Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2002, Síða 52

Frjáls verslun - 01.11.2002, Síða 52
STJÓRNUN JPPLÝSINGflSTREYIVII Lélegt upplýsingastreymi innan fyrirtækja: Fiskisagan flýgur! Slúður er vel pekkt vandamál í jyrirtækjum, ekki síst á tímum erfiðleika og breytinga par sem starfsmenn eru illa upplýstir og fara að skálda í eyðurnar. Gott upplýsingastreymi er besta tækið til að draga úr slúðri meðal starfs- manna. Þetta kemur fram í myndbandinu Gróusagan frá Video og tölvulausn ehf. Samantekt: Guðrún Helga Sigurðardóttir Framleiðslufyrirtæki hefur lifað á þjónustunni við stórfyrir- tæki en nú er sá tími að líða undir lok, stóra fyrirtækið er að hætta starfsemi og framleiðslufyrirtækið þarf að hagræða í rekstrinum og byggja sína eigin sjálfstæðu framtíð. Þau mál hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma og stórir samningar eru í sjónmáli en tími aðlögunar og breytinga er óneitanlega framundan, ekkert síður innan fyrirtækisins en á markaði. Við þessar aðstæður er hætta á því að óöryggi og slúður myndist meðal starfsmanna ef ekki er haldið rétt á spilunum. Hvernig eiga stjórnendurnir að haga málum? Svarið er einfalt: Með því að halda starfsmönnum vel upplýstum um gang mála. Breska fræðslufyrirtækið Video Arts hefur framleitt fræðsluefni á myndbandi undir nafninu „Gróusagan“ fyrir Video og tölvulausn ehf., dreifingaraðila Video Arts á Islandi. A þessari spólu felst kennslan í leiknum dæmisögum. Við rekjum hér nokkur dæmi. Grípur ekki í taumana Starfsfólk framleiðslufyrirtækisins mætir til vinnu og strax á bílastæðinu kemur í ljós að það óttast Kjaftagangurinn fær byr undir báða vængi þegar starfs- mönnum er ekki haldið upplýstum um þróun mála í fyrir- tækinu. Myndir: Video Arts. hið versta. Starfsmennirnir hafa séð frétt um aðalviðskiptavin fyrirtækisins á forsíðu dagblaðsins á staðnum og byija strax að velta vöngum um framtíð fyrirtækisins og eigin hag. Ymsar spurningar vakna: Verður mikið um uppsagnir? Verður starf- semin lögð niður? Verður fyrirtækið tekið yfir? Ymsar kenn- ingar komast á loft því að starfsmenn vita lítið um það sem er að gerast. Millisljórnandi á svæðinu verður strax var við umræðurnar en grípur ekki í taumana þó að fundir hafi verið haldnir með starfsmönnum í öðrum deildum fyrirtækisins og forstjórinn lýsi því skýrt yfir að hún vilji að allir þekki gang mála. Hún býðst m.a. til að aðstoða viðkomandi millistjórnanda við að koma á fundi en hann kýs að senda út tölvupóst. Slæmt upplýsingastreymi hefur í för með sér óvissu og óöryggi starfs- manna, kvíði kemur upp, menn fara að bera saman bækur sínar og fyrr en varir er hugmyndaflugið komið á flug. „Það sem fólki er ekki sagt býr það til,“ segir í myndbandinu. Talaðu við fólk, ekki treysta á tæknina í samskiptum við starfsfólk. Það er hlutverk millistjórnandans að stjórna starfsfólkinu og bein samskipti eru besta verkfærið. Eins og höfuðlaus hænsn Ekki þarf mikið til að fiskisagan kom- ist á flug. Ráðgjafi, sem fenginn er á fund með stjórnendateymi fyrirtækisins, fær að ljósrita plöggin sín og þar sér einn starfs- maðurinn teikningu þar sem búið er að dekkja þrjá teiknaða karla af tíu og þar með fá áhyggjurnar byr undir báða vængi. A fundinum lýsir ráðgjafinn því yfir að 30 prósenta fækkun verði að eiga sér stað meðal starfsmanna en forstjórinn er tregur til að segja upp fólki, bendir á að eðlileg fækkun sé um 10 prósent á ári og því náist 30 prósenta fækkun á þremur árum án þess að til Starfsfólkið ber saman bækur sínar því að allir vilja fá ein- hvern botn í málin. Lærdómur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.