötum hann er kominn á fyrirlesturinn
o.s.frv. Erindið verður að vera skýrt upp byggt og
telur Alda gott að taka fýrir þrjú til fjögur lykilatriði
og byggja í kringum þau. Glærur verða að vera skýr-
ar og vel skipulagðar og myndræn hönnun þeirra verð-
ur að vera í lagi. Alda hvetur alla til að undirbúa sjálfa
sig andlega fyrir fyrirlesturinn og segir hún að hver og
Alda Sigmundsdóttir kennir rœðutœkni á ensku. Hún segir mikil-
vægt að fanga athygli áheyrenda strax í uþþhafi, t.d. með dæmisögu
eða sögu úr eigin lífi.
Mynd: Geir Olafsson
lega á valdi sínu. Ræðumaðurinn þarf hins vegar að vera skilj-
anlegur og skilaboðin þurfa að vera hnitmiðuð. Auk þess er
hægt að auðvelda sér flutninginn á ýmsan hátt, t.d. með því
að kunna ensk hugtök á borð við „to go back to“, og „to sum-
marize", sem eru mikið notuð við fyrirlestrahald á ensku.
Þessi hugtök þurfa margir að tileinka sér,“ segir Alda Sig-
mundsdóttir, sem sérhæfir sig í þjálfun og ráðgjöf í kynning-
artækni á ensku.
Alda er fædd á íslandi en alin upp í Kanada, dóttir Stefan-
íu Sveinbjarnardóttur, bónda í Kanada, og Sigmundar Arnar
Arngrímssonar, leikara og skipulagsstjóra hjá Þjóðleikhús-
inu. Hún er tvítyngd, talar bæði ensku og íslensku, auk þess
sem hún talar góða þýsku. Hún lærði bókmenntir og leiklist
i Toronto og lagði að auki m.a. stund á nútímadans og Alex-
andertækni. Árið 1988 fékk hún réttindi til enskukennslu og
kenndi ensku í Bretlandi og Þýskalandi. Alda flutti til ís-
lands árið 1994 og hefur einkum starfað við textagerð, þýð-
ingar, ráðgjöf og enskukennslu. Hún fékk réttindi frá Við-
skiptaráði Lundúna í fyrra og kennir nú starfsmönnum fyrir-
tækja að flytja erindi á ensku. Starfsemi af þessu tagi er vel
þekkt erlendis en starfsemi Öldu er nýjung hér á landi.
Ekki nóg að lesa upp skýrslu... Mörgum reynist erfitt að
undirbúa, skrifa, flytja erindi og svara spurningum á ensku
og Alda segir að fyrirlestrahald á ensku vaxi mörgum í aug-
um því að það sé mjög ólíkt að halda erindi á móðurmáli sínu
og erlendu tungumáli, sérstaklega ef það skuli gert á vandað-
an og áhrifaríkan hátt. Það sé ekki nóg að lesa upp þurra
skýrslu heldur verði erindið að vera áheyrilegt og lifandi í
flutningi til að ná settu marki. Þetta segir hún að sé auðvelt
að þjálfa ef áhuginn sé fyrir hendi og tekur að sér nem-
endur, ýmist í hóptíma eða einkatíma, allt eftir þörf-
um. Alda gefur hér lesendum Frjálsrar verslunar
nokkur ráð.