Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 18

Morgunn - 01.06.1987, Page 18
Vandræði vegna þriðja hæfileikans þ. e. fjarhrifa, eru vegna þess að það er erfitt að sjá hvernig hann getur átt sér stað. Hvernig getur einn hugur orsakað áhrif á annan hug öðruvísi en óbeint. Ég fylgi þeim heimspekingum sem vilja fella fjarhrif undir skyggni eða P.K. og eða gera ekki ráð fyrir þeim. Ef þær athuganir sem ég hef sett hér fram eru réttar er hægt að afskrifa sum mótmæli heimspekilegs eðlis gegn huga án líkama, að slíkir hugir geti ekki skapað samskipti, framkvæmt, öðlast nýja þekk- ingu. Þar sem hugir í líkama búa yfir skyggni og P. K. en hægt að hugsa sér að hugir án líkama hafi þessa hæfileika líka, en ef ekki er gert ráð fyrir fjarhrifum sem mögulegum hæfileika sem hugur í líkama geti haft, getur hugur án líkama aðeins orðið var við aðra slíka hugi gegnum not þeirra af efnislegum hlutum. Hugir án líkama myndu hafa sömu takmarkanir eins og hugir í líkama það að þeir gætu aðeins orðið varir við hvern annan óbeint, gegnum líkaman sem þeir nota. Samskipti huga án líkama er ekki meiri vandræðum háð en samskipti huga í líkömum við persónu. Hvorutveggja gerist aðeins gegnum efnislega hluti, en hugi án líkama geta aðeins haft samskipti gegnum líkama. Fjarhrif skapa mikin mun á mögulegri starfssemi huga án lík- ama. Ef við fullyrðum að fjarhrif séu ekki möguleg vegna þess að hugir hafi enga miðla til beinna samskipta við aðra hugi, þá erum við að leggjast gegn tilgáíu um að samskipti við aðra hugi geti átt sér stað nema að til séu líkamar fyrir þá til að nota í þessum tilgangi. Án líkama getur hugur ekki framkvæmt, haft samskipti, lært og svo fleirra. En ef hugur er í heimi þar sem til eru líkamar fyrir þá til að nota, þá ættum við ekki að kalla þá hugi án líkama. Það þýðir að með því að kalla hugi án líkama eins og við höfum gert er að segja að þeir hafi enga líkama til nota. Hugur í heimi sem skortir líkama (eða aðra efnislega hluti) myndi vera hugur sem gæti ekki haft samskipti nema að hafa fjarhrifs hæfileika. Það að hugir án líkama séu í efnislausum heimi, þýðir að sjálfsögðu ekki að þeir geti ekkert gert. Þeir gætu hugleitt og þeir gætu krufið þekkingu sem þeir þegar hafa yfir að ráða, og þeir gætu íhugað hverskonar persónur þeir hafi verið og jafnvel 16 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.