Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 52

Frjáls verslun - 01.11.2002, Page 52
STJÓRNUN JPPLÝSINGflSTREYIVII Lélegt upplýsingastreymi innan fyrirtækja: Fiskisagan flýgur! Slúður er vel pekkt vandamál í jyrirtækjum, ekki síst á tímum erfiðleika og breytinga par sem starfsmenn eru illa upplýstir og fara að skálda í eyðurnar. Gott upplýsingastreymi er besta tækið til að draga úr slúðri meðal starfs- manna. Þetta kemur fram í myndbandinu Gróusagan frá Video og tölvulausn ehf. Samantekt: Guðrún Helga Sigurðardóttir Framleiðslufyrirtæki hefur lifað á þjónustunni við stórfyrir- tæki en nú er sá tími að líða undir lok, stóra fyrirtækið er að hætta starfsemi og framleiðslufyrirtækið þarf að hagræða í rekstrinum og byggja sína eigin sjálfstæðu framtíð. Þau mál hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma og stórir samningar eru í sjónmáli en tími aðlögunar og breytinga er óneitanlega framundan, ekkert síður innan fyrirtækisins en á markaði. Við þessar aðstæður er hætta á því að óöryggi og slúður myndist meðal starfsmanna ef ekki er haldið rétt á spilunum. Hvernig eiga stjórnendurnir að haga málum? Svarið er einfalt: Með því að halda starfsmönnum vel upplýstum um gang mála. Breska fræðslufyrirtækið Video Arts hefur framleitt fræðsluefni á myndbandi undir nafninu „Gróusagan“ fyrir Video og tölvulausn ehf., dreifingaraðila Video Arts á Islandi. A þessari spólu felst kennslan í leiknum dæmisögum. Við rekjum hér nokkur dæmi. Grípur ekki í taumana Starfsfólk framleiðslufyrirtækisins mætir til vinnu og strax á bílastæðinu kemur í ljós að það óttast Kjaftagangurinn fær byr undir báða vængi þegar starfs- mönnum er ekki haldið upplýstum um þróun mála í fyrir- tækinu. Myndir: Video Arts. hið versta. Starfsmennirnir hafa séð frétt um aðalviðskiptavin fyrirtækisins á forsíðu dagblaðsins á staðnum og byija strax að velta vöngum um framtíð fyrirtækisins og eigin hag. Ymsar spurningar vakna: Verður mikið um uppsagnir? Verður starf- semin lögð niður? Verður fyrirtækið tekið yfir? Ymsar kenn- ingar komast á loft því að starfsmenn vita lítið um það sem er að gerast. Millisljórnandi á svæðinu verður strax var við umræðurnar en grípur ekki í taumana þó að fundir hafi verið haldnir með starfsmönnum í öðrum deildum fyrirtækisins og forstjórinn lýsi því skýrt yfir að hún vilji að allir þekki gang mála. Hún býðst m.a. til að aðstoða viðkomandi millistjórnanda við að koma á fundi en hann kýs að senda út tölvupóst. Slæmt upplýsingastreymi hefur í för með sér óvissu og óöryggi starfs- manna, kvíði kemur upp, menn fara að bera saman bækur sínar og fyrr en varir er hugmyndaflugið komið á flug. „Það sem fólki er ekki sagt býr það til,“ segir í myndbandinu. Talaðu við fólk, ekki treysta á tæknina í samskiptum við starfsfólk. Það er hlutverk millistjórnandans að stjórna starfsfólkinu og bein samskipti eru besta verkfærið. Eins og höfuðlaus hænsn Ekki þarf mikið til að fiskisagan kom- ist á flug. Ráðgjafi, sem fenginn er á fund með stjórnendateymi fyrirtækisins, fær að ljósrita plöggin sín og þar sér einn starfs- maðurinn teikningu þar sem búið er að dekkja þrjá teiknaða karla af tíu og þar með fá áhyggjurnar byr undir báða vængi. A fundinum lýsir ráðgjafinn því yfir að 30 prósenta fækkun verði að eiga sér stað meðal starfsmanna en forstjórinn er tregur til að segja upp fólki, bendir á að eðlileg fækkun sé um 10 prósent á ári og því náist 30 prósenta fækkun á þremur árum án þess að til Starfsfólkið ber saman bækur sínar því að allir vilja fá ein- hvern botn í málin. Lærdómur:

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.