Morgunn


Morgunn - 01.06.1987, Síða 29

Morgunn - 01.06.1987, Síða 29
Ameríku og Evrópu sá ég öldur Atlantshafsins hníga og rísa og á milli Asíu og Ameríku lá Kyrrahafiö blátt og stillt. Aftur heyrði ég að röddin dularfulla sagði: „Sonur lýðveldisins, líttu á.“ í sömu andrá sá ég dökka, skuggakennda veru, einna líkasta engli, standa eða öllu heldur svífa í loftinu milli Evrópu og Ameríku. Hún beygði sig niður, tók sjó í hvorn lófa og lét drjúpa úr þeim vinstri yfir Ameríku en úr þeim hægri yfir Evrópu. Jafnskjótt risu ský upp frá báðum meginlöndunum, sem síðan sameinuðust í eitt yfir hafinu miðju. Þannig hélst það smástund, en þá stefndi skýið hægt til vesturs og lagðist yfir meginland Ameríku eins og dimm móða. Skær eldingaleiftur blikuðu frá skýinu við og við, en í gegnum það fannst mér ég heyra niðurbæld hróp og kveinstafi amerísku þjóðarinnar leggja til mín gegnum dimmuna. Aftur tók engillinn handfylli af sjó úr hafinu og dreifði því yfir meginlöndin. Leið þá hið dimma ský burt frá landinu og út yfir hafið þar sem það sökk á ný í freyðandi öldurnar. í þriðja sinn sagði röddin dularfulla: „Son- ur lýðveldisins, líttu á.“ Nú varð mér aftur litið í áttina til Ameríku og sá þar rísa bæi og borgir eins og depla, uns allt landið, frá Atlantshafi til Kyrrahafs, var þakið þessum deplum. Aftur heyrði ég að röddin dularfulla sagði: „Sonur lýðveldisins, líttu á. Aldahvörfin nálgast.“ Um leið sá ég hinn dökka skugga- engil snúa ásjónu sinni í suðurátt og sá ég þá að einhver óheilla- vofa hélt í átt frá Afríku og nálgaðist Ameríku. Hægt flögraði hún yfir hverja borg og bæ og skiptu íbúarnir sér þá þegar í tvær andstæðar fylkingar. Þó kom skínandi bjartur engill í ljós og bar hann á enni sér geislakórónu, sem á var ritað orðið „Sam- bandsríkið11. í hendi sér bar hann ameríska fánann. Um leið og hann sagði orðin „Munið, að við erum bræður" setti hann fán- ann niður á milli hinnar stríðandi fylkinga, sem jafnskjótt lögðu frá sér vopnin, urðu aftur vinir og sameinuðust kringum þjóð- fánann. Aftur heyrðist röddin dularfulla segja: „Sonur lýðveldisins, Iíttu á.“ Nú setti hinn myrki engill lúður fyrir munn sér og blés í hann þrjár skæra tóna og sem fyrr tók hann vatn úr hafinu og dreypti á Evrópu, Asíu og Afríku og nú blasti við mér óttaleg sjón. Frá hverju landi risu upp svartir, þykkir reykjarmekkir, MORGUNN 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.