Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 104

Frjáls verslun - 01.02.2001, Síða 104
Páll ÖrnLíndal, markaðsstjóri B&L. Hann erfæddur á Blönduósi en eruþþalinn í Grímstungu í Vatnsdal. „Þótt ég sé sestur að í höfuðborginni er ég óttalegur sveitamaður, “ segir hann. FV-mynd: Geir Olafsson FÚLK skemmtilegt starf með táp- miklu fólki og ég er fullviss um að velgengni Vífiifells und- anfarin ár má þakka alveg frá- bæru starfsfólki. Starfið gat þó verið mjög lýjandi og álag- ið mikið, enda þurfti að sinna mörgum viðskiptavinum." Páll réð sig svo til B&L í nóv- ember sl. Páll er kvæntur Olöfu Sig- urgeirsdóttur og eiga þau tvö börn, Eydísi Örnu, sem er 10 ára, og Arnar Geir, sem er 13 mánaða. „Konan mín vinnur í næsta húsi, hjá bókhaldsdeild Össurar, og við keyptum ný- lega hús í Arbænum, svo fastapunktar tilverunnar eru allir í nágrenninu," segir Páll. Páll ðrn Líndal, B&L EftirVigdísi Stefánsdóttur að eru spennandi tímar framundan hjá Páli Erni Líndal, sem hóf störf sem markaðsstjóri B&L í nóv- ember sl. „Þær bílategundir sem við erum með á markaðn- um eru Renault, Hyundai, BMW og Land Rover,“ segir Páll. „Þar fyrir utan seljum við Arctic Cat vélsleða, rekum þjónustuverkstæði um land allt, seljum notaða bila í Bíla- landi og bjóðum allar gerðir Jjármögnunar, allt frá bílalán- um til kaupleigu, flármögnun- arleigu og rekstrarleigu." Margar nýjungar eru í vændum hjá B&L. „Við erum að fá margar nýjungar frá Hyundai, eins t.d. nýjan Hyundai-sportjeppa, Santa Fe, sem má segja að hafi algjör- lega slegið i gegn því við önn- um ekki eftirspurn. Hyundai hefur verið að fá fjölda verð- launa: Besti bílfinn í Ástrafiu, traustasti bílfinn í Bretlandi og bestu kaupin í Bandaríkjun- um, enda er hann frægur í út- löndum," segir Páll. „Svo er væntanlegur til landsins fram- tíðarbíll Renault Laguna. Að honum gengur ekki lykill heldur kort en Renault hefur alla tíð Iagt áherslu á framúr- stefnulega bílahönnun. Svo má ekki gleyma BMW X5 jeppanum en hann er með full- komnari útbúnað en hinn dæmigerði jeppi.“ Páll fæddist á Blönduósi árið 1967 og er uppalinn í Grímstungu í Vatnsdal. Hann lauk grunnskólaprófi frá Húnavallaskóla og lá leiðin þaðan í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Þar venti Páll kvæði sínu í kross og lauk námi í biivélavirkjun. „Þótt ég sé sestur að í höfuðborginni er ég óttalegur sveitamaður," segir hann. „Eftir að hafa unn- ið við þetta um skamma hríð réði ég mig hjá SS, gerðist sölumaður og vann þar í fimm ár,“ segir hann. „Síðan gerðist ég verktaki fýrir nokkur íyrirtæki og fór um landið sem farandsölu- maður. Það var góður skóli og skemmtilegur tími. Því fylgdu ferðalög um land allt og ég naut þeirra ánægjulegu for- réttinda að kynnast mörgum hliðum mannlífsins. Ég var fljótur að átta mig á því að ís- lendingar eru ekki allir af sama sauðahúsinu, heldur ófikir eftir því hvort haldið er vestur, norður eða austur.“ Samhliða vinnu hefúr Páll leit- ast við að sækja sér menntun. Hann hefur sótt námskeið í kvöldskóla öldungadeildar Verslunarskólans og lokið 18 eininga námi í sölu- og útflutn- ingsfræði við Endurmenntun- ardeild Háskólans, auk við- skiptatengdra námskeiða, jafnt hér á landi sem erlendis. I framhaldi af sölumennsk- unni lagði Páll lyrir sig heild- sölu í fimm ár og flutti inn allt milli himins og jarðar, m.a. snyrtivörur, hárvörur, vítamín og ferðatöskur. „Það var ekki aðeins lærdómsríkasti tíminn á mínum starfsferfi heldur líka sá erfiðasti," segir hann. Páll seldi reksturinn árið 1996 og var ráð- inn sölustjóri hjá Vífilfelfi. „Ég vann þar í fjögur ár og hafði umsjón með sölu í sjálf- sölum og til veitingahúsa, kvikmyndahúsa, skóla, íþróttafélaga og út á land,“ segir hann. „Þetta var „Áhugamálin eru líka að mestu sameiginleg. Fjölskyld- an fer oft saman á skíði og upp á síðkastið hefur áhugi á hestamennsku vaknað á ný eftír hlé sem við gerðum þeg- ar dóttír okkar fæddist." Páll segist vera afinn upp við veiðiskap og að sér þyki ómögulegt að láta sumarið liða án þess að komast í lax eða silung. „Ég reyni fika að komast í ijúpu og gæs á hveiju haustí, þótt það hafi nú gengið frekar illa undanfarin ár vegna tímaskorts," segir hann. „Við eigum hlut í land- spildu og sumarhúsi í sveit- inni sem við notfærum okkur talsvert og svo ferðumst við mikið um landið, einkum há- lendið. Svo má ekki gleyma áhugamálinu sem passar ósköp vel við starfið, en það er allt sem viðkemur mótor- sportí, mótorhjólum, vélsleð- um og bílum.“ Páll segir að lítíll tími gefist tíl tómstunda næsta sumar, en þó sé ætlunin að ganga Lauga- veginn ásamt vinafólki „og svo er ég búinn að einsetja mér að ljúka við garðinn." S3 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.