Almanak alþýðu - 01.01.1930, Blaðsíða 110
Skækjuliínaður, sem að miklu ieyti sýnir fjár-
hagsleg kjör kvenna, fer stöðugt minkandi í
Rússiandi hinu nýja. Enn er þó margt kvenna
úr hinni fyrri borgarastétt, sem verður að
leggja fyrir sig þenna elzta atvinnuveg kvcnna
sökum þess, að þær vantar kunnáttu og vilja
til verksmiðjuvinnu.
En það, sem greinilegast sýnir hið nýja
mat á siðgæði og fjárhagslegu sjálfstæði
kvenna, er vöxtur þess hugsunarháttar, að liona,
sem ekki sér fyrir sér sjálf, sé að vissu leyti
fyrirlitlegri en aðrar konur. Forseti kvenna-
deildar „kommúnista“-flokksins sagði mér, að
fjöldi skrásettra atvinnuleysingja í Rússlandi
hefði mjög vaxið fyrir þá sök, að svo margar
húsmæður leituðu atvinnu á ráðningarskrifstof-
unum. Sjálf sagðist hún vera umsetin af giftum
konum, sem bæðu hana að útvega sér einhverja
vinnu, því að þeim þætti það ó'nærilegt að vera
skrásettar sem húsmæður, og sömuleiðis af
mæðrum, sem ieiddist heiinilisþvargið og vildu
komast í vierksmiðjur, þar sem þær gætu komið
börnum sínum fyrir í dagheimilum og fengið
mat í matsölustöðum verksiniðjanna.
Eins og ég sagði: Þjóðfélagið gerir alt, sem
það getur, til þess að konur megi öðiast fjár-
hagslegt jafnræði á við karlmenn, til þess að
þær megi losna undan hinu forna þrældómsoki
heimilisskyldnanna. Því hefir verið komið á
fót almenningseldhúsum, mötuskálum og þvotta-
húsum, og dagheimili fyrir börn eru í ölluin
verksmiðjum og öðruin vinnustöðum, þar sem
mæður geta skiliö börn sín eftir, jafnvel korn-
börn, en í vinnutímanum fá þær frí til þess
106