Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 7

Morgunn - 01.06.1987, Side 7
Kveðja til Einars á Einarsstöðum Pú gekkst til liðs með Ijóssins vígðu sveitum að líkna og grœða hlotin sár og raun. Hljóði og trúi þjónn, þér þakkir kœrar veitum það eru lýðsins greiddu sigurlaun, til þín sem á oss lagðir líknarhendur og leiddir bljúgur inn á furðustrendur. Á kveðjustund er margra sýna að minnast og munarklukkur flytja töfra óm. Bóndastörfin urðu af höndum innast er aðrir hvíldust gekkst í helgidóm. Á bœnarörmum barstu þreytta og sjúka og baðst þá drottinn geyma, líkna og hjúkra. Nú hafa sár þig sjálfan lagt að foldu sem sviptivindur felli aldinn baðm hvíld er þreyttum kœr í heimamoldu þú komst frá himni en gistir jarðarfaðm. Nú önd þín kannar heima lífs og Ijósa leiftur stjarna og angan kœrleiksrósa. 24. 2. 1987. Gunnar S. Sigurjónsson. MORGUNN 5

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.