Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Side 8

Morgunn - 01.06.1987, Side 8
Aðalfundur Sálarrannsóknafélags íslands, 5. mars 1987. Skýrsla forseta Fundarstjóri, góðir fundarmenn. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 13. mars 1986. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var verkaskipting stjórnar- manna ákveðin á eftirfarandi hátt: forseti varaforseti ritari gjaldkeri meðstjórnandi Varastjórn skipa: Örn Ágúst Guðmundsson Sigurbjörn Svavarsson Kolbrún Hafsteinsdóttir Aðalheiður Friðþjófsdóttir Vigfús Guðbrandsson Guðmundur Einarsson Geir R. Tómasson Þóra Hallgrímsson Þórunn Sveinbjarnardóttir Þórhildur Sandholt Stjórnin var óbreytt að öðruleiti en því að Þórhildur Sandholt kom inn í varastjórn í stað Ólafs Halldórssonar, sem gaf ekki kost á sér. Félagsfundir á starfsárinu voru sex. Fundirnir voru allir haldnir að Hótel Hofi við Rauðarárstíg. Um síðustu áramót urðu eigendaskipti á Hótel Hofi. Rauði Kross íslands keypti hótelið og er nú að gera gagngerar breytingar á húsinu. Meðan verið er að vinna að þessum breytingum er ekki hægt að hafa félagsfundina þar. Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hljótast. 6 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.