Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Page 19

Morgunn - 01.06.1987, Page 19
iðrast fyrri misgjörða. Það þyrfti ekki að vera mikilyægt að sálir hefðu samskipti á hverju stigi hringrásar þeirra. Nokkrar kenningar (m. a. hin almenna kristni og hin hefð- bundna kenning um endurfæðingu,) hafa haldið því fram að hugur geti verið í líkama og síðan án líkama um tíma í fyrir- skipaðri íhugum og síðan aftur í líkama (fyrir starfsemi í tiltek- in tíma). Kenningin um endurfæðingar gerir ráð fyrir mörgunt slíkum tímabilum á víxl. Kristnin gerir venjulega aðeins ráð fyr- ir einni slíkri víxlun (í líkarna, án líkama, og síðan aftur í lík- ama). Ef hin venjulega vestræna táknmynd af einkalífi sálarinnar er röng yrði að breyta þessari umræðu. Þessi ritgerð hefur verið skrifuð út frá hinum hefðbundnu vestrænu skilgreiningum. Ég hef gert ráð fyrir að hugirnir séu aðskildir. En hvað ef hinir svokölluðu einstöku hugir væru í reynd ekki aðskildir. Hvað ef þeir væru hluti af einum huga og skilin milli þeirra væru aðeins skil sem gætu hreyfst til, í slíkri tilgátu væri mögulegt fyrir hugi að renna saman og því gæti hug- mynd verið í fleiri en einum huga, eða það gæti verið mögulegt að hugmynd sem ætti upphaf í einum liuga færðist yfir skilin í aðra hugi. H. H. Price notaði slíka tilgátu til að útskýra fjarhrif og hon- um hafa fylgt nokkrir aðrir. II. Persónuleg einsktalingsvitund og hugur án líkama. Þar sem við erum sammála um að hugur án líkanta getur ver- ið til, hreyfst, lært og jafnvel haft samskipti svo lengi sem líkam- ar eru til nota, rís önnur spurning. Hvernig einkennir hugur án líkama hver hann er? Hann getur ekki litið í spegill til að lýsa sjálfan sig. Getur hann ráðgast við minni sitt. Getur hann spurt nágranna sína? Hluti yfirsýnar Decartes, sem er hluti af trú hins venjulega manns er að sálir eða hugurinn sé sjálfið og það eigi sér tilvist eftir að líkaminn deyr. En er hægt að sundurgreina sálirnar? morgunn 17

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.